Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 3

Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 3
DAGRENNING 4. TOLUBLAÐ 1. ÁRGANGUR REYKJAVÍ K OKTÓBER 1946 Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Miklubraut 9, Reykjavik. Sími 1196 A SÍÐAST LIÐNU VORI kom út i London ný bók eftir Adam Rutherford, er hann nefndi A NEW REVELA TION 1N THE GREAT PYRAMID. Mér var það þegar Ijóst, er ég hafði kynnt mér þcssa bók, að mjög vœri nauð- synlegt að hún kœmist á islenzku og næði að komast þeim i hendur, sem sérstaklega eru hlynntir þeim skoðunum, sem ég hefi verið að reyna að greiða veginn fyrir með bókum minum og Dagrenningu. Gerði ég þvi fljótlega ráð- Stafanir til þess að fá ritið þýtt á islenzku og retlunin var uþþhaflega að láta það koma sem framhaldsgreinaflokk i Dagrenningu. En við nánari alhugun varð mér það Ijóst, að með því náði ritið ekki tilgangi sínum. Slika ritgerð sem þessa þurfa menn að geta lesið í einni lotu, og eiga siðan greiðan aðgang að ritgerðinni til þess að rifja hvað eina uþþ aftur og aftur, er menn taka að átta sig á meginatriðunum til fullnustu. Varð það þvi úr, að ég birti bókina alla i einu og lielgaði þannig heilt hefti þessari nýju og að minum dómi mjög merkilegu bók. Síðan Dagrenning hóf göngu sina liefir hún ekki flutt mikið um Pýra- midann mikla og þau frceði, sem við hann eru kennd. Tel ég þvi rétt i formála þessum að benda á fáein atriði til skýringar þeirn frœðum, ef það gœti orðið til að létta einhverjum lesturinn og glæða skilningin á þeim merkilegu fræðurn, sem hér eru á ferðinni. Pýramidinn mikli á Egyptalandi er að dámi ýmsra frœðimanna nútimans ævafornt, táknrænt minnismerki. Hann er ekki konungsgröf, eins og lengi var haldið, og ennþá stendur i mörgurn kennslubókum, heldur er hann spásögn um framtið mannkynsins, greypt i stein, Biblian og flest önnur fornrit allra gamalla menningarþjóða kenna það, að endur fyrir löngu hafi mannkynið á jörðunni verið búið að ná geysilega miklum andlegum og likamlegum þroska. En siðan hafi þessi mikla menning liðið undir lok i stórkostlegum náttúruumbrotum, sem að fyrst og fremst orsök- uðust af „illsku“ mannkynsins. Má i því sambandi nefna sögurnar um Synda- flóðið og endalok Atlantis, svo að aðeins tvær alkunnar sögur um þetta efni séu nefndar. En jafnframt þessum sögum lifa aðrar, sem segja frá þvi, að á þessum löngu liðnu timum hafi einnig verið uppi menn, sem sáu fyrir hinar miklu byltingar framtiðarinnar. Menn, sem höfðu svo náið samband við guð- legar vitsmunaverur annars heims, að þeim var sagt fyrir hvernig fara mundi. DAGRENNING 1

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.