Dagrenning - 01.08.1951, Síða 9

Dagrenning - 01.08.1951, Síða 9
JÓNAS GUÐMUNDSSON: Er þímgræSíS a8 verSa stjórnarform? Grein þessi er erindi það, sem ég flutti á s. 1. vetri við umræður um stjórnarskrármálið i Stúd- entafélagi Reykjavíkur, og síðar, lítið eitt breytt, á Þingvallafundi um stjórnarskrármálið. Rétt þykir að hún birtist i þessu riti, sem einskonar framhald og viðauki við grein mína „Stjórnarskrármálið", sem birtist í 29. liefti Dagrenningar. /. G. Hugmyndir manna um stjórnskipunarlög almennt, þýðingu þeirra og gildi, eru mjög á reiki. Fæstir gera sér þess fulla grein, að megintilgangur allra stjórnskipunariaga er sá fyrst og fremst, að kveða skýrt á um skiptingu þjóðfélagsvaldsins rnilli þeirra stofnana, sem með það eiga að fara, en sú skipting segir al- veg til um, hvaða stjórnskipan hvert ríki býr við. Það er skipting þjóðfélagsvaldsins, sem segir til um það, hvort eitthvert ríki er ein- ræðis- þingræðis- eða þjóðTæðisríki. Stjómskipan vestrænna þjóða byggir á þrískiptingu þjóðíélagsvaldsins, í löggjafar- vald, framkvæmdarvald og dómsvald. Og því betur, sem þessir þættir eru greindir hver frá öðrum, því meiri trygging er fyrir því, að þegnamir njóti laga og réttar — að ríkið sé réttarríki. En því meira, sem þessum greinum þjóðfélagsvaldsins er blandað saman, eða þær komast meira og meira á eina hönd, því meiri hætta er á, að einveldi í einhverri mynd kom- ist á, og ríkið hætti þar með að vera réttarríki. Vér, sem gengið höfum í Stjómarskrár- félögin lítum svo á, að umræður þær um stjórnarskrá fyrir íslenzka lýðveldið, sem fram hafa farið til þessa, hafi ekki snúist um aðal- atríði stjómaiskiáimálsins heldui aukaatiiði þess, mismunandi mikilvæg að vísu. Vér lítum svo á, þegar ræða skal um stjórn- arskrána, að fyrsta spurningin, sem menn hljóta að bera fram, sé þessi: Hvaða stjóinaríyiiikomulag á að veia héi á landi í fiamtíðinni? Vér búunr nú við svokallaða þingbundna foisetastjóin, en eins og allir vita er stjórnar- skrá vor til orðin með þeim hætti, að hún var ekki ætluð til frambúðar, og reynslan hefur sýnt það greinilega, síðan 1944, að það fvrir- komulag, sem vér nú búum við, er vægast sagt stórgallað. Það, sem ég nrun nú ræða hér um aðallega, er hvort rétt sé, að þjóðin búi áfram við þing- ræði í einhverri mynd eða hún liverfi frá því og taki upp annað stjómarform, sem ætla mætti að tryggði betur frelsi og menningu landsmanna, en þingræði getur gert, og veitti jafnframt meiri tryggingu fyrir starfhæfri rík- isstjórn, en Alþingi nú virðist megnugt, ef leggja má reynslu síðasta áratugs þar til grundvallar. Það er öllum kunnugt, að nú á dögum eru ekki til nema þijú aðalstjórnarform, sem stjórnskipan allra landa er á einhvern hátt af- brigði af. 1. Einiæði kallast það stjórnarform þegar allt þjóðfélagsvaldið — löggjafarvald, frarn- kvæmdarvald og dómsvald — er sameinað á eina hönd hjá einum einvöldum þjóðhöfð- DAGRENNING 7

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.