Dagrenning - 01.08.1951, Qupperneq 33
framan. Hér skal þó ekkert fullyrt um það —
enda ekki tilgangur þessarar greinar að gagn-
rýna þessa kenningu til neinnar hlítar. En
það er fjölyrt um þetta hér, sem dæmi um
fimbulfamb sumra þeirra, sem vilja heita
vísindamenn og reisa teóríur á einum saman
staðleysum eða alveg ósannanlegum efnum,
sem þeir gefa sér. Stundum er fimbulfambið
skemmtilegt og myndi engu spilla, ef ekki
væri sá ljóður á ráði svonefndra upplýstra
þjóða, að þær eru geysilega trúgjarnar á flest-
allt það, sem borið er fram í nafni vísinda og
undanskilja það mestmegnis allri gagnrýni.
í því fáa sem þjóð vor hefir lagt til eðlisvís-
inda eru staðlausar getgátur naumast til, því
að vér höfum yfir höfuð átt óframgjama og
varfæma menn á þeim sviðum vísinda. En
enginn skyldi þó ætla að vér höfum farið var-
hluta af ruglinu. í fræðiritum þessarar aldar
um alíslenzk efni, fom og ný, er ósköp mik-
ið til af því — jafnvel í ritum prófessara og
doktora.
*
Loks er að minnast á lífsskilyrði annárs-
staðar í sólkerfinu og hugsanlegt samband
við vitsmunaverur, sem þar kynnu að búa.
Um Hfsskilyrðin sjálf kunna menn að fræð-
ast með aukinni tækni, en um vitsmunasam-
bandið verður að gera þá athugasemd, að þótt
vitibornar verur og jafnokar mannanna kynnu
að búa á nálægum hnetti eða hnöttum, og
ef það kynni að eiga sér stað — sem vart er þó
hugsanlegt — að mennimir gætu með nýrri
tækni haft samband við þær, þá eru ekki
minnstu líkur til þess, að með þeim og mann-
inum gæti orðið neinn skilningur né vits-
munamiðlun af neinu tagi, eins og mannkyn-
ið er nú á vegi statt.
Þetta er augljóst ef þess er gætt að fjöldi
vitsmunavera lifir á sjálfri jörðinni samtíða
manninum. Þar má til dæmis nefna maurana.
Þeir eru í fáu síðri steinaldarmanninum og
fremri nútíðarmanninum í kvikfjárrækt og
húsagerð, kynbótum og ýmsu öðru, að undan
skilinni véltækni. Þetta hefir Salómon vitað,
þar sem hann ráðleggur manninum að fara
tíl mauranna og læra af þeim vizku. En svo
fjarri fer því að maðurinn geti komizt í and-
legt samband við maurana, þótt vitrir séu, að
orð í þá átt láta líkt og öfugmæli. Miklu
veldur hér stærðarmunur, en hugsum oss þá
jafnstóra manninum. Yrðum vér þá nokkru
nær? Alveg fráleitt, og sá yrði að líkindum
eini munurinn: að þá hæfist stórstyrjöld milli
þessara vitsmunavera, sem myndi að líkind-
um enda þannig, að annari hvorri tegund-
inni yrði úhýmt af jörðinni.
En það er óþarft að sækja dæmið svona
langt. Vissulega eru mannflokkranir sjálfir
á jörðunni náskyldir, en þó undantekninga-
lítið svo frábitnir öllu samneyti, að manna-
þefurinn einn vekur gagnkvæman viðbjóð.
Þetta kann nú að eiga helzt við um menn,
sem lifa á-mjög ólíku menningarstígi, en lít-
um þá á hina siðmenntuðu mannflokka svo
sem Kínverja og hvíta menn. Hvemig semur
þeim? Þannig að hvorir þykjast öðrum fremri
og fy'rirlíta hina .Og lítum ennþá nær oss:
Hvemig semur þeim sem búa fyrir austan og
vestan járntjaldið? Allir vita það.
Og þar sem svo er ástatt ,sem raun ber
vitni, um vitsmunaverurnar á sjálfri jörðunni,
þá þarf meira en litla bjartsýni til þess að
halda, að mannkynið myndi geta haft vits-
munasamband og sálufélag — jafnvel hið
allra minnsta — við enn óskyldari vitsmuna-
verur á hnetti eða hnöttum úti í himingeimn-
um, þótt kleift yrði að ná til þeirra fjarlægðar
vegna.
Þetta má ekki skilja svo, að verið sé að
veitast að kenningu nýlátins snillings og
heimspekings — eins hins mesta sem þjóð vor
hefir átt. Hér er aðeins átt við samskifti eins
og þau tíðkast í daglegu lífi — þau að einn
skilur annan og hefir sarnúð með honum og
DAGRENNING 31