Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 11

Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 11
ákvörðun um aldirnar — annað í orðum, hitt í steini. Gangar og salir niðurleiðarinnar eru ímynd gömlu skipanarinnar undir stjórn Satans og árásarveldanna babylonisku, sem tekið hafa við livert af öðru, og sýna að lok- um hnignun hennar, hrun og upprætingu; en uppgangskerfið opinberar undirbúning Guðs, að hinni nýju skipan og að lokum vígzlu hennar og starfsháttu, þar sem Krist- ur ræður vfir öllu, ásamt hinum heillögu, upprisnu (hinni sönnu kirkju), sem sitja með honum í hásætinu, sem framkvæmdarvald hans, og hinum endurreista ísrael — heiðr- aðri þjónandi þjóð, sem flutti blessunina til allra þjóða á jörðu. Fyrir því er mjög á- berandi táknmál síðustu salanna í kerfi þessu. Þ. e.: Konungssalurinn lýtur að hinni sönnu kirkju, sem fæst við fyrri upprisuna, þegar hún er reist frá dauðum og sett til mikilla valda, bæði vfir mönnum og engl- um (1. Kor. 6. 2—3). Hin mikla þjóð, Isra- el, sem þá er hreinsuð orðin og endurreist, er táknuð svo sem hún glati vilja sínum og gefi sig algeriega undir stjórn Krists, sem þá er dýrðlegur orðinn, höfuð og líkami, sem fús og hlýðinn þjónn í framkvæmd nýskip- anarinnar, sem leiðrétta skal heiminn og koma honum í samræmi við óendanleikann. Er hin upprisna dýrðlega kirkja hefir verið upp hafin, er fyrsta verkefni guðdómlegu áætlunarinnar að dæma og skíra hlífðarlaust Guðsríkið, ísrael, og hreinsa helgidóm lians. „Þegar ísrael fór út úr Egyptalandi------- var Júða helgidómur hans og ísrael ríki hans“. (Sálm. 114 1—2). Sannlega segi eg yður, að þér, sem hafið fylgt mér, munið í endurfæðingunni, þá er manns-sonurinn sezt í hásæti dýrðar sinnar, einnig sitja í tólf há- sæturn og dærna þær tólf ættkvíslir ísraels." (Matth. 19. 28). „Og eg vil gera þá að einni þjóð í landinu á ísraelsfjöllum, og einn kon- ungur skal vera konungur yfir þeim öllum, og þeir skulu eigi frarnar vera tvær þjóðir, og alls eigi frarnar skiptir í tvö konungsríki. Og eigi skulu þeir framar saurga sig á skurðgoð- um sínum og viðurstyggðum, eða með nokk- urri af tn'ggðarofssyndum sínum; en eg vil frelsa þá út úr dvalarstöðunr þeirra, þar sem þeir hafa syndgað, og eg vil hreinsa þá, svo þeir verði mín þjóð og eg guð þeirra.“ (Esek. 37. 22—23). Svo „Jerúsalem skal verða nefnd borg sannleikans og fjall drottins hersveit- anna fjallið helga.“ (Sak. 8, 3.) í spádómum Daníels sjáunr vér að þessi hreinsun á helgidómi Guðs og skýring á lýð hans, ísrael, á að hefjast 2300 árum eftir að Grikkland hefst til valda (Dan. 8. 14). Baby- loninmenn, Medar, Persar, Grikkir o. s. frv. voru allir þjóðir löngu áður en þcir gerðust heimsveldi, en auðvitað eru það heimsveld- in, sem táknuð eru með hinum ýmsu dýrum í spádómum Daníels. Til þess að finna frá hvaða tíma vér eigum að byrja að telja þessi 2300 ár, þurfum vér ekki annars en fá fulla vissu um, hvenær Grikkir verða árásarþjóð, og taka að vaxa sem heimsveldi. Vexti Grikkja og Hellena er ljóslega lýst í Outline History of the Woild eftir Sir J. A. Hamrn- erton í kaflanum: Hellenska öldin. Þar segir á bls. 129: Það sundraði gamla persneska keis- aradæminu að fullu. Það flutti hellensku stefnuna (grísku siðmenninguna) inn að hjartastað austrænu menningarinnar. Það myndaði nýtt keisaraveldi, sem var víðáttu- rneira en nokkuð það, er áður hafði þekkzt.. Þessi furðulega framkvæmd var verk tveggja manna: Filippusar Makedoniukonungs og sonarins, sem skyggt hefir á frægð hans — Alexanders mikla.“ Ilinar stórfenglegu árásir Filippusar Make- doniukonungs hófust árið 348 f. K. Á því ári vann liann Kaldeu, hernam Olynthys, eyddi 32 borgum, sigraði hafnarborgina Mecyh- erna, og í ágústmánuði vann hann fullnaðar sigur á hinni mikilvægu borg Torono. Cam- DAGRENNING 9

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.