Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 12

Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 12
bridge Ancient Ilistory segir svo um þetta á bls. 233 í VI. bindi: „Evðileggingin átti sér sennilega enga hliðstæðu í sögu Grikklands," og ennfremur að Filippus hafi haldið sigur- hátíð rnikla og „fagnað sigurvinningum sín- um með skemmtunum, sjónleikjum og ríku- legunr veizluhöldum", og fáum máuuðum síðar livatti ísokrates Filippus til þess að ráð- ast á Persa. (Historians Histor)' of the World, 2. bindi bls. 563). Ef talin eru nú 2300 ár frá því að hinir tröllauknu landvinningar Filippusar hófust, árið 348, þá ber það að árinu 1953 e. K. (2300 — 348+1 = 1953) og þá á hreinsun helgidómsins að hefjast. Einn- ig hcr ber Pýramidanum mikla og Biblíunni nákvæmlega saman, því að 1953 er einmitt lokaártalið, sem opinberað er með konungs- salnum. Þar eð tímatalstakmarkið á kon- ungssalnum er 1953, bendir það til þess, að þá verði hin guðdómlega ráðstöfun fullgerð og albúin til þess að hreinsa helgidóminn og rétta hlut ísraels í samræmi við hið guðlega lögmál. Hve lengi verður verið að hreinsa? Spá- dómur Daníels sýnir oss, að 2300 árin eru talin frá valdatímum Grikkja. Gríska veldið tók að vaxa árið 348 f. K., svo sem sýnt hefir verið, og það stóð í blóma nokkuð yfir 40 ár, eða allt til 307 f. K., en þá tók það að liðast sundur. Það ár héldu þeir feðgar, Demetrius og Antigonus faðir hans, sigurinnreið sína í Aþenu, og voru hylltir sem konungar, en árið eftir fékk Antigonus konungdóm í Sýr- landi, og áður en næsta ár var á enda runn- ið, var búið að hluta allt gríska keisaraveldið sundur, og laut hver hluti sérstökum kon- ungi, en konungsætt Alexanders var aldauða. Hreinsun helgidómsins á því að vera lokið 2300 árum eftir 307 f. K., þ. e. 1994 e. K. Að ártal þetta sé rétt, er staðfest með því, að fagnaðar-útreiknigarnir sýna, að á árinu 1994 e- K. hefst fagnaðarhátíðin mikla, „endurreisnartími allra hluta", þ. e. þúsund ára ríkið í allri sinni dýrð.* Vel fer á því að svo sem lokaártal konungssalarins er 1953, svo er og hinsta ártal blinda loka- gangsins, og þar með alls niðurhallandi kerf- isins, 1994. Sýnir þetta að fyrirkomulag gönrlu skipanarinnar verður þá að fullu horf- ið, og þar af leiðandi, að þúsund ára ríkið verður þá að fullu rnyndað. Hreinsun helgi- dómsins stendur því yfir full 40 ár; frá árs- lokum 1953 og fram á árið 1994, og er það vígslutími þúsund ára ríkisins. Með öðrum orðurn: Á þeim tíma verður ísrael að fullu skírður og búinn undir guðdómlegar skyld- ur þær, sem honurn cru ætlaðar í þúsund ára ríkinu. Helgidómurinn mun og verða hreinsaður í öðrum skilningi. Falstrúarkenn- ingum og röngum vísindalegum skoðunum, sem stríða gegn orði Guðs og sönnum vís- indalegum staðreyndum, verður útrýmt, og sannleikurinn opinberast. Við þennan tíma er átt í 20. kap. Opinberunarbókarinnar, þar sem talað er um að binda Satan. Það ætti og að hafa hugfast, að þúsund ára ríkið er háð lögmálum og tímamörkum cins og öll önnur löng spádómstímabil. Vígslutími þúsund ára rikisins er frá 1953 e. K. til 1994 e. K., og þúsund árum síðar er samsvarandi takmarka tímabil, nákvæm- lega jafnlangt, eða frá 2953—2994, og í Biblíunni er það nefnt „stutta tímabilið", * Hjá ísraelsmönnum fornu var fagnaðarárið alltaf næst á eftir hvíldarári. Sögulegar hcimildir eru fvrir því, að árin 164—163 f. K., 38—37 f. K. og 68—69 e. K. voru hvíldarár. Væru hvíldarárstíma- hil þessi enn við liði, myndi árið 1993—1994 vera hvíldarár, og er þá vcl við hæfi, að árið eftir, 1994 —1995, sé fyrsta ár fagnaðartímabilsins mikla, þús- und ára ríkisins. Tímabilið milli núverandi árs (1945) og upphafs þúsund ára fagnaðarins rnikla, er nákvæmlega eitt fagnaðartimabil, 49 ár. Þetta ártal, 1945, er og áberandi þáttaskipta tímabil í hinum 13 3 5 dögum í spádómi Daníels: „Sæll er sá, sem þolugur þreyr og nær eitt þúsund þrjú hundruð þrjátíu og fimm dögum“. 10 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.