Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 8
FORMALI
Loks má fagna því, að upprunnið ei hið nýja Ijós, sem lengi hafði verið von-
ast eftir að jafna myndi, svo að ekki yrði betur á kosið, þá deilu, sem staðið
hefur, milli pýramidafreeðinga og Egyptalandsfrœðinga, um alinmál i Pýramid-
anum mikla. Það er œtlunin, með þessu litla kveri, að sliýra stuttlega frá
meginatriðum þessara nýju opinberunar Pýramidans mikla.
W. M. Petrie, prófessor (siðar Sir), hafði forystuna hjá Egyptalandsfræðing-
unum i þvi að halda fram sltoðun þeirri, að mœlieiningin i uppdrœtti og gerð
Pýramidans mikla hjá Gizeh vœri almenna egypzka alinin, sem er 20,63 brezkir
þumlungar, en hins vegar voru pýramidafrœðingarnir, sem játuðu að almenna
alinin hefði verið notuð við verkið sjálft, af þvi að verkamennirnir voru
egypzkir, en héldu þvi eigi að síður fram, að einingin, sem lögð var til grund-
vallar við teikningu mannvirkisins, hefði verið lengri alinin, sem er 23,023
brezkir þumlungar, og með henni yrði leyndarmál Pýramidans og tilgangur
opinberað. Nýja opinberunin leysir fyllilega úr þessu vandamáli og brúar þeer
megin torfærur, sem hingað til hafa verið milli Egyptalandsfræðinga og pýra-
midafræðinga. Hún nemur og úr vegi aðal hindranirnar, sem hafa verið á þvi
að samræma fornfræði og elzta timatal ritningarinnar. Ég treysti þvi þess vegna,
að rit þetta flytji fögnuð og gleði i hjörtu þeirra, er sannleikans leita, livað
sem það kostar.
í sambandi við rannsóknir minar á pýramidafræði er ég i ómetanlegri þakk-
arskuld við ástkæran föður minn, James Rutherford, sem ól mig upp við þessi
frjóu visindi. Þann 12. janúar 1945 bar dauða hans áð höndum og er það
mesta tjónið, sem pýramidafræðin hefur orðið fyrir á dögum núlifandi kyn-
slóðar — en af dásamlegu liferni hans leggur bjarma fram á veginn.
London, 19. desember 1943.
ADAM RUTHERFORD.
6 DAGRENNING