Reykjalundur - 01.06.1947, Page 38

Reykjalundur - 01.06.1947, Page 38
Forseti S. í. B. S. flytur rœðu við risgjöld aðal- hússins i Reykjalundi. starfsemina hafa borizt víða að. Nú í sumar, sendu frændur vorir Norðmenn, mann hing- að í þeim erindum, að kynna sér starfsem- ina að Reykjalundi. í viðtali, sem ég átti við þennan Norðmann, sagðist hann hafa íagt upp í þessa ferð í þeirri trú, að hér væri verið að framkvæma einhverja nýjung, sem vert væri að sjá. „En ég gat ekki látið mig dreyma um, að jafn fámenn þjóð sem ís lendingar, gætu framkvæmt jafn stórbrotið menningarafrek sem starfsemina að Reykja- lundi.“ Svo bætti Norðmáðurinn við: „Ég á engin orð til að lýsa þeirri hrifningu, sem ég hef orðið fyrir. Þið Islendingar getið verið stoltir yfir slíku afreki. Ég veit ekki, hvort allir Islendingar hafa gert sér fyllilega ljóst, að starfsemin að Reykjalundi hefur skipað ykkur á bekk með öndvegisþjóðum heims á þessu sviði.“ Það er sönn gleði fyrir þær mörgu þúsundir landsmanna, sem lagt hafa fram sinn skerf svo að þetta mætti ske, að svo vel hefur tekizt um allar fram- kvæmdir. En Reykjalundur er ekki fullgerður, þar skortir mikið á. S. I. B. S. er þó í engu lcvíðið um áframhaldið. Sambandið veit, að þjóðin hefur gert málstað Reykjalundar að sínum eigin málstað og mun aldrei svíkja hann. Þess vegna horfa forgöngumenn þessara mála björtum augum til framtíðarinnar, því þeir vita, að gott málefni sigrar alltaf, sé ötullega fyrir því barizt. Yistmenn á göngu. 20 Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.