Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 14

Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 14
endurreisnin eða endurfæðingin fari fram. Þess vegna er og talað um hann sem endur- fæðiugarsalinn. í egypzkum helgisögnum er máninn tengdur við upprunaheimili Egypta, Paradís, sem kölluð er heilaga landið Khent. í samræmi við þetta eru veggirnir í hinum mikla forsal í Khent, í innganginum að musteri ísis við Annu eða Denderah (á bökk- um Nílar, hér um bil 400 mílum fyrir sunn- an Kairo) þaktir með táknmyndum af fjórtán daglegum ásýndum vaxandi rnána, allt frá nýmána að fullu tungli. Þar eð Khent var sú upprunalega Paradís, táknar tungls- eða Klients-salurinn endurheimtingu og endur- reisn Paradísar, en einmitt það er sérstakt verkefni þúsund ára ríkisins. Guð lætur þús- und ára ríkið koma einmitt í þeinr tilgangi. Drottningarsalurinn táknar þúsund ára tímabilið, þegar mannkynið verður frelsað og kemst að takmarki sínu, og af því leiðir, að langi, lárétti gangurinn, sem liggur að drottningarsalnum, táknar þann langa feril, sem mannkynið verður að feta, gegnum ald- irnar, áður en það nær lokatakmarki sínu — sannarlega löng leið frá Eden til þúsund- ára ríkisins, frá hinni glötuðu paradís til endurheimtrar paradísar. Niðurhallandi ganga- og sala-kerfið táknar sögu görnlu skipanarinnar niður að upplausn hennar, og uppstígandi greinarnar sýna undirbúning Guðs að nýskipaninni og vígslu hennar. Lá- rétta greinin (lárétti gangurinn og drottn- ingarsalurinn), sem er milli hinna kerfanna, táknar allan feril nrannkynsins. Fyrst undir stjórn gömlu skipanarinnar og að lokum, í drottningarsalnum sjálfum, undir stjórn Krists í þúsund ára ríkinu. Það er eins og almættið hafi í öndverðu teiknað láréttu greinina í gangakerfi Pýramidans, til þess að sýna, í örsmárri mynd, allan hinn áætlaða feril mannkynssögunnar, og markað síðan alla gangana, bæði fyrir ofan það og neðan, til þess að sýna þar, á stærri mælikvarða, einstök tímabil, sem mynda þessa miklu lieildaráætlun. Þetta er hin venjulega starfs- aðferð Guðs í náttúrunni, — að vinna innan- frá útávið. — Mennirnir reyna oft að álykta og rannsaka að öndverðri leið. Það er því engin furða, þótt stöðugt þurfi að hafna hinum svo nefnda vísindalegu kennisetning- um, er áfram nriðar í innri raunveruleika. Þessi örsmáa mynd af gervöllum ferli mannkynsins er í innsta kjarna Pýramidans sjálfs og í hjartastað gangakerfanna, og er hún dregin eftir sjónarmiði þess guðlega, en eigi hins mannlega. 'Samkvæmt mannlegri skynjan ætti Kristsfórnfæringin ekki að ske fyrr en mannkynið hefði búið á jörðinni um nokkur þúsund ár, en almættið hafði þegar í upphafi gert ráð fyrir Kristsfórnfæringunni, því að Biblían kallar Krist „lambið, sem slátrað var frá grundvöllun veraldar“ (Op. 15. 8.). Fyrir því eru uppsprengdu brunn- göngin; staðsett fast við upphaf lárétta gangsins; líkjast þau austurlenzkum graf- göngurn, sem brotnað hefðu upp innanfrá við ógurlega sprengingu — og tákna þannig, mjög kröftuglega, dauða Krists og upprisu. — Frá þessu sjónarmiði táknar byrjun lá- rétta gangsins upphaf mannkynssögunnar við sköpun Adams; en þær dyr gangsins, sem við drottningarsalinn eru, tákna að mann- kyninu sé hleypt inn í dýrð þúsund ára ríkis- ins, sem þá er framundan. En dyr fyrsta uppgangsins (sem tákna lögmálið, sem Krist- ur fullkomnaði á krossinum) og upphaf lá- rétta gangsins eru nákvæmlega á sama stað. Á táknmáli Pýramidans er Jesú því einmitt á sama stað, er hann stendur á Golgata,. eins og Adam var í upphafi, og hefur þá tekið stöðu hans. Kristur var, svo sem Biblían segir, annar Adam. Þótt hann væri syndlaus, setti hann sig í syndarans stað. Eins og allir rnenn deyja í Adarn, eins skulu og allir látnir lifna í Kristi. (Sjá mynd á bls. 4.) 12 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.