Reykjalundur - 01.06.1947, Side 34

Reykjalundur - 01.06.1947, Side 34
landslýðinn að letingjum og ómennum. Sumir víðlesnir menn sögðu, að þetta væri bara útlendur ósómi, sem ætti alls ekki við hér á landi. ------ „Blessuð sólin,“ sagði Sigga gamla á Fossi, settist á hestasteininn og lofaði guð fyrir, að sjá enn mun dags og nætur. „Elsku barnið,“ sagði hún svo, því hún heyrði, að það var Ásta litla, sem kom hlaupandi til hennar. „Ég er í nýjum kjól!“ kallaði hún. „Hann er rauður. Finndu, hann er mjúkur.“ „Já, þetta er gott efni, fjarska vænt efni, elskan mín.“ „Ég fékk hann, af því þessi hátíð kom. Ég átti ekki að fá hann fyrr en á jólunum.“ „Já, já, það var nú ekki nema sjálfsagt, að þú fengir einhverja nýja flík fyrir svona hátíð.“ „Sigga, ég er á nýjum skóm.“ „Já, auðvitað hefurðu fengið nýja skó við kjólinn.“ „Sigga, ég er í bláu sokkunum mínum — sparisokkunum. Finndu.“ „Á ég að finna, hvað þeir eru bláir.“ Gamla konan brosti. „Nei, nei, ég — ég-----. En þreifaðu samt á þeim.“ Gamla konan strauk visinni hendi um stinna og mjóa fótleggi telpunnar. „Sigga mín. Ég hef hárið ófléttað. Og rauða borðann hérna. — Finndu, hvað hárið á mér er orðið sítt, svona ófléttað.“ Telpan þagnaði. Nú hafði hún „sýnt“ gömlu konunni allt. „Og eru ekki augun blá og kinnarnar rjóðar?“ „Jú, ég hugsa það,“ svaraði telpan hik-. andi. „Sigga, það hafa a 11 i r fataskipti í dag. Það finnst mér mest gaman.“ „Hvers vegna þykir þér það mest gaman?“ „Það er svo gaman að sjá það. Ég sé ekki sjálfa mig eins vel og aðra — nema þá í spegli. Og svo mundi hitt fólkið kannski öf- unda mig, ef enginn væri í fallegum fötum nema ég. Ætlarðu ekki í peysufötin, Sigga?“ „Jú, jú, barnið mitt, þó það nú væri.“ Við rennibekkinn. Litla stúlkan gaf sér nú tíma til að draga andann nokkrum sinnum. „Sigga mín, það verður hangikjöt í dag og rúsínugrautur. Og það verður jólabrauð og' pönnukökur og smákökur með.kaffinu. Það er gaman að þinghúsið skuli vera hérna, þess vegna er samkoman hér. Það verður afskaplega gaman í dag.“ „Já, þetta er svo mikil hátíð, sérstak- lega fyrir ykkur, sem eruð ung og eigið eftir að lifa lengi, ef guð lofar.“ „Sigga, ég ætla alltaf að láta. alla daga vera eins og daginn í dag, þegar ég er orðin stór.“ „Það er rétt af þér, barnið gott.“ „Heyrðu, Sigga — hvað ég ætlaði að segja — ég er svo glöð.“ Telpan tók hlaðið í fáum stökkum og hvarf inn í bæinn. Blinda 16 Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.