Dagrenning - 01.08.1951, Page 15
ur á þingræðinu, og afstaðan til þessara til-
lagna fer svo eftir því hvort flokkur sá, sem
í hlut á, telur það betra eða verra fyrir stund-
arhagsmuni sína, að tillagan næði fram að
ganga.
Ljóst dæmi þessa er deilan um kosninga-
fyrirkomulagið og kjördæmaskipunina, sem
ávalt verður aðalatriðið þegar hér á landi er
rætt um stjórnarskrána. Enginn neitar því,
að þetta eru hvorttveggja þýðingarmikil at-
riði. En þó fer gildi þeirra mjög eftir því
hvort stjórnarskráin gerir ráð fyrir aðgreindu
framkvæmdar- og löggjafarvaldi, eða hún
gerir ráð fyrir þessu valdi sameinuðu í hönd-
um þingsins. Annars vegar standa þeir, sem
ætla að allt batni við það, að upp verði
tekin eintóm einmenningskjördæmi, en hins
vegar þeir, sem telja sem víðtækastar hlut-
fallskosningar allra rneina bót. En sannleik-
urinn er sá, að hvorttvegg/a sjónarmiðið er
rangt. Vor eigin reynsla er þar ólýgnust.
Vér höfðum hér eintóm einmennings- og
tvímenningskjördæmi, og þau voru upphaf-
lega miðuð að mestu við fólksfjölda. En þess
var ekki gætt að brevta þeim og fjölga þeim
eftir því sem fólkið fluttist til í landinu og
fjölgaði, og þar kom, að misréttið varð með
öllu óþolandi. Engir eiga því meiri sök á því
en þeir, sem stóðu fastast gegn upptöku ein-
menningskjördæmanna þá, og vildu við-
halda því ranglæti, sem þá hafði skapazt.
Á Alþingi 1931 var borið fram frumvarp
um að gera tvo nýja kaupstaði að sjálfstæð-
um einmenningskjördæmum — Siglufjörð
og Neskaupstað — en Framsóknarflokkur-
inn — flokkur einmenningskjödæmanna —
lagðist eindregið gegn þeirri breytingu og
rauf Alþingi þá, m. a. vegna þessarar sjálf-
sögðu kröfu. Það var einnig staðið þverlega
gegn skiptingu húmenningskjördæmanna í
einmenningskjördæmi, sem oft var ympr-
að á, af því, að sá þeirra flokka, sem hafði
meiri hluta í tvímenningskjördæminu, sem
skipta átti, lagðist ávallt gegn slíki skiptingu
af eiginhagsmunahvötum. Afleiðing þessarar
andstöðu hlaut að verða krafan um stærrikjör-
dæmi og hlutfallskosningar. Þessi deila end-
aði með uppbótarþingsætunum og hlutfalls-
kosningum í tvímenningskjördæmunum eins
og kunnugt er. í öllum þessum átökum réði
ekkert heilbrigt heildarsjónarmið, heldur að-
eins þröng flokkasjónarmið, sem ekkert hirtu
um hverjar afleiðingarnar yrðu af þessum
aðgerðum. En reynslan sýnir einnig annars
staðar, að það er alveg sama hvort kerfið er,
einmenninngskjördæmi eða hlutfallskosn-
nigar, ef engin giögg aðgreining er íögg/afar
og framkvæmdarvalds. Stjórnmálaflokkarnir
grípa ávalt til þess óyndisúrræðis að hringla
með kosningafyrirkomulagið og kjördæma-
skipunina hvenær sem þeir telja sig hafa
pólitískan hag af því, eða telja sig í hættu
stadda.
Nærtækasta dærnið í því efni er Frakk-
land. Fvrir styrjöldina voru eingöngu eni-
menningskjördæmi í Frakklandi. Sú skipan
gafst þar ekki betur en svo, að ríkið hrundi
til grunna, sundurtætt, við fyrstu árás nasista
1940. Eftir styrjöldina voru teknar upp hlut-
fallskosningar, og þær reyndust þannig, að
kommúnistar urðu stærsti þingflokkurinn.
Nú var svo komið strax á fyrsta kjörtímabili,
að sýnt þótti að De Gaule og kommúnistar
mundu skipta þjóðinni í tvær höfuðfvlking-
ar og aðrir flokkar að mestu leyti hverfa. —
Jafnvel socialdemokratar, sem altaf hafa
verið stór flokkur þar í landi voru stórum
uggandi um hag sinn. Þess vegna greip
franska þingið til þess ráðs, að breyta enn
kosningafyrirkomulaginu til þess að reyna að
fyrirbvggja, að þjóðin skiptist í tvær and-
stæðar höfuðfylkingar milli kommúnista og
hreyfingar De Gaules. Má af þessu glögg-
lega sjá í hvert óefni þar er komið og hvert
öngþveiti framundan er, og spá mín er sú,
að þess verði ekki ýkja langt að bíða, að
DAGRENNING 13