Dagrenning - 01.08.1951, Side 7
var ritað og þar til olíudeilan hófst, en hún er
upphaf hinna beinu afskipta Rússa af Persíu,
sem enda — eins og áður er sagt — á þann
veg, að innan 24 mánaða verður Persía öll
rússneskt leppríki.
Þessari þróun getur hvorki hinn „sérlegi
sendiherra", Averill Harriman, afstýrt né neinn
annar. Hitt er ekki óiikiegt, að hann sé verk-
færi í hendi æðri máttarvalda til þess að fram-
kvæma mikilvæga ákvörðun.
*
I tilefni af kröfu persnesku stjómarinnar um
að Bretar hyrfu með öllu frá Persiu og hinni
svokölluðu „þjóðnýtingu" olíulindanna þar,
skrifar brezki blaðamaðurinn John Gordon grein
í Sunday Express 3. júlí s. I., sem heitir „Rétt-
um úr okkur". Hann segir þar m. a.:
„Vér höfum nú hlotið þá niðurlægingu, sem
endast mun oss hcilan mannsaldur. Lítum á
þau met sem Morrison og félagar hans hafa
sett i því efni, síðan þeir tóku við stjóraartaum-
unura:
Metin eru þessi:
„Farúk heimtar oss burt úr Egiptalandi.
Chiie heimtar oss rekna burt af Suðurskauts-
svæðinu. Franco heimtar að vér hverfum frá
Gibraltar og loks hefir nú vesalingurinn Syng-
man Rhee farið svívirðingar og móðgunarorð-
ur um herdeildir vorar I Kóreu án þess að stjóra
vor hafi svo mikið sem gert tilraun til mót-
mæla.
Það má segja, að nú sé svo komið, að það
j fyrirfinnist varla lengur í heiminum nokkur
þjóð, vinveitt eða óvinveitt, sem ekki telur það
sjálfsagt mál að vera öðru hvoru að sparka i
okkur. Það er þess vegna engin furða þó jafn
mikilli merkisþjóð og Persum þyki ástæða til
að taka þátt í þeim Ieik.
En ef vér eigum ekki að fara í hundana fyrir
fullt og allt er nú kominn tími til að breyta
um stefnu og svara þessum auðvirðilegu móðg-
unum á viðeigandi hátt.
Vér skulum segja Persum með viðeigandi
orðum og viðeigandi áherzlu og þannig, að það
verði ekki misskilið, að ekki geti komið til mála
I að þeir snerti með minnsta fingri olíustöðvar
vorar í Abadan.
Ef einhverjar ástæður gera það nauðsynlegt
að breyta þeim samningum, sem vér nú höfum
ber að athuga það að réttri samningsleið og
án þess nokkurri kúgun sé beitt, en gera þeim
jafnframt fullkomlega ljóst að það, sem vér
ætlumst fyrir, sé að verja þá samninga, sem
vér höfum og þær eignir, sem vér eigum þar,
með öllum þeim vopnum, sem vér getum ráðið
yfir, ef á þarf að halda.“
Þegar nú andrúmsloftið var orðið svona í
Bretlandi fór jafnaðarmannastjórain að láta á
sér bæra. Eftir ótal gagnslausar orðsendingar
fram og aftur sendi hún loks herskip á vett-
vang og hafði tiltækt fallhlífalið á næstu
grösum.
Ihaldsflokkurinn brezki lýsti yfir, að hann
teldi sjálfsagt og tímabært að beita hervaldi til
að halda olíuréttindunum í Persíu. Nú fór að
koma vomur á persnesku stjórnina. Hún sá,
að skipting landsins milii Rússa og Breta var
yfirvofandi, ef lengra yrði haldið. En Rússar
vilja heldur fá alla Persíu eftir eitt ár en helm-
ing hennar nú. Þess vegna fara þeir sér hægt
á yfirborðinu, en blása þeim mun meira að glæð-
unum meðal almennings. Þeirra takmark er:
Burt með Breta og Bandarikjamenn úr löndun-
um fyrir botni Miðjarðarhafs, því þá eru þau
kommúnismanum auðtekin bráð.
III.
Vafalaust eru þeir margir, sem finnst jafn-
aðarmannastjórain brezka ámælisverð fyrir af-
stöðu sína bæði I þessu efni og öðrum. Bretar
finna það vel, að þeir eru ekki lengur það stór-
veldi, sem þeir áður voru, þegar þeir gátu
bæði í krafti auðæfa sinna og herbúnaðar boðið
byrginn hvcrjum sem var. Þeir finna nú, að
tengsl þeirra við Indland eru raunverulega rof-
in, það er aðeins nafnið tómt sem eftir er. Þeir
finna einnig að sömu leiðina eru nú að fara
völd og virðing þeirra meðal Arabarikjanna,
sem þeir hafa komið á fót og hjálpað til
sjálfstæðis.
Að vonum svíður Bretum þetta sárt. Þeir
finna glöggt hve háðir þeir eru orðnir Banda-
rikjamönnum og metnaður þeirra krefst þess,
að þeir haldi sig að öllu tii jafns við fyrsta
flokks stórveldi vorra tíma.
En það er eins og hvorki Bretar né Banda-
rikjamenn skilji þá þróun í alþjóða stjórnmál-
um sem fram er að fara. Og ástæðan fyrir því.
DAGRENNING 5