Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 39
Endir lárétta gangsins táknar árið 1994 og
ártalið, sem rnarkað er með þrepinu, er 1049
árum fvrr eða 945 og ber því nákvæmlega
saman við söguna eins og hún hefir verið
rakin hér að framan. Þannig er uppruni, þró-
un og hlutverk brezka heimsveldisins ljós-
lega táknað í Pýramidanum mikla þúsund-
um ára áður en það skeði. Það ætti ávallt
að hafa hugfast, að Pýramidinn var reistur
meira en þúsund árum áður en fyrsta bók
Móse var rituð.
Á tímabili þessu, 945—1994, sem er
þannig greinilega afmarkað í Pýramidanum,
rætist spádómur Daníels: „En á dögurn þess-
ara konunga (hinna drottnandi árásarafla)
mun Guð himnanna hefja ríki", og er því
lýst þannig, að það muni vaxa, unz það
fyllir alla jörðina. Kjami sá, sem myndaður
var með upphafi skozka konungsríkisins, ár-
ið 945, varð að Stóra-Bretaveldi, er Skota-
konungur varð „konungur yfir öllu Bret-
landi“, og síðan hefir það vaxið og orðið að
mikla brezka heimsveldinu og þjóðasam-
bandinu (til fullkomnunar því, sem stendur
í I. Móseb. 35. 11) og er orðið langmesta
heimsveldið, sem til hefir verið í heiminum,
og lendur þess eru í öllum álfum heims, og
í þeim skilningi fyllir það nú þegar alla
jörðina, þótt það verði ekki í þrengstu merk-
ing orð að sönnu fyrr en eftir 1994, því að
spillingunni og eitruninni verður ekki að
fullu eytt fyrr en með „hreinsun musteris-
ins“, en hún fer fram á tímabilinu 1953—
1994 og þá fyrst verðum vér, sem þjóð, full-
komlega undir það búin að vera í forystu
alls heimsins og verða mikilsvirt verkfæri
Guðs til þess að flytja öllum þjóðum jarðar
blessun í ótrauðri hlýðni við skipanir fram-
kvæmdavaldanna miklu, er Kristur sezt í há-
sæti sem konungur Israelsmanna og alheims-
ríkis þeirra, því að hann mun ríkja, unz hann
hefir lagt alla óvini undir fætur sér, og síð-
asti óvinurinn, sem að velli skal lagður, er
dauðinn. Þúsund ára ríkið verður dýrðlegt,
og mikilfenglegt að verða þess áskynja, að
vígsla þess verður á þessari öld.
Síðustu 1000 ár í sögu ísraelsmanna, sem
nú eru nefndir Bretar, hafa verið alger and-
stæða næstu 1000 áranna þar á undan og
lengra aftur í tímann. Frá því á 7. og 8.
öldinni f. K., er Assyríumenn herleiddu þá
frá Palestínu, og fram á 10. öld e. K., er
Skotland og England sameinuðust, er saga
þeirra frásögn um sífellt flögt og eirðarleysi,
þeir eru hraktir um frá „einni plágu til ann-
arrar“, og rætist þannig spádómur Amosar,
þar sem Guð segir: „Því sjá, ég mun skipa,
og ég mun strá húsi ísraels út meðal allra
þjóða eins og korni er stráð úr sáldi, eigi að
síður skal ekki hið minnsta korn falla til
jarðar.“ Það er og spádómnum samkvæmt,
að er hin mörgu þjóðarbrot Israelsmanna
höfðu um langan aldur hrakizt um, meðal
þjóðanna í .Vestur-Asíu og Evrópu, komu
þau loks, á ýmsum tímum og undir ýmsum
nöfnum, til Bretlands og þar renna þeir
saman í eina heild á tíundu öldinni og
nefnast Skotar og Englendingar. (Megin-
hluti dönsku landnámsmannanna var og
kominn fyrir lok 10. aldarinnar, síðasta brot-
ið, sem eftir var, nefndist Normanar, og kom
það litlu síðar — á næstu öld.) Á þeim þús-
und árum, sem liðin eru síðan þau samein-
uðust á eyjum þessum, hafa þau notið hvíld-
ar og orðið að stórri þjóð og heimsveldi.
Á þessum tíma hafa Ísraels-Bretar og verið
í friði fyrir ofsóknum erlendra innrásar-
manna (allar slíkar tilraunir hafa verið að
engu gerðar), — er það algerlega gagnstætt
því, sem var um allar aldir þær, er þeir áttu
heima í Palestínu, þar sem þeir urðu þrá-
faldlega fyrir þungum búsifjum af innrásar-
þjóðum. Frá því sjónanniði hefir þetta verið
þúsund ára hvíldardagur fyrir ísrael. Athygl-
isvert mjög er það, að þessu ber alveg saman
við sjöunda þúsund ára daginn, sem fyrr var
DAGRENNING 37