Reykjalundur - 01.06.1947, Qupperneq 37
JÓHANN. J. E. KÚLD:
Landkynning
byggð á menningarstarfsemi
Mitt í hinum blóðugasta hildarleik ver-
aldarsögunnar, þegar vinnuorku og verð-
mætum var sóað í algjöru brjálæði, í hinum
menntaða heimi og mannslífin voru að engu
metin, en þeim tortímt á þann djöfullegasta
hátt, sem siðlaust mannkyn gat upphugsað,
þá var hér á íslandi lagður grunvöllur að
einu allra mesta afreksverki, sem unnið
hefur verið síðan þetta land byggðist. Það
voru hvorki ríkir menn að veraldarauði, né
voldugir á venjulegan mælikvarða þess
orðs, sem hér hófust handa, heldur fátækir
og sjúkir menn, fyrrverandi og þáverandi
berklasjúklingar landsins. Getur nokkuð
gott komið frá Nazaret, er sagt að einhvern
tíma hafi verið spurt. Það er heldur ekki
ólíklegt að einhverjir hafi hugsað sem svo:
Hvers er hægt að vænta af slíkum mönnum?
Þegar S. í. B. S. hóf fyrst göngu sína, eða
undirbúningur var hafinn að stofnun þess
og starfi, þá mættu forgöngumenn þess máls
alls staðar velvilja, en á þá var jafnhliða
htið sem draumóramenn, sem ekki gerðu
sér nægilega grein fyrir veruleikanum. „Það
væri kraftaverk, ef h'ægt væri í tíð núver-
andi kynslóðar, að hrinda slíkri stofnun af
stað, sem þið talið um“, sögðu ýmsir góð-
hjartaðir menn, sem vildu styðja málefnið.
Nú hefur kraftaverkið skéð. Að Reykja-
lundi í Mosfellssveit hefur risið af grunni
heilt þorp, þar sem sjúklingar af heilsuhæl-
unum hafa stofnað myndarlegan iðnrekstur
og vinna að hagnýtum störfum, hver eftir
sinni getu. A þessum sama stað, er nú langt
komið að reisa eina mestu stórbyggingu
Jóhann J. E. Kúld.
landsins. Allt vitnar þarna um glæsibrag,
stórhug og myndarskap þeirra, sem for-
göngu hafa. Trúin á sigur hins góða er hér
greypt í steininn á hinn eftirminnilegasta
hátt. Þetta kraftaverk, sem hér hefur verið
sagt fi;á, mun um alla framtíð standa sem
óbrotgjarn minnisvarði þess, hvað hægt er
að gera í þjónustu góðs málefnis, þegar eld-
móður og óbilandi trú haldast í hendur.
„Þegar Guð er með mér, hver er þá á
móti mér?“ Þessi orð komu mér ósjálfrátt
í huga, þegar ég skoðaði hinar stórbrotnu
framkvæmdir að Reykjalundi, nú í sumar.
Þetta mikla menningarafrek, sem hér ér
verið að framkvæma, það hefur orðið til
þess, að vekja athygli á Islandi sem menn-
ingarríki, víða um lönd. Fyrirspurnir um
Reykjalundur
19