Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 18
um tímatal. Innri gerð Pýramidans er upp-
dráttur húsameistara. Húsameistarinn er
hinn almáttugi sjálfur. Uppdrátturinn er
hinn guðlegi uppdráttur af öldunum. Guð
vill að vér treystum sér skilyrðislaust og við-
urkennum Pýramidan hans nákvæmlega eins
og hann lét reisa hann.Guð mun engarþakk-
ir gjalda oss fyrir að bæta kænlegu skrauti
voru við teikningu hans, teikningu, sem þeg-
ar er fullkomin og allt í senn:: blátt áfram,
flækjulaus og óbrotin, og eigi að síður ótví-
ræð, tignarleg og mikilfengleg, — einmitt
svo senr vér getum búizt við af opinberun
Guðs til barna hans.
Það er skylda vor að láta hinn guðinn-
blásna Pýramida fræða oss á þann hátt, að
vér skiljum hann samkvæmt því, hvernig
hann er gerður, án þess að bæta þar heima-
gerðum rúmfræðilegum aukum vorurn fram-
an við upphaf og aftan við lok ganganna og
salanna til þess að fá út ártöl, sem eru sam-
hljóða kennisetningum vorum um tímatal,
sem vér æskjurn eftir að setja á Pýramida
Guðs. Það er auðsætt, um mælikvarða þá,
sem ætlaðir eru til tímaákvörðunar, að sama
mælikvarða verður alltaf að nota alls staðar
í þeirn hluta, sem hann á við. Það er alger-
lega samhengislaust, ef breytt er að vild um
mælikvarða í miðjum gangi eða sal. í þessari
litlu bók ræðum vér einkum um þá grein-
ina, sem mynduð er af lárétta ganginum og
drottningarsalnum, og við mælingu á henni
hefir einn flokkur alkunnra pýramidaskýr-
enda gerzt svo djarfur að breyta um tíma-
mælikvarðann í miðjum drottningarsalnum;
með öðrum orðum, frá innganginum og
miðja vegu yfir gólfið er einn mælikvarði
notaður, en frá rniðju gólfi og yfir að veggn-
um andspænis er notaður annar gerólíkur
mælikvarði! Þess háttar aðferðir hefðu aldrei
átt að fá byr í seglin. Auk þessa er það kenn-
ing þessara sömu pýramidaskýrenda, að þús-
und ára ríkið, dýrðlegasta tímabilið í allri
liinni guðlegu áætlun, sé alls ekki táknað í
Pýramidanum, með nokkru af göngum hans
og sölum, og spádómar Pýramidans nái ekki
lengra en til ársins 2001 e. K. (aðeins 56 ár
fram i tímann). Sagt er að ár þetta sé hið
hinsta í 6000 ára löngu tímabili og upphafs-
ár nýrrar aldar í hinni guðlegu áætlun, og
ætti því að vera mjög áberandi bent til þess
í mannvirkinu, með upphafi eða enda gangs
eða salar, en jafnvel því er svo farið, að eina
sönnunin, sem fram er borin, til þess að fá
þctta fyrirfram ákveðna ártal til að koma í
Ijós í göngum eða sölum Pýramidans, er
hugsuð lína, sem dregin sé gegnurn miðju
tveggja hellusteina (granit-laufsins) i forsaln-
um, og til þess að fá þetta þráða ártal, 2001,
á sérstaka þumlungs-mánuðar innskots mæli-
kvarðann, hefir samtímis verið gripið til þess
úrræðis, að sjóða sarnan ímyndaðar rúm-
fræðimvndir, sem ná inn í fastan múrinn 48
fet inn fyrir konungssalinn, þar sem alls
engir gangar eru til! Þessar ímynduðu rúm-
fræðimyndir ná meira en 7 fetum aftur fyrir
lóðréttan flöt á allra innstu takmörk alls
gangakerfis Pýramidans, blinda lokaganginn
handan við neðanjarðarhellinn! Þetta fyrir-
fram ákvarðaða ártal, 2001, var fundið með
því að trúa því, að Adarn hefði verið skap-
aður 4000 árum f. K. og bæta síðan við,
samkvæmt gamalli erfðavenju, 6000 árum
til þess að finna lokaár görnlu skipanarinnar
og upphaf þúsund ára ríkisins. Sannleikur-
inn er sá, að 4000 f. K. og 2001 e. K. eru
hvort tveggja ártöl, sem alls ekki eru rnörkuð
í Pýramidanum; þess vegna hefir verið grip-
ið til þess að finna upp ósannar, rúmfræði-
legar myndir, sem fara langt úr fyrir tak-
mörk ganganna og salanna í báðar áttir, til
þess að reyna að setja þar inn þessi fyrirfram
ákveðnu ártöl. Til þess að finna árið 4000
f. K., ern þessar ímynduðu rúmfræðimyndir
látnar ná út fyrir grundvöll Pýramidans, og
því nær 60 fet út í eyðimörkina umhverfis
16 DAGRENN I NG