Reykjalundur - 01.06.1947, Page 20

Reykjalundur - 01.06.1947, Page 20
SIGURGEIR SIGURÐSSON, biskup: REYKJALUNDUR Mánudagurinn 19. maí í vor er í endur- minningu minni merkilegur dagur og minn- isstæður. Þann dag átt ég' þess kost, að sjá ánægjulega hluti á framkvæmdasviðinu í landi voru. Mér hafði verið boðið að koma og kynna mér vinnuheimili S. I. B. S. að Reykjum í Mosfellssveit. Við fórum saman, ég og kona mín, séra Sveinn Víkingur og frú hans, séra Kristinn Stefánsson og frú og herra Þórður Benediktsson. Veðrið var ekki gott. Hvassviðri og regn- skúrir. Yfirlæknirinn og yfirhjúkrunarkon- an tóku á móti okkur með mikilli alúð. Og nú var tekið að skoða vinnuheimihð. Veðrið gleymdist. Hér var margt, sem al- gjörlega tók hugann og fyllti hann aðdáun og undrun. Að vísu hafði ég heyrt um þessar framkvæmdir, en það sannaðist hér, að „sjón er sögu ríkari“. Eg játa, að mér var ekki kunnugt um hversu mikið afrek hér er um að ræða. Heilt bæjarhverfi var hér að rísa upp. „Ibúðarhúsin eru 13“, sagði Oddur læknir, og þegar inn var komið, kom það á daginn, að í hverju þessara húsa eru 4 herbergi. Þar eru flest þægindi nútímans: Sími, heitt og kalt vatn, baðherbergi, og húsin auðvitað öll hituð með hveravatni. Vistmenn þeir, sem ég hitti voru glaðlegir hressir í huga og auðfundin ánægja þeirra að hafa fundið þessi björtu og hlýju þar sem þeir gátu safnað kröft- þess að taka upp lífsbaráttuna að nýju, eftir erfiðan og þrálátan sjúkdóm. Þarna voru og merkilegar vinnustöðvar við hæfi vistmanna: Trésmíðastofa, saumastofa, húsgagnastofa og bifreiðaverkstæði. Þar er bókasafn með allgóðum bókaforða. Sam- komusalur, þar sem fram geta farið hljóm- leikar, fyrirlestrar, kvikmyndasýningar og stundum kemur séra Hálfdán prófastur og flytur guðsþjónustur í þessum samkomusal. Stundum hef ég heyrt talað um að berkla- sjúklingar misstu kjarkinn til stórræða eftir að sjúkdómurinn sækti þá heim. Vinnu- heimilið ber vott um annað. því brautryðj- Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.