Reykjalundur - 01.06.1947, Qupperneq 22

Reykjalundur - 01.06.1947, Qupperneq 22
ODDUR ÓLAFSSON: VINNUHEIMILIÐ í síðasta blaði BERKLAVARNAR var stutt skýrsla um fyrsta rekstursár Vinnu- heimilisins. I henni voru ýmsar almennar upplýsingar um fyrirkomulag Vinnuheim- ilisins og reglugerð um flokkun vistmanna og fleira. Tel ég því óþarft að endurtaka hana. Arið 1946 var annað starfsár Vinnuheim- ilisins. I ársbyrjun var tala vistmanna 37. A árinu komu 31; 11 konur og 20 karlar. 21 af þeim, sem komu, voru af I. flokki (í aftur- bata), 8 af II. flokki (chroniskir) og 2 af III. flokki (öryrkjar vegna gamallar berkla- veiki). 25 af þeim, sem komu, voru Hsc í hráka, en 6 -j-; 29 höfðu lungnaberkla, en 2 útvortisberkla; 10 höfðu loftbrjóst; 8 höfðu fengið rifjaskurð. 1 kona hafði bæði rifja- skurð og plombu. Burtu fóru 25 vistmenn. 16 fóru út í lífið til náms eða vinnu; af þeim voru 13 af I. flokki, 2 af II; flokki og 1 af III. flokki. — Flokkunin er samkv. reglugerð V. A. R. — 9 fóru aftur á hæli, 6 af II. fl. (chroniskir) 3 af I. flokki. — Enginn vistmaður dó á ár- inu. — í árslok voru 43 vistmenn. — Dvalar- dagar voru 13810. — Vistmenn þyngdust á árinu um 0.35 kg. að meðaltali hver. Vinnan: Vistmenn unnu frá 3—6 stundir daglega hver: Samtals unnu þeir 44256% stund á árinu. Unnið var að mestu við sömu störf og árið áður. Flestar stúlkurnar unnu að saumaskap. Saumaðir voru: kjólar, teppi, borðdúkar og fleira, enn fremur unnu nokkrar stúlkur að leikfangagerð. 4 stúlkur hjálpuðu til við heimilisstörfin, unnu í borðstofu og fl. Karlmenn unnu við: trésmíði, járnsmíði, bólstrun og málningu, auk bókhalds og ýmissa starfa útivið. Rekstur verkstæðanna gekk vel þetta ár- ið, framleiðsluvörur seldust greiðlega og allir höfðu nóg að starfa. Helztu framleiðsluvörur Vinnuheimilis- ins eru auk þess sem áður er getið: Ymiss konar leikföng úr tré, járni, taui og plastik. Skólahúsgögn úr stáli og tré. Hótelstólar og borð. Barna- og sjúkrarúm úr járni. Dívan- ar, beddar og rúmdýnur. Reynt var að leggja áherzlu á vandaða vinnu, enda. fer eftirspurn eftir vörum Vinnuheimilisins, ört vaxandi, þótt þær séu í fæstum tilfellum ódýrari en hjá öðrum. Framkvæmdir: Bygging Vinnuheimilis- ins hélt áfram á árinu. Snemma á árinu var lokið við að byggja ellefta vistmannahúsið og það tekið strax í notkun, fyrst fyrir starfsmenn og síðar á árinu fyrir vistmenn. Um vorið var svo hafizt handa um bygg- ingu Aðalhúss Vinnuheimilisins. Síðan byrj- að var á bygginu þess húss. hefur allt annað verið látið sitja á hakanum, steypt var upp kjallari og tvær hæðir. Því verki var lokið í desember; þá var hætt vinnu til næsta vors. Aðalhúsið er glæsileg bygging, um 10.000 rúmmetrar að stærð. Þar er rúm fyrir um 60 vistmenn og 16 starfsmenn. Þegar það hús verður tekið í notkun, er full ástæða til að ætla, að lokið sé húsnæðisvandræðum Vinnuheimilisins. Á árinu var einnig haldið áfram að lag- færa landið, og í júlí var svæðið milli litlu húsanna orðið vel grænt og gróið, öllum staðarbúum til óblandinnar ánægju. 4 Reykjalundur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.