Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 35
Tímatal guðlegu aldanna
DROTTNI sem þúsund ár og þúsund ár
sem einn dagur“. Þess vegna byrjar fyrsti
1000 ára dagurinn, eftir að maðurinn er
skapaður á jörðinni, samtímis því sem hinn
mikli sjötti dagur sköpunarinnar endar, en
það er nokkru eftir að maðurinn kemur til
jarðar, því að maðurinn var skapaður á hin-
urn sjötta langa degi, og þó tiltölulega nærri
kveldi hans, þar sem hann var síðasta jarð-
neska sköpunin á þeim degi. Þess verður
vitanlega að gæta, að þessir löngu „dagar“
sköpunarinnar eru margfalt lengri en 1000
ára „dagamir“.
Þessi atriði láta oss i té undursamlegan
prófstein, til þess að reyna með nákvæmni
alls tímatals mannanna um aldaraðirnar. Vér
höfum fært sönnur á, að þúsund ára ríkið
er áttundi þúsund ára dagurinn, og er þá
auðvelt reikningsdæmi að finna ártölin á
liinum þúsund ára dögunum allt til fyrsta
dagsins. Vér vitum, að dögun fyrsta 1000 ára
dagsins er við lok annars miklu lengri dags
guðlegrar jarðsköpunar, og hún er nokkru
eftir að Adanr var skapaður, af því leiðir, að
frá sköpun Adams eru eitthvað meira en
átta þúsund ár til upphafs þúsund ára ríkis-
ins. Staðfesta ártölin, sem vér höfum til-
greint í tímatali voru, þetta? Ef svo er, þá
fáum vér þar samfellda sannanakeðju fyrir
því, að tímatalið er hárétt. Vér komumst
að því að sköpunarár Adams er 5394 f. K.
og þúsund ára ríkið endar 2994 e. K. Tíma-
bilið milli þessara træggja ártala er 8387 ár
(5394+2994—1 = 8387) og staðfestir það
nákvæmi tímatalsins. Áttunda 1000 ára deg-
inum lýkur 2994 e. K. Fyrsti 1000 ára dag-
urinn hefst þess vegna nákvæmlega 8000 ár-
um áður eða 5007 f. K. (8000 — 2994+1 =
5007). Adam er þá skapaður 387 árum áður
en hinum mikla sjötta degi sköpunarinnar
lýkur. (5394—5007=387). Er vér gætum
þess, að hinn mikli sjötti dagur sköpunar-
innar er óralangt tímabil árþúsunda margra,
þá eru 387 smámunir einir í samanburði við
það. Adam er því skapaður, þegar hinn mikli
sjötti dagur er að kveldi kominn, svo sem
segir í upphafi fyrstu bókar Móse. Sjá mynd-
ina hér að ofan.
DAGRENNING 33