Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 33
í hebresku afritunum, sem hann rannsakaði,
mismunandi tímareikninga, suma samhljóða
lengra, en aðra skemmra tímatalinu," en það
er vert að athuga, að þessi liinn mesti af
fvrri tíðar kirkjulegum sagnfræðingum, og
faðir „kirkjúsagnfræðinnar“, hafnaði hinu
skemmra tímatali og talaði um „villuna í
gyðinglegu, hebresku textunum". Hann var
samþykkur lengra tímatalinu, eins og það
er enn í dag varðveitt í Sjötíu manna þýð-
ingunni, og þess ber að minnast, að Euse-
bius sjálfur beinlínis stundaði tímatalsfræði.
Á sjöttu öld voru lærimeistarar Gyðinga,
sem nefndir eru Massoretar, á fundi í Tiber-
ias, og samþvkktu þá að hebreski textinn
(með báðum rangfærslunum) skyldi vera
hinn löghelgaði texti fyrir Gyðinga. „Aðeins
texti þessi, sem staðfestur var af þeim, og
enginn annar, varð sú löghelgaða fyrirmvnd,
sem afritin voru síðan gerð eftir.“ (Oxford
Helps, bls. 13). Þetta er uppruni Massoreta-
textans. Meira en þúsund árum síðar var
Gamla testamenti ensku Biblíunnar þýtt eft-
ir ungum afritum hans. Viðurkennda þýð-
ing rómversk-kaþólsku kirkjunnar var latnesk
þýðing (Vulgate), gerð af Jerome, en af hin-
um gömlu, ágætu kirkjufeðrum var hann
sá eini, sem viðurkenndi hinn rangfærða
texta. Gríska kirkjan hefir hins vegar haldið
tiy-ggð við tímatal Sjötíu manna þýðingar-
innar allt til vorra daga, og í því er austræna
kirkjan fremri rómversk kaþólsku kirkjunni
og mótmælendakirkjum vesturlanda. Með
Sjötíu manna þýðingunni eigurn vér við
gömlu Alexandríu þýðinguna, en ekki Sixt-
inska-textann. Gríska handritið (LXX) ber
vitni urn miklu eldri og hreinni mynd af
hebresku Biblíunni, heldur en enska Biblí-
an. Það er því ekki furða, þótt vér rekum
oss á ,að orðfæri þeirra greina úr Gamla
testamentinu, sem vitnað er til í Nýja testa-
mentinu í ensku Bibhunni, séu yfirleitt
miklu nær orðfærinu í Sjötíu manna þýðing-
unni heldur en í enska Gamla testamentinu
sjálfu. Syncellus segir í Cronographia, bls.
88—89 (8°° e. K.): „Það er þess vegna ástæða
til þess, að vér förum eftir Sjötíu manna
þýðingunni með tímatal vort, þar eð hún
virðist vera gerð eftir fornu, óbjöguðu af-
riti.“ „Margar greinar Sjötíu manna þýðing-
arinnar eru samliljóða Samarita-afritum, þótt
þeim beri eigi saman við hin gyðinglegu
(Massoretana).“ Sjötíu manna þýðingin er
elzta þýðing, sem til er af ritningunum, en
hcbreski Samarita-textinn er sá elzti, sem til
er, af Móse bókunum.
Það er og gaman að veita því athygli, að
síðan Gyðingar, að yfirlögðu ráði, styttu hið
forna tímatal Biblíunnar, með Massoreta-
textanum, hafa þeir enn haldið áfram og
stytt tímatalið ennþá meira síðan kristna
öldin hófst, svo að ekki virðist enn kominn
sá tírni, að Messíasar se "on. Þeim er að
vísu ekki liægt um vik, eftir allar þessar
mörgu aldir, að staðhæfa, að sjötti þúsund
ára dagurinn sé ekki ennþá upp runninn,
en þeir komast að raun um að liann sé ekki
liðinn ennþá; jafnvel þótt hann samkvæmt
hinum bjagaða Massoreta-texta eigi að enda
nú á tuttugustu öldinni, og sé í raun og
veru löngu genginn undir. Vér teljum nú
árin frá fæðingu Krists. Gyðingar telja á
sama hátt frá sköpun mannsins. Samkvæmt
almanaki Gyðinga er sköpunin talin 3760
árum fyrir Krists fæðingu (nákvæmlega í
september 3761 f. K., þar eð nýárið er fyrr
hjá Gyðingum en hjá oss), og sýnir það, að
tímatalið er þar reiknað 247 árum skemmra
en jafnvel í Massoreta-textanum! Árið 1945
e K. er því að tímatali Gyðinga árið 5705,
og er hægt að sannfæra sig um þetta með
því að líta á ártal einhvers dagblaðs eða
tímarits, sem Gyðingar gefa út. (Nýársdagur
ei röskum þremur mánuðum fyrr hjá Gyð-
ingum en hjá oss, svo að hjá þeim hófst
árið 5705 í raun og veru 18. sept. 1944, og
DAGRENNING 31