Reykjalundur - 01.06.1947, Page 22
ODDUR ÓLAFSSON:
VINNUHEIMILIÐ
í síðasta blaði BERKLAVARNAR var
stutt skýrsla um fyrsta rekstursár Vinnu-
heimilisins. I henni voru ýmsar almennar
upplýsingar um fyrirkomulag Vinnuheim-
ilisins og reglugerð um flokkun vistmanna
og fleira. Tel ég því óþarft að endurtaka
hana.
Arið 1946 var annað starfsár Vinnuheim-
ilisins. I ársbyrjun var tala vistmanna 37.
A árinu komu 31; 11 konur og 20 karlar. 21
af þeim, sem komu, voru af I. flokki (í aftur-
bata), 8 af II. flokki (chroniskir) og 2 af III.
flokki (öryrkjar vegna gamallar berkla-
veiki).
25 af þeim, sem komu, voru Hsc í
hráka, en 6 -j-; 29 höfðu lungnaberkla, en 2
útvortisberkla; 10 höfðu loftbrjóst; 8 höfðu
fengið rifjaskurð. 1 kona hafði bæði rifja-
skurð og plombu.
Burtu fóru 25 vistmenn. 16 fóru út í lífið
til náms eða vinnu; af þeim voru 13 af I.
flokki, 2 af II; flokki og 1 af III. flokki. —
Flokkunin er samkv. reglugerð V. A. R. —
9 fóru aftur á hæli, 6 af II. fl. (chroniskir)
3 af I. flokki. — Enginn vistmaður dó á ár-
inu. — í árslok voru 43 vistmenn. — Dvalar-
dagar voru 13810. — Vistmenn þyngdust á
árinu um 0.35 kg. að meðaltali hver.
Vinnan: Vistmenn unnu frá 3—6 stundir
daglega hver: Samtals unnu þeir 44256%
stund á árinu. Unnið var að mestu við sömu
störf og árið áður. Flestar stúlkurnar unnu
að saumaskap. Saumaðir voru: kjólar, teppi,
borðdúkar og fleira, enn fremur unnu
nokkrar stúlkur að leikfangagerð.
4 stúlkur hjálpuðu til við heimilisstörfin,
unnu í borðstofu og fl. Karlmenn unnu við:
trésmíði, járnsmíði, bólstrun og málningu,
auk bókhalds og ýmissa starfa útivið.
Rekstur verkstæðanna gekk vel þetta ár-
ið, framleiðsluvörur seldust greiðlega og
allir höfðu nóg að starfa.
Helztu framleiðsluvörur Vinnuheimilis-
ins eru auk þess sem áður er getið: Ymiss
konar leikföng úr tré, járni, taui og plastik.
Skólahúsgögn úr stáli og tré. Hótelstólar og
borð. Barna- og sjúkrarúm úr járni. Dívan-
ar, beddar og rúmdýnur.
Reynt var að leggja áherzlu á vandaða
vinnu, enda. fer eftirspurn eftir vörum
Vinnuheimilisins, ört vaxandi, þótt þær séu
í fæstum tilfellum ódýrari en hjá öðrum.
Framkvæmdir: Bygging Vinnuheimilis-
ins hélt áfram á árinu. Snemma á árinu var
lokið við að byggja ellefta vistmannahúsið
og það tekið strax í notkun, fyrst fyrir
starfsmenn og síðar á árinu fyrir vistmenn.
Um vorið var svo hafizt handa um bygg-
ingu Aðalhúss Vinnuheimilisins. Síðan byrj-
að var á bygginu þess húss. hefur allt annað
verið látið sitja á hakanum, steypt var upp
kjallari og tvær hæðir. Því verki var lokið
í desember; þá var hætt vinnu til næsta
vors. Aðalhúsið er glæsileg bygging, um
10.000 rúmmetrar að stærð. Þar er rúm fyrir
um 60 vistmenn og 16 starfsmenn. Þegar
það hús verður tekið í notkun, er full ástæða
til að ætla, að lokið sé húsnæðisvandræðum
Vinnuheimilisins.
Á árinu var einnig haldið áfram að lag-
færa landið, og í júlí var svæðið milli litlu
húsanna orðið vel grænt og gróið, öllum
staðarbúum til óblandinnar ánægju.
4
Reykjalundur