Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2012, Side 48

Skinfaxi - 01.05.2012, Side 48
48 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Aðalfundur Ungmenna- félagsins Fjölnis var haldinn í Dalhúsum 2. maí sl. Á fund- inum var Jón Karl Ólafsson endurkjörinn formaður sem og öll stjórnin. Kári Arnórs- son og Erla Gunnarsdóttir voru sæmd gullmerkjum Fjölnis fyrir frábær og vel unnin störf fyrir félagið. Helgi Gunnars- son, fjármálastjóri UMFÍ, sat fundinn og flutti ávarp. Í skýrslu stjórnar kom fram að starfsemi Fjölnis á árinu var öflug sem aldrei fyrr og lögðu margir hönd á plóginn við að gera íþróttaiðkun barna og unglinga í Grafarvogi að ánægjulegri og uppbyggi- legri dægradvöl. Samkvæmt stefnu Fjölnis mun félagið kappkosta að skapa faglega umgjörð um íþróttastarf í Grafarvogi með „samkennd-metnaður-stolt, virðing-fjör“ að leiðarljósi. Fjölnir hefur einsett sér að vera „Hjarta Grafarvogs“ sem þýðir að metn- aður félagsins liggur til þess að vera sá vett- vangur sem íbúar hverfisins munu vilja Aðalfundur Ungmennafélagsins Fjölnis: Formaður og stjórn voru endurkjörin Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri UMFÍ, ávarpar aðalfund Fjölnis í Dalhúsum í Grafarvogi. Úr hreyfingunni leita til varðandi tómstundir og afþreyingu. Nokkrar breytingar urðu í aðstöðumál- um félagsins á liðnu ári. Í upphafi þess tók Fjölnir við rekstri íþróttahússins í Dalhús- um af Reykjavíkurborg. Þessi breyting eyk- ur möguleika félagsins til nýtingar húss- ins og eflir Fjölnisbraginn á aðstöðunni og umhverfinu. Í lok ársins 2011 flutti Fjölnir skrifstofu sína innan Egilshallar og hefur nú komið sér fyrir í góðu húsnæði í norðurhluta hússins. Húsnæðið er rúmgott og fundar- aðstaða félagsins batnar til muna. Þess má geta að yfir 100 manns starfa að þjálf- un hjá hinum ýmsu deildum félagsins. Síðast en ekki síst skal nefnt að á annað hundrað sjálfboðaliða starfa fyrir félagið í stjórnum hinna ýmsu deilda. Aðalfundur Ungmenna- félags Njarðvíkur var haldinn 10. maí sl. Vel var mætt á fundinn sem haldinn var í Íþróttamið- stöðinni í Njarðvík. Stefán Thordersen, for- maður UMFN, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs og var því nýr formaður kjörinn. Þór- unn Friðriksdóttir hlaut kosningu fundar- ins og er fyrsta konan sem kjörin er for- maður félagsins. Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sat fundinn og flutti ávarp. Á fundinum voru heiðraðir einstakling- ar sem unnið hafa dyggilega fyrir félagið. Gullmerki UMFN hlaut að þessu sinni Gunnar Guðmundsson og bronsmerki félagsins hlutu þeir Sævar Ingi Borgars- son, Sturla Ólafsson og Hörður Birkisson. Viðurkenningar fyrir vel unnin störf fyrir félagið hlutu Ómar Kristjánsson, Björgvin Magnússon, Ágúst Hrafnsson og starfs- fólk Íþróttamiðstöðvar Njarðvíkur. „Ég var búin að sitja í stjórn UMFN síðan árið 2000, eða í alls 12 ár. Ég var um tíma gjaldkeri og síðustu tvö árin var ég vara- formaður. Það er skemmtilegt og gefandi að starfa innan ungmennafélagsins. Þegar handboltinn var stundaður innan félags- ins fyrir mörgum árum starfaði ég innan deildarinnar og svo seinni ár innan körfu- knattleiksdeildarinnar. Öll fjölskylda mín er viðloðandi íþróttir og hefur verið lengi. Aðalfundur Ungmennafélags Njarðvíkur: Þórunn Friðriksdóttir kosin formaður UMFN Ég er mjög bjartsýn á starfið fram undan. Við stefnum að því að vera með svonefndan UMFN-dag í ágúst og þá ætlum við að kynna alla starfsemina hjá okkur,“ sagði Þórunn Friðriksdóttir, nýkjörinn formaður UMFN, í stuttu spjalli við Skinfaxa. Eftirtaldir voru kjörnir íþróttamenn deilda: Ólafur Helgi Jónsson, körfuknattleikur, Steinar Freyr Hafsteinsson, lyftingar, Andri Fannar Freysson, knattspyrna, Erla Dögg Haraldsdóttir, sund, Lúkas Haraldsson, júdó, og Klemenz Sæmundsson, þríþrautarmað- ur. Íþróttamaður UMFN 2011 er Erla Dögg Haraldsdóttir sundkona. Auðunn Snorri Árnason er 12 ára gamall drengur með CP-fötlun sem er hreyfihöml- un. Auðunn byrjaði að æfa frjálsar íþróttir sumarið 2010 og keppir undir merkjum UMFN. Hann hefur staðið sig rosalega vel á stuttum tíma. UMFN heiðraði þennan unga dreng sérstaklega fyrir góðan árang- ur. Ólafsbikarinn, starfsbikar UMFN 2011, hlaut Guðmundur Stefán Gunnarsson, yfir- þjálfari júdódeildar, fyrir frábær störf fyrir deildina. Ný stjórn UMFN er skipuð eftirtöldum: Þórunn Friðriksdóttir, formaður, Anna Andrésdóttir, ritari, Ágústa Guðmarsdóttir, gjaldkeri, Hermann Jakobsson og Ólafur Eyjólfsson. Í varastjórn eru Thor Ólafur Hall- grímsson og Sigríður H. Ragnarsdóttir. Mynd til vinstri: Þórunn Friðriks- dóttir, nýkjörinn formaður UMFN. Mynd til hægri: Andri Fannar Freys- son, knattspyrnu- maður UMFN, og Ólafur Helgi Jóns- son, körfuknattleiks- maður UMFN.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.