Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 32

Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 32
i. í). Sjötti þúsund ára dagurinn frá sköpun Adams rann upp 394 árum fyrir faeðingu Krists og hann endaði 607 árum eftir fæð- ingu Krists; og einmitt á þessum degi kom Kristur, eins og við var búizt. Allir þeir, sem hafa kynnt sér vel sögu Biblíunnar, vita, að á fyrstu öldum kristn- innar urðu til margar þýðingar og rnörg af- rit voru gerð af ritningunum, bæði Gyðinga og kristinna manna, og bar hinum ýmsu textum allmikið á milli. Menntamenn og meistarar Gýðinga hagnýttu sér rugling þennan. Létust þeir gefa út áreiðanlega texta, en í raun réttri gripu þeir tækifærið til þess að rangfæra árafjöldann í ættarskrám fornu ættfeðranna, til þess að láta líta svo út, að sjötti þúsund ára dagurinn væri eigi upp runninn og þess vegna gæti Jesú ekki verið Messías. Þetta atriði er beinlínis skráð í sögunni, því að Sýrlendingurinn Ephram, sem var uppi aðeins þrjú hundruð árurn eftir daga Krists, ritaði: „Gyðingarnir hafa dregið 600 ár frá aldri kynslóðanna hjá Adam, Set o. s. frv. til þess að bækur þeirra sjálfra skyldu eigi færa þeim lieim sanninn um komu Krists, sem spáð hafði verið að kæmi, til endurlausnar mannkyninu, eftir 5500 ár.“ Vér sjáum það á töflunni á bls. 25, að hjá sex af ættfeðrunum fyrir flóðið eru í he- breska textanum nákvæmlega 100 ár dregin frá aldri hverrar kynslóðar, og verða það samtals 600 ár, eins og Ephrarn segir (og auk þess 6 stöku árin hjá Larnek). Svo sem sjá má, minnist sagnaritari þessi ekkert á að auk þessa er rangfært um hér urn bil 800 ár hjá ættfeðrunum, sem uppi eru eftir flóð- ið, og sýnir það, að rangfærsla hebreska text- ans var gerð í tvennu lagi. Fyrst hafði verið glingrað við ættfeðurna, sem voru uppi fyrir flóðið, og síðan hina yngri. í Massoreta- textanum eru báðar rangfærslurnar, en Sam- arita-textinn hefir aðeins orðið fyrir fyrri af- bökuninni, en sloppið við þá síðari. Þess vegna ber Samarita-textanum og Sjötíu rnanna þýðingunni í meginatriðum saman um kynslóðaaldurinn hjá ættfeðrunum eftir flóðið, þótt þeir séu algerlega ósamhljóða um þá, sem voru uppi fyrir flóðið. Allir fyrstu kirkjufeðurnir, að Jerome ein- um undanteknum, voru samþykkir lengra tímatalinu, sem er í samræmi við 70 manna þýðinguna, eins og hún er enn í dag. (Origen kemst að þeirri niðurstöðu, að sköpunarár Adarns sé einhvers staðar milli þess, sem talið er í þessum tveimur útreikn- iiigurn, og þó rniklu nær Sjötíu rnanna þýð- ingunni en Massoreta-textanum.) Hinn þekkti kristni faðir, Justin Martyr, sem ritar um 148 e.K.,ásakar og meistara Gyðinga um, að þeir hafi breytt ritningunum. Irenæus (140—202 e. K.) ritaði: „Ef Gyðingarnir hefðu vitað, að vér myndúm hagnýta oss vitnisburði, sem ritningarnar láta oss í té, þá myndu þeir sjálfir ekki hafa hikað við að brenna ritningar sínar.“ Dr. Hales bendir á, að fyrsta ákveðna heimildin, sem vér ennþá höfum, um .rang- færslu í hebresku ættarskránum, er í þýð- ingu Aquila, 128 árum e. K., sem samþykkt var af Seder Olarn Rabba árið 130 e. K., en það er tveimur eða þremur öldum áður en rangfærslunum var lokið og styttra ættar- tímabilið var alls staðar viðurkennt meðal Gyðinga. Um langt skeið voru bæði „lengri“ og „skemmri" þýðingarnar í umferð. Theo- philus biskup 1 Antiokku, sem uppi var að- eins 100 árum eftir Krists burð, var fyrsti kristni rithöfundurinn, sem getið er um að hafi reynt að ákveða aldur mannkynsins, samkvæmt Biblíunni; í Antolycus 3. bók reiknast honum, að ísak hafi fæðzt 3400 árum eftir sköpun Adams. Sýnir þetta, að Biblíuþýðingu þeirri, er hann notaði, bar því sem næst saman við 70 manna þýðinguna. (Massoreta-textinn telur tímabil þetta aðeins 2110 ár.) Eusebius, 300 árum e. K., „fann 30 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.