Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 41

Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 41
störf, ella er hætt við að rangar hugmyndir þróist, þ. e. að pýramidaálnirnar séu aðeins hugsaðar og eigi einvörðungu við Pýramid- ann til þess að búa þar til vísindalegar og tímatalslegar heimildir. Það verður hins veg- ar að vera fyllilega skilið, að helga alinin var guðinnblásin mælieining, sem forfeðrum Hebrea var gefin; liún var nákvæmlega tí- milljónasti hluti af lengd skautgeisla jarðar og eigi að síður var mönnum algerlega ókunnugt um rétta stærð og lögun jarðar á þeim tíma. Frá einu sjónarmiði er litli „forsalurinn“ teiknistofa Pýramidans mikla. Þar er sýndur skyldleikinn, sem er milli þessara tveggja mismunandi álna, og á því, sem þar er opin- berað, er hægt að sjá, hvernig almenna egypzka alinin var leidd af þeirri eldri, helgu alininni. Lengd forsalarins er jöfn þvermáli árshrings; þ. e. hrings, sem er jafn margir pýramidaþumlungar að nmmáli, eins og dag- ar eru margir í sólarári, 365,242. (Lengri alinin eða helga alinin er 25 pýramidaþuml- ungar.) Árhring þessum er breytt í ferhyrn- ing, sem er nákvæmlega jafn að flatarmáli, myndar endi austurveggsins suðurhlið fer- hyrningsins, og granit-hluti gólfsins grunn- línuna. En liliðar þessa ferhyrningsings eru hver um sig nákvæmlega fimm almennar egypzkar álnir. Sakir þessa beina, stærðfræðilega skyld- leika milli lengri álnarinnar og þeirrar al- mennu, er auðvelt að skrá allar mælingar Pýramidans, hvort heldur sem er með ann- arri alininni eða þeim báðum — og verða niðurstöðumar þá einkar athyglisverðar. Öll lengd hliðarinnar á Pýramidanum fullgerð- um, eins og sést að hinir fornu mannvirkja- meistarar hafa mælt fyrir suðurhlið Pýramid- ans, er 365,242 lengri álnirnar (sem pýra- midafræðingar hafa allt til þessa venjulega nefnt pýramidaalin), en talið í almennum álnum er það 443,113, en það eru sömu tölustafirnir eins og í sínus Krists-hornsins (0,442113). Ummálið allt er hins vegar 36524,2 pýramidaþumlungar (en það er daga fjöldinn í einni öld). Það er sama sem 1772,453 almennar álnir og eru þar tölu- stafirnir í kvaðratrótinni af pi (= 1.772453). Flatarmál gólfsins í konungssalnum er ná- kvæmlega 200 ferhyrningsálnir almennar og er það réttur einn fimmti hluti af egypzkri ekru. Egypzka ekran er, á hinn bóginn ná- kvæmlega 400 sinnum stærri en flatarmál ferhyrningsins í forsalnum. Eru þetta aðeins fá dæmi, og er það eigi ætlun var að fara nánar út í fræðileg atriði í þessari litlu bók. Það hefir þegar verið sagt nægilegt til þess að sanna, að í uppdrætti Pýramidans eru tvenns konar álnir; lengri alinin (sem hingað til hefir venjulega verið kölluð pýra- midaalinin) og almenna alinin. Flest þeirra atriða, sem nefnd hafa verið hér að framan, hafa verið kunn í mörg ár; en það, sem ný- lega hefir komið í Ijós, og mest er um vert, eru þau mikilvægu andlegu sannindi og tímaskráning sú, er opinberast með því að nota almennu alinina við mælingar á pýra- midanum, og hefir það opnað algerlega nýj- an vettvang í pýramidafræði. Þar sem mæl- ingar með almennu alininni og lengri alin- inni grípa hvor inn í aðra, hefir þetta auk þess stundum orðið til þess að útkljá deilu- atriði. T. d. er á þann hátt hægt að taka af öll tvímæli um það, að æfi Krists á jörðu hér hefir verið 33I/2 ár og þjónustutími hans 31/2 ár, eins og vér hingað til höfum stað- hæft samkvæmt lengri alininni einni saman. Enginn efi er á því, að þessi nýja upp- götvun opnar oss dyr, sem áður hafa verið harðlokaðar. Egyptalandsfræðingar hafa ver- ið tregir til þess, í heild, að viðurkenna upp- götvanir pýramidafræðinganna, og er það að nokkru leyti vegna þess, að þeir hafa ekki viljað viðurkenna „pýramida-alinina“, sem þeir héldu að væri hugsmíði ein, en nú er DAGRENN I NG 39

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.