Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 48

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 48
48 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Aðalfundur Ungmenna- félagsins Fjölnis var haldinn í Dalhúsum 2. maí sl. Á fund- inum var Jón Karl Ólafsson endurkjörinn formaður sem og öll stjórnin. Kári Arnórs- son og Erla Gunnarsdóttir voru sæmd gullmerkjum Fjölnis fyrir frábær og vel unnin störf fyrir félagið. Helgi Gunnars- son, fjármálastjóri UMFÍ, sat fundinn og flutti ávarp. Í skýrslu stjórnar kom fram að starfsemi Fjölnis á árinu var öflug sem aldrei fyrr og lögðu margir hönd á plóginn við að gera íþróttaiðkun barna og unglinga í Grafarvogi að ánægjulegri og uppbyggi- legri dægradvöl. Samkvæmt stefnu Fjölnis mun félagið kappkosta að skapa faglega umgjörð um íþróttastarf í Grafarvogi með „samkennd-metnaður-stolt, virðing-fjör“ að leiðarljósi. Fjölnir hefur einsett sér að vera „Hjarta Grafarvogs“ sem þýðir að metn- aður félagsins liggur til þess að vera sá vett- vangur sem íbúar hverfisins munu vilja Aðalfundur Ungmennafélagsins Fjölnis: Formaður og stjórn voru endurkjörin Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri UMFÍ, ávarpar aðalfund Fjölnis í Dalhúsum í Grafarvogi. Úr hreyfingunni leita til varðandi tómstundir og afþreyingu. Nokkrar breytingar urðu í aðstöðumál- um félagsins á liðnu ári. Í upphafi þess tók Fjölnir við rekstri íþróttahússins í Dalhús- um af Reykjavíkurborg. Þessi breyting eyk- ur möguleika félagsins til nýtingar húss- ins og eflir Fjölnisbraginn á aðstöðunni og umhverfinu. Í lok ársins 2011 flutti Fjölnir skrifstofu sína innan Egilshallar og hefur nú komið sér fyrir í góðu húsnæði í norðurhluta hússins. Húsnæðið er rúmgott og fundar- aðstaða félagsins batnar til muna. Þess má geta að yfir 100 manns starfa að þjálf- un hjá hinum ýmsu deildum félagsins. Síðast en ekki síst skal nefnt að á annað hundrað sjálfboðaliða starfa fyrir félagið í stjórnum hinna ýmsu deilda. Aðalfundur Ungmenna- félags Njarðvíkur var haldinn 10. maí sl. Vel var mætt á fundinn sem haldinn var í Íþróttamið- stöðinni í Njarðvík. Stefán Thordersen, for- maður UMFN, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs og var því nýr formaður kjörinn. Þór- unn Friðriksdóttir hlaut kosningu fundar- ins og er fyrsta konan sem kjörin er for- maður félagsins. Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sat fundinn og flutti ávarp. Á fundinum voru heiðraðir einstakling- ar sem unnið hafa dyggilega fyrir félagið. Gullmerki UMFN hlaut að þessu sinni Gunnar Guðmundsson og bronsmerki félagsins hlutu þeir Sævar Ingi Borgars- son, Sturla Ólafsson og Hörður Birkisson. Viðurkenningar fyrir vel unnin störf fyrir félagið hlutu Ómar Kristjánsson, Björgvin Magnússon, Ágúst Hrafnsson og starfs- fólk Íþróttamiðstöðvar Njarðvíkur. „Ég var búin að sitja í stjórn UMFN síðan árið 2000, eða í alls 12 ár. Ég var um tíma gjaldkeri og síðustu tvö árin var ég vara- formaður. Það er skemmtilegt og gefandi að starfa innan ungmennafélagsins. Þegar handboltinn var stundaður innan félags- ins fyrir mörgum árum starfaði ég innan deildarinnar og svo seinni ár innan körfu- knattleiksdeildarinnar. Öll fjölskylda mín er viðloðandi íþróttir og hefur verið lengi. Aðalfundur Ungmennafélags Njarðvíkur: Þórunn Friðriksdóttir kosin formaður UMFN Ég er mjög bjartsýn á starfið fram undan. Við stefnum að því að vera með svonefndan UMFN-dag í ágúst og þá ætlum við að kynna alla starfsemina hjá okkur,“ sagði Þórunn Friðriksdóttir, nýkjörinn formaður UMFN, í stuttu spjalli við Skinfaxa. Eftirtaldir voru kjörnir íþróttamenn deilda: Ólafur Helgi Jónsson, körfuknattleikur, Steinar Freyr Hafsteinsson, lyftingar, Andri Fannar Freysson, knattspyrna, Erla Dögg Haraldsdóttir, sund, Lúkas Haraldsson, júdó, og Klemenz Sæmundsson, þríþrautarmað- ur. Íþróttamaður UMFN 2011 er Erla Dögg Haraldsdóttir sundkona. Auðunn Snorri Árnason er 12 ára gamall drengur með CP-fötlun sem er hreyfihöml- un. Auðunn byrjaði að æfa frjálsar íþróttir sumarið 2010 og keppir undir merkjum UMFN. Hann hefur staðið sig rosalega vel á stuttum tíma. UMFN heiðraði þennan unga dreng sérstaklega fyrir góðan árang- ur. Ólafsbikarinn, starfsbikar UMFN 2011, hlaut Guðmundur Stefán Gunnarsson, yfir- þjálfari júdódeildar, fyrir frábær störf fyrir deildina. Ný stjórn UMFN er skipuð eftirtöldum: Þórunn Friðriksdóttir, formaður, Anna Andrésdóttir, ritari, Ágústa Guðmarsdóttir, gjaldkeri, Hermann Jakobsson og Ólafur Eyjólfsson. Í varastjórn eru Thor Ólafur Hall- grímsson og Sigríður H. Ragnarsdóttir. Mynd til vinstri: Þórunn Friðriks- dóttir, nýkjörinn formaður UMFN. Mynd til hægri: Andri Fannar Freys- son, knattspyrnu- maður UMFN, og Ólafur Helgi Jóns- son, körfuknattleiks- maður UMFN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.