Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 13

Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 13
er lokaprófanirnar og hreinsunin fari frarn, og upprisa mannkynsins verði fullkomnuð, og heiminum veitt ævarandi gæfa, „er þar muni hvorki verða frarnar dauði né sorg né grátur né nokkurs konar þjáning; því hið fyrra verður horfið og Guðs vilji verður gerð- ur svo á jörðu sem á himni, og bæn Drottins verður þannig uppfyllt.“ (Sjá mynd, bls. 40.) Efri og stærri upprisusalur Pýramidans er gerður einvörðungu úr graniti og táknar hina æðri og rneiri upprisu; „fyrri upprisuna", upprisu þeirra heilögu og hinnar sönnu kirkju, sem uppreist ér í „líkingu af upp- risu hans“, hátt ofar englum, tignum og völdum, og öllum nöfnum, senr nefnd eru að sitja eigi hjá Kristi í hásæti hans. Neðri „upprisusalurinn“, drottingarsalurinn, er ein- göngu úr kalksteini, er því jafn auðsætt, að hann táknar hina lægri eða almennu upp- risu mannkynsins, sem fullkomnuð verður í lok „allsherjar endurreisnarinnar“ og setur kórónuna á hana. Biblían segir: „Hann skal ríkja, unz hann hefir lagt alla óvinina undir fætur hans. Dauðinn er síðasti óvinurinn, sem tortímast skal.“ Hún segir að ríki hans með hinum heilögu eigi að vara í 1000 ár. Tímabil þetta er, í Pýramidanum, sýnt frá tveimur ólíkum sjónarmiðum. Við lok niður- hallandi ganga- og sala-kerfisins er á mjög vel viðeigandi hátt sýnt, að þetta er tíð hinstu aðgerða gegn sorg, synd, þjáningu og dauða — uppræting þess —, þar sem kerfið endar að fullu í blinda lokaganginum. Þessi hinsti, blindi endi í niðurhallandi-kerfinu er innsta (þ. e. syðsta) takmark allra ganga- og sala-kerfanna, og lóðréttur flötur á hann markar fjarstu takmörk á tímaskráningu Pýramidans og sýnir lokaártalið, bæði eftir hinum almenna mælikvarða — þumlungur = ár — og eins eftir mælikvarða þeim, er notaður er á innskotin — þumlungur = mánuður —. Ártöl þessi ákveða þannig tak- markapunktana; þ. e. upphaf og endi loka- þáttarins í eyðingu vonzku og dauða. Á mælikvarða þeim, þar sem þumlungur er á móti mánuði, er lokaártalið 1994, en sam- kværnt hinum mælikvarðanum, þar sem hver þumlungur táknar ár, er lokaártalið 2994 og ei tímabilið þannig 1000 ár. Það kemur strax í ljós, að þetta er nákvæmlega í samræmi við Biblíuna, sem kennir, að 1000 ár muni þurfa til þess að uppræta hið illa og að lok- um dauðann sjálfan. Því mun og veitt at- hvgli, að ártölin, sem þarna birtast, eru ná- kvæmlega þau sömu og opinberuð eru í tímatali Biblíu-spádómanna, þ. e. 1994— 2994. Það skyldi vandlega athugað, að í lægsta hlutanum af gangakerfi Pýramidans er tímatal þúsund ára ríkisins sýnt sem at- burðarás (Gereyðing hins illa og uppræting dauða), en er ekki birt með stærð ganga eða sala — vegna þess að þúsund ára ríkið sjálft var aldrei unnt að sýna í neðanjarðarkerfinu, sem táknar ríki djöfulsins. Allt það, sem liægt var að sýna, og sýnt er í þessum hluta, eru áhrif þúsund ára ríkisins á verk djöfuls- ins. En í efra kerfi Pýramidans er þúsund ára ríkið sýnt, svo sem bezt hæfir, með fögr- um og rúmgóðum sal — drottningarsalnum; og táknmál hans sýnir fagurlega dýrð við- reisnarinnar, upprisuna og eilífa lífið, en stærðin opinberar tímatalið, sem þar á við. Drottningarsalurinn vegur nákvæmlega salt á miðlínu Pýramidans frá austri til vesturs, svo að hárisið, í miðju rjáfrinu, þar sem ris- fletirnir frá göflum salarins mætast, liggur nákvæmlega eftir miðlínu Pýramidans og þráðbeint undir háhvirflinum á tindsteini Pýramidans. Táknar þetta, að tilgangur þús- und ára ríkisins er að koma á fullkomnu jafnvægi og algeru samræmi við hinn upp- hafna Krist. Það er mjög vel viðeigandi nafn, sem not- að er urn drottningarsalinn, þegar vikið er að honum í fornum egypzkum textum, er hann þar neíndur tunglssalurinn, þar sem DAGRENNING II

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.