Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Síða 34

Ægir - 01.01.2015, Síða 34
34 Um síðustu áramót tók Ísfell ehf. í Hafnarfirði við sölu og dreifingu á vörum norska fyrir- tækisins Polyform AS í Ála- sundi. Polyform er þekktast fyr- ir framleiðslu á netabaujum og fríholtum úr mjúku plasti. Hvort tveggja er vel þekkt hjá íslenskum fiskiskipum en jafn- framt einnig hjá eigendum tómstunda- og skemmtibáta. Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður og annar eig- enda Polyform AS segir Ísfell hafa orðið fyrir valinu vegna sterkrar markaðsstöðu sinnar hér á landi og góðra tengsla í íslenskum sjávarútvegi. Eigend- ur Polyform vænti mikils af samstarfinu og horfi til tæki- færa í markaðssetningu á fram- leiðsluvörunum hér á landi, t.d. í fiskeldi. Polyform AS hefur lengi tengst Íslandi sterkum böndum því um aldamótin 2000 keypti Sæplast hf. á Dalvík fyrirtækið og rak það í nokkur ár en hefur síðan annast dreifingu og sölu á vörum þess hér á landi. Í nokkur ár átti Atorka hf. fyrir- tækið en seldi það síðla árs 2011 núverandi eigendum. „Nú þegar samstarfi við Sæ- plast Dalvík ehf. og Promens lýkur viljum við þakka starfs- mönnum þeirra fyrir sérstak- lega gott og árangursríkt sam- starf á liðnum árum og óska þeim velgengni í framtíðinni en Þ jón u sta Hátt í helmingur heildarframleiðslu Polyform er seldur í Noregi. Þar á meðal eru stórar baujur úr harðplasti fyrir fiskeldiskvíar. Ísfell selur framleiðslu- vörur Polyform Framleiðsla Polyform er seld um allan heim og eru eigendur skemmtibáta stór kaupendahópur á mjúku vör- unum.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.