Reykjalundur - 01.06.1947, Qupperneq 30

Reykjalundur - 01.06.1947, Qupperneq 30
BJORN GUÐMUNDSSON: Framkvæmdir og ijáröflun í stað þess að birta hér reikninga síðasta árs, vil ég í fáum dráttum skýra lesendum blaðsins frá fjárhag sambandsins, fram- kvæmdum þess og framtíðarhorfum. Árið 1946 var mesta tekjuár sambandsins til þessa. Nettótekjur þess námu alls kr. 1.127.857.98. Stærstu liðirnir í þeirri upp- hæð eru: Tekjur af happdrætti kr. 546.689.- 34, tekjur af Berklavarnadeginum og happ- drætti því, sem honum fylgdi kr. 242.116.69, stofnframlag ríkisins til bygginga að Reykja- lundi kr. 280.000.00 og gjafir og minningar- gjafir kr. 124.780.34. Allt þetta fé hefur gengið til bygginganna að Reykjalundi. Þar er nú verið að gera stórt átak, sem er bygg- ing aðalhússins. Á því var byrjað sumarið 1946, og er það nú svo langt komið að það er tilbúið til að setja á það þakjárn, og verð- ur byrjað á því næstu daga eða jafnskjótt og þakjárnið er fyrir hendi. Vonandi verður það verk langt komið um það leyti, sem blaðið kemur út. Byrjað er að húða húsið utan. Þegar því er lokið og þakið komið á, er húsið úr allri hættu vegna veðráttu, og verður þá jafnskjótt hafizt handa með að fullgera húsið innan, eftir því sem fjárhags- ástæður leyfa. Hvort því verki miðar mikið eða lítið áfram, fer eftir því, hversu skipast um fjáröflun til þeirra framkvæmda. En tví- mælalaust er það þjóðhagslegur ávinningur, að bygging hússins tefjist ekki meira en nauðsyn ber til. Þetta verður myndarleg bygging þegar hún verður fullgerð. Henni hefur áður verið lýst hér í blaðinu, eins og fyrirhugað er að hún verði, en geta má þess, lesendum til glöggvunar, að húsið er þrjár hæðir og heldur stærra að flatarmáli en Landsspítalinn, sem á sínum tíma var talinn stór bygging. Má óhætt fullyrða, að verkinu hafi miðað vel áfram á svona stuttum tíma, miðað við allar aðstæður og nokkra óvissu um fjáröflun til framkvæmdanna. Fram- lagður stofnkostnaður Vinnuheimilisins nemur í ágústlok ca. 3,7 miljónum króna. Þar af hefur ríkið lagt fram kr. 800 þúsund á tveim árum. Sambandinu er og hefur verið ljóst, að til, þess að standast straum af þessum bygginga- framkvæmdum, þurfti að hefjast handa um stórfellda fjáröflun. Happdrætti varð aftur fyrir valinu. Hitt hafði gefið góða raun, og vonir standa til þess, að þetta gefi af sér all- miklar tekjur. Eins og lesendum er kunn- ugt, er þetta 20 bíla happdrætti og er þegar búið að draga í því, einu sinni, um 5 bíla. Af þessum 5 bílum gengu 4 þegar út, en eins vinningsins hefur ekki verið vitjað ennþá. Fyrir fyrsta drátt í happdrættinu, — en þeir eru alls fjórir —, seldust rúmlega 45 þúsund miðar, það þýðir ca. 450 þúsund brúttótekjur, sem er óneitanlega falleg tala. En hún þarfnast skýringar. Eins og áður hefur verið getið, er þetta aðeins önnur hliðin, hin hliðin er kostnað- urinn. Þegar á það er litið, að af þessari upp- hæð þarf að greiðast andvirði allra bílanna, kr. 270 þús., prentunarkostnaður og sölu- laun til hinna fjölmörgu sölumanna víðs vegar um land. Allmargir taka þeir þó ekk- ert fyrir störf sín í þágu sambandsins. Þegar allt kemur til alls, er því þessi þóknun, sem greidd er fyrir sölu happdrættismiða, hverf- andi lítil samanborið við þá miklu fyrirhöfn, sem margir umboðsmenn sambandsins taka á sig þegar til þeirra er leitað um aðstoð við 12 Reykjalundur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.