Dagrenning - 01.08.1951, Qupperneq 30

Dagrenning - 01.08.1951, Qupperneq 30
vér svo vön, að vér gefum því næsta lítinn gaum. Hinar eldri stjömustöðvar urðu til, fyrst og fremst, til þess að fullnægja kröfum siðaðs mannfélags um fullkomið timatal, en síðar varð starf þeirra í þágu hagnýtra og óhagnýtra vísinda geysimargþætt og mikil- vægt og svo mun það verða á komandi öldum. Og til hvers eru þá hinar nýju stjörnu- stöðvar? Er þeim ekki ofaukið? Eiga þær — auk þess að taka fagrar myndir, mönnum til augnayndis — að safna þurrum fróðleik, ein- um saman, til þess að fylla stórar bækur há- um tölum — tölum sem fjalla um óræðar víðáttur himingeimsins, brautir hnatta og hnattakerfa og hraða þeirra í allar áttir, möndulsnúning og eðlisþyngd, efnafar og hitastig? Þessu rná að vísu svara játandi, því að ekki er hægt að ætlast til annars eða meira af þeim, sem vinna hin daglegu og sérhæfðu ‘ störf, þó að menn hafi fullkomnar vélar í þjónustu sinni. En ekki er þó öll sagan sögð. Ur því efni, sem þannig safnast, vinna stjam- fræðingar og aðrir, sem hafa mikla yfirsýn um tilveruna, og þeir leitast við að draga út úr þessu sundurleita efni samfellda þekk- ingu, svo að takast megi að gera víðtækar ályktanir um eðli alheimsins — uppruna hans og endalok. — Sumt af því sem lesa má úr stjömunum, umfram það sem tekizt hefir, mun hafa hagnýtt gildi fyrir mann- kynið í framtíðinni. En annað — og mest er þess eðlis — svalar áskapaðri fonátni manna og þekkingarþrá og er til skilningsauka þeim sem hugsa um stöðu mannsins í alheimnum. Meðal margs annars, sem menn fýsir að vita, og stjamfræðin kann að geta leyst, að sumu leyti á komandi tímum, er þetta: í. Hver áhrif hefir sólin á veðurfarið og um leið á afkomu mannkynsins frá ári til árs? 2. Hvað veldur ísöldum? Verður hægt að sjá þær fyrir? Stafa þær af breytingum á út- geislau sólar eða af rykskýjum, sem kunna að vera á vegi sólkerfisins um Vetrarbraut- ina? Eða valda þeim breytingar í sjálfu gufu- hvolfi jarðar eða breyttir hafstraumar? En þetta tvennt, síðasttalda, lýtur undir aðrar greinir. 3. Er sólin að kólna eða hitna eða stend- ur hún í stað? Á kjarnorkan þátt í útgeislan sólar? 4. Hvemig var sólkerfið skapað? Hve gamalt er það? Skapaðist það við samstarf þeirra náttúruafla, sem menn þekkja, eða nægir ekki það samstarf til þess að skýra upp- runa þess? 5. Hvaða líkur eru til þess að heimurinn farist, vegna árekstra við himinhnetti eða annað efni í geimnum? 6. Hve miklar líkur eru til þess að sólin breytist í nóvu — þ. e. nýja stjömu eða ný- stimi — sem myndi valda heimsslitum í sól- kerfi voru á svipstundu? 7. Hvemig er Vetrarbrautin til orðin — og vetrarbrautimar, systurkerfi hennar og hliðstæður í himingeimnum, líka nefndar stjamþokur og sveipþokur eða þyrilþokur og hvirfilpokur? Og hvenær skópust þær? Eru þær enn að skapast? 8. Er geimurinn tómur millum stjam- anna, að undanskildum örþunnum rykskýjum á stöku stað og enn þynnri móðu í nánd við miðflöt Vetrarbrautar — en þetta tvennt er sannreynt við athugun? Eða fæst nokkru sinni nokkur vitneskja um svonefnt geim- loft — inteistelhr gas? Er það yfir höfuð til? 9. Er það svo að vetrarbrautimar fljúgi burt frá Vetrarbraut vorri — og með því meiri hraða sem þær eru fjær oss í rúminu — eins og litrófið sýnir? Er þessi fallhraði til í raun og veru og hver er þá orsök hans? Eða er þetta sýndaihiaði, kominn fram vegna þess, að rúmið eða tíminn eða ljósið hafi ein- hverja alóþekkta eða óskiljanlega eiginleika? 28 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.