Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2012, Page 47

Skinfaxi - 01.05.2012, Page 47
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 47 Úr hreyfingunni Gunnar Gunnarsson var kjörinn formaður Ung- menna- og íþróttasam- bands Austurlands á þingi sambandsins í Brúarási 15. apríl sl. Elín Rán Björnsdóttir, sem verið hefur formaður UÍA sl. fjögur ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Breyting varð á stjórninni en Sigrún Snæbjörnsdóttir frá Norðfirði kemur inn fyrir Elínu Rán. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, heiðraði gesti Sambandsþings UÍA með nærveru sinni og sæmdi þrjá ein- staklinga starfsmerki UMFÍ og einn gull- merki UMFÍ. Björn Ármann Ólafsson var sæmdur gullmerki UMFÍ en Björn, sem var formaður UÍA á árunum 1998–2001, var gjaldkeri UMFÍ 2003–2011. Auk þess hefur hann löngum verið virkur innan frjálsíþróttaráðs UÍA og frjálsíþróttadeild- ar Hattar. Björn var formaður unglinga- landsmótsnefndar 2011 og kom auk þess að undirbúningi Landsmótsins 2001. Björn Hafþór Guðmundsson, Gunnar Jónsson og Jóhann Tryggvason voru sæmdir starfsmerki UMFÍ. Helena Kristín Gunnarsdóttir, blakkona úr Þrótti, var út- nefnd íþróttamaður UÍA 2011 á þinginu. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, ávarpaði þinggesti og kom meðal annars að því í ræðu sinni hversu glæsi- lega hefði til tekist við framkvæmd Ungl- ingalandsmóts síðastliðið sumar. Kröftugt sjálfboðaliðastarf hefði borið þar ríkulegan ávöxt og skilað veglegum félags- og mann- auði til samfélagsins hér eystra auk þess að skilja eftir ljúfar og skemmtilegar minn- ingar í hugum ótal fjölskyldna víðs vegar að af landinu sem nutu glaðværðar og gestrisni Austfirðinga um verslunarmanna- helgina. Þekki starfið ágætlega Hvernig leggst starfið í nýkjörinn for- mann UÍA? „Það leggst mjög vel í mig. Ég hef setið í stjórn UÍA frá árinu 2005 og allan tímann verið titlaður varaformaður/ritari þannig ég þekki starfið ágætlega.“ Sambandið hélt glæsilegt Unglingalands- mót í fyrra. Hver hafa verið stærstu verkefnin að því loknu? „Stærsta áskorunin er að halda dampi. Eftir að við héldum Landsmótið 2001 voru margir lykilmenn orðnir þreyttir, hurfu snögglega á braut, og þeir sem komu á eftir áttu erfitt með að fylla í skarðið. Við erum með okkar föstu verkefni eins og mótahald í sundi og frjálsum og Sumar- hátíðina, hagsmunagæslu fyrir félögin á svæðinu og fleira en við horfum líka alltaf eftir nýjum verkefnum.“ Sambandsþing Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands: Gunnar Gunnarsson kjörinn formaður UÍA Að ofan: Frá afhend- ingu viðurkenninga á sambandsþingi UÍA. Til vinstri: Helena Kristín Gunnars- dóttir, íþróttamaður UÍA 2011. Til hægri: Gunnar Gunnarsson, nýkjör- inn formaður UÍA. Ferðakostnaður félaga á landsbyggðinni fer alltaf hækkandi. Hvað segir þú um þessa þróun? „Mér finnst hún skelfileg og við vitum eiginlega ekki okkar rjúkandi ráð. Þak var sett á ferðasjóð íþróttahreyfingarinnar eftir hrun og horfið frá þeim hækkunum á opin- berum framlögum í hann sem heitið hafði verið. Ferðakostnaðurinn hefur ekki frosið á sama skapi. Ferðakostnaðurinn, sem leggst á félögin úti á landi, hefur í för með sér að þau eru eiginlega ekki samkeppnis- fær og rýrir verulega möguleika einstakl- inga til að bæta sig í keppni.“ Starfs- og gull- merkjahafar UMFÍ. Frá vinstri: Elín Rán Björnsdóttir, fráfar- andi formaður UÍA, Björn Hafþór Guð- mundsson, Jóhann Tryggvason, Björn Ármann Ólafsson, Gunnar Jónsson og Helga Guðrún Guð- jónsdóttir, formaður UMFÍ.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.