Reykjalundur - 01.06.1947, Síða 27
urvörum úr berklaveikum kúm og — að
litlu leyti — kjöti af sjúkum svínum og
nautpeningi, og er þessi smithætta mjög al-
varleg í sumum löndum. Hennar gætir þó
ekki hér á landi, þar eð engin berklaveiki
er á meðal nautpenings hér, a. m. k. ekki
þannig, að hættulegt geti talizt mönnum.
Mun ég því ekki gera nautpeningsberklana
að sérstöku umtalsefni hér.
Frá þeim tíma, er menn urðu þess vísari,
að berklaveiki er næmur sjúkdómur, hefur
þeim verið það ljóst, að mikil smithætta
getur stafað af uppgangi berklasjúklinga,
einkum þegar hann er þornaður. Færri hafa
vitað, að sjúklingar með smitandi berkla
geta einnig á annan hátt verið hættulegir
þeim, sem í nánd við þá eru. Þegar maður
talar, hnerrar eða hóstar, hrýtur út úr
honum fjöldinn allur af dropum, mjög mis-
munandi stórum. Við venjulegt tal eru drop-
arnir alltaf stórir, koma frá munni og koki,
og það er hreinasta undantekning, ef berkla-
sýklar eru í þeim. Við hnerra og hósta eru
langflestir droparnir einnig stórir, en auk
þess geta — einkum við hósta — verið ein-
staka litlir dropar, sem koma neðan úr lung-
unum, og geta sumir þeirra borið berkla-
sýkla með sér. Því stærri sem droparnir
eru, því fleiri sýkla bera þeir með sér, og
öfugt. Það er þó mjög mismunandi, hve
mörgum sýklum og „sýkladropum“, sjúkl-
ingarnir hósta upp, og þetta er einnig breyti-
legt hjá hverjum einstökum sjúklingi.
Nær allir droparnir, sem hóstað er upp,
geta svifið aðeins skamma stund í loftinu,
og ef enginn hefur andað þeim að sér áður,
falla þeir niður á gólf, húsgögn, föt, rúmföt
o. s. frv. og þorna þar. Berklasýklar, sem
kunna að hafa verið í dropunum, geta síð-
an við sérstakar aðstæður þyrlazt upp,
venjulega með ryki, enda eru berklasýklar
mjög oft í ryki, þar sem sjúklingar eru með
smitandi berklaveiki. Rykkornin geta verið
afar lítil, eru talsvert minni en hóstadrop-
arnir og geta svifið mjög lengi í loftinu, en
jafnvel minnstu rykkornin geta borið 1—3
berklasýkla með sér.
Berklasýklar geta lifað mjög mismunandi
Reykjalundur
lengi, eftir aðstæðunum: í stórum, þornuðum
hrákum í nokkra mánuði; í hóstadropum í
3—18 daga; á fötum sjúklinga í nokkra daga
eða jafnvel vikur; í vasaklútum í 10 daga;
í ryki innanhúss í 8 daga og utanhúss í 3
daga; í bókum og tímaritum í V2—3% mán-
uð, þó sjaldan meira en 1 mánuð. A vetrum
eru berklasýklarnir lífseigari (vegna kuld-
ans og saggans) en á sumrum.
Fyrr á tímum deildu vísindamenn mjög
um, hvora leiðina, meltingarveginn eða önd-
unarfærin, berklasýkillinn væri vanur að
nota þegar hann kveikir berklaveikina hjá
manninum. Otal rannsóknir voru gerðar
víðs vegar um heim, en niðurstöðurnar voru
mjög misjafnar á hinum ýmsu stöðum, vafa-
laust vegna mismunar á hlutfallinu á milli
útbreiðslu berkla á meðal manna og berkla
á meðal nautpenings og eins vegna mismun-
ar á neyzlu ógerilsneyddrar mjólkur á hin-
um ýmsu stöðum.
Rannsóknirnar leiddu í ljós, að smitunin
getur borizt í gegnum slímhimnur í munni,
nefi og koki, í gegnum skemmdar tennur og
ekki sjaldan í gegnum eitla í hálsi og slím-
himnur í maga og þörmum. Er þá venjuleg-
ast um smitun með fæðunni að ræða, og
kemur hún að sjálfsögðu oftast fyrir þar,
sem kúaberklar eru útbreiddir og mikið er
um berklasýkla í mjólk.
Berklasmitun í gegnum meltingarfærin
er þó ekki nærri eins tíð og innöndunar-
smitunin. Lungun eru miklu mótstöðuminni
gegn berklasýklunum en nokkurt annað
líffæri, sem berklasýkillinn nær til við
venjulegar aðstæður. Við innöndun þarf
aðeins fáeina sýkla til þess að mynda
lungnaberkla, en í meltingarfærunum þarf
milljónir sýkla til þess að orsaka berklaveiki.
Innöndunarsmitunin er því langhættuleg-
asta smitunarleiðin.
Nákvæmar rannsóknir hafa sýnt, að að-
eins mjög lítill hluti rykkorna, en nær allir
hóstadropar, eru of stórir og þungir til þess
að geta borizt með andardrættinum niður í
lungun, en setjast við innöndunina á slím-
himnurnar í nefi, munni og koki. Þar geta
sýklar í þeim e. t. v. orsakað smitun, sem
9