Dagrenning - 01.08.1951, Side 13
einræðisskipulagið. Iiins vegar er oss ljóst,
að undir þjóðræðisskipulagi er varðveitt bet-
ur en undir öðrum skipulagsformum sú þrí-
skipting ríkisvaldsins, sem liggur til grund-
vallar fyrir þjóðskipulagi allra menningar-
ríkja vorra tíma, en sem víða er nú að hverfa
fyrir vaxandi einræði.
Vér teljum því, að stefna beri að því hér
hjá oss, að skilja framkvæmdarvaldið frá lög-
gjafarvaldinu og fela þjóðkjörnum forseta
allt framkvæmdarvaldið í hendur, og að
hann sé annaðhvort stjórnarformaður sjálf-
ur eða skipi ráðuneyti, sem fer með fram-
kvæmdarvaldið, óháð þinginu.
*
í samræmi við þessa skoðun, höfum
vér sett fram hin 5 höfuðatriði, sem vér telj-
um að skipti meginmáli að taka afstöðu til,
áður en lengra er haldið í endurskoðun
stjómskipunarlaganna.
Þessi atriði hafa áður verið rædd nokk-
uð, en rétt er að rifja þau upp í aðalatriðum
aftur.
Fyrsta atriðið er þetta
Þjóðkjörinn forseti skipi án afskipta Al-
þingis, ráðuneyti, sem fer með stjórn ríkis-
ins á ábyrgð forseta ákveðið tímabil. Þetta
er höfuðatriði stjómarskiármálsins, og þess-
vegna það, sem raunverulega skiptir öllu
máli. Ýmsir ætla þó, að hjá oss íslending-
um mundi það form reynast betur, að láta
þingið kjósa ríkisstjómina, eins og í Sviss,
en afnema rétt þess til að breyta henni allt
kjörtímabilið, afnema þingrofsvaldið og
krefjast þess, að ráðherrar séu utan flokka
meðan þeir eru í ríkisstjóm og gegni ekki
neinum flokkslegum trúnaðarstörfum. Per-
sónulega held ég, að þetta fyrirkomulag
mundi gefast verr hér, en hrein aðgreining
löggjafar og framkvæmdarvalds.
Annað atriðið er, að AJþingi eitt hafi allt
löggjafarvald. Forsetar þess hafi milli þinga
rétt til að setja bráðabirgðalög að beiðni
ríkisstjórnarinnar, en þingrofsvald forsetans
hverfi.
Þegar framkvæmdarvald og löggjafarvald
hefir verið aðskilið er eðlilegt að horfið sé frá
þingrofi og þing sitji allt kjörtímabilið. Þing-
rof þekkist ekki hjá ýmsum þjóðum, svo sem
Svisslendingum, Norðmönnum, Bandaríkja-
mönnum og fleiri þjóðum, og gefst sú skipan
síst ver en þar sem þingrof er leyft.
Þriðja atriðið er, að skipan æðsta dómstóls
þjóðarinnar sé ákveðin í stjómarskránni,
þannig að hvorki framkvæmdarvaldið né lög-
gjafarvaldið geti breytt skipan hans, nema sú
breyting sé jafnframt stjórnarskrárbreyting.
Þetta er að vorurn dómi bæði þýðingarmik-
ið og sjálfsagt ákvæði.
Fjórða atriðið er það, að landinu verði skipt
í fjórðunga eða fylki, sem njóta nokkurrar
sjálfstjómar. Umdæmi þessi verði ákveðin
í stjórnarskrá ríkisins, en málefnum þeirra
að öðru leyti skipað með lögum.
Það er mjög áberandi nú hversu sjálfstæði
hinna einstöku byggðarlaga fer síminnkandi.
Svo má heita að flest meiri háttar verkefni
sýslunefnda séu nú frá þeim horfin, og
hrepps- og bæjarfélög eru svo ósjálfstæð og
umkomulaus, að þau eru ófær til allra fram-
kværnda nema með ríkisaðstoð. Ríkisábyrgð-
ir og ríkisstyrkir eru nú skilyrði fyrir því að
nokkurt sveitarfélag geti ráðist í nokkra
framkvæmd. Til hafnargerða þarf ríkisstyrk
og ríkisábyrgð, til vatnsveitna og rafveitna
þarf ríkisstyrk og ríkisábyrgð, til skólabygg-
inga þarf ríkisstyrk og stundum líka ríkis-
ábvrgð, til vegagerða og brúargerða þarf ríkis-
styrk og loks ber nú ríkið ábyrgð á marghátt-
uðum viðskiptum sveitarfélaganna, og nú
með síðustu breytingu á almannatrygginga-
lögunum er ekki ólíklegt að verulegur hluti
framfærslu óskilgetinna barna færist yfri á
ríkissjóðinn hvað þá annað. Þannig má segja,
að sjálfstæði sveitarfélaganna sé að gufa upp.
DAGRENNING 21