Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 20

Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 20
vér nú ætlum að finna, ef unnt er, hið rétta sköpunarár Adams, þá liöldum vér áfrarn ná- kvæmri sundurgreiningu á tímanum frá Abraham til Adarns. Meiri hluti hinna alkunnu fornu þjóð- flokka, svo sem Egyptar (Mizraimítar), Kan- aanítar, Babýloníumenn, Assyringar o.s.frv., er upp runnin í tímabilinu fyrir daga Abra- harns, eins og frá er skýrt í fyrstu bók Móse 10. kap., og tímatal það, sem að því lýtur, er fengið úr ættartölunum í fyrstu Móse- bók. Samkvæmt viðhorfi Biblíunnar, hefst tímabil þetta er flóðinu lýkur og endar við dauða T'ara, föður Abrahams, en hann dó í ITaran, er hann var á ferð með Abraham frá Úr í Kalden til Kanaanslands (Móse I n. 31—32)- Biblían segir, að Abraham hafi verið 75 ára, er hann hélt för sinni áfrarn frá ITaran til Kanaanslands (Móse I. 12. 4), eftir að hann liafði búið í ITaran, unz faðir hans var látinn (Post. 7. 4.). Abraham kom til Kan- aanslands í marzmánuði 1923 f. K., og á þeim dögurn hefir verið nokkurra vikna ferð frá ITaran til Kanaanslands. Það hefir því verið um veturinn 1924—1923 f. K., sem Abraham fór frá Haran, að föður sínum látnum. í fyrstu bók Móse, 11. kap. er ættarskrá eða ættföðurleg konungaskrá, sem nær yfir tímabilið frá flóðinu til dauða Tara. Tvenns konar skoðanir eru ríkjandi um þann háa aldur, sem þar er talinn á ættfeðrunum. Önnur er sú, að hver einstakur ættfaðir hafi náð óvenjulega háum aldri vegna þeirra skil- yrða, sem þeir áttu við að búa í óra fymd, en hin skoðunin er, að þessi hái aldur eigi við konungaættir, sem nefndar hafi verið eftir þeim, er stofnaði ríkið, og aldur ættar- innar talinn frá fæðingu hans. T. d. er ætt- artalan nefnir Eber eða Heber, ættföður Hebreanna (Móse I 11, 16—17) þá sé átt við ætt Ebers og „aldur Ebers“, þegar Peleg fæðist (16. vers), sé árafjöldinn trá því ætt- faðirinn Eber fæddist og þangað til Peleg fæddist, er svo var stofnandi Pelegs ættar- ríkisins, en allur aldur Ébers, sem getið er um í ] 7. versi, sé aldur Eberættarinnar, og sérhver ný ætt hafi þannig verið „klofning- ur frá fyrirrennaranum“ og hafi því venju- lega verið nokkrir ættarhöfðingjar við völd samtímis og hver um sig ráðið yfir ættflokki sínum eða hóp af ættflokkum. Samkvæmt þessarí síðarnefndu skoðun hefði þá Eber- nafnið gengið í erfðir frá föður til sonar, unz ættin hefði liðið undir lok, og á sama hátt hefði Peleg-nafnið gengið frá föður til sonar, þangað til ættina þraut og sá síðasti Peleg dó; væri þetta þannig, þá virðist svo sem Ijósari yrði þýðing orðanna í Móse I 6. 9: „Nói .... var fullkominn meðal kynslóða sinna.“* ITins vegar myndi þessi konungs- nöfn ekki á nokkurn hátt hafa verið því til hindrunar, að hver einstaklingur hefði auk þess sjálfstætt heiti. Það hefir engin áhrif á tímatalið um þetta levti, hvort af þessum tveimur sjónarmiðum til þessara löngu æfa er talið réttara, vegna þess að hvora skoð- unina sem menn aðhyllast, eru þeir sam- mála um, að tímabilin, sem nefnd eru, séu reiknuð frá fæðingu ættfeðranna, hvers um sig. í fyrstu bók Móse er sagt frá aldri ætt- feðranna, og er ekki tilgreindur sami ára- fjöldi í öllum þýðingunum þremur, (1.) þeirri massaretisku, sem farið var eftir við þýðingu viðurkenndu og endurskoðuðu ensku Biblíunnar, (2.) Sjötíu manna þýðing- unni og (3.) þeirri hebresku, samaritisku. Nú er úrlausnarefnið að finna rétta aldur- inn. Taflan á 19. bls. sýnir árafjöldann frá fæðingu sérhvers ættföður til fæðingar þess næsta, eins og hann er talinn í þessum þrem- * Eftir ensku Biblíunni. (ísl. Biblian: „Nói var . . . vandaður á sinni öld.“) — Þýð. 18 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.