Reykjalundur - 01.06.1947, Page 42
að kenna þremur börnum skrift og reikn-
ing og lestur. ,— Allt innanhúss var með
myndarbrag, börnin prúð og vel uppalin, og
konan hin elskulegasta.
En einn daginn fer konan að spyrja mig
hvaðan ég sé. Ég svara því. Þá spyr hún mig
hvar ég hafi verið áður en ég kom til
Reykjavíkur. Ég kveðst hafa verið á heilsu-
hælinu á Vífilsstöðum.
Ég sé að konunni bregður mikið, og nú
slær óþægilegri þögn yfir um stund; loks
segi ég:
„Þér hefðuð kannske ekki tekið mig, ef
þér hefðuð vitað að ég hefi verið í Vífils-
staðahælinu?“
„Nei. það hefði ég ekki gert,“ svarar hún
og bætir svo við. „Hafið þér vottorð frá
lækninum.“
„Ekki skriflegt,“ svara ég. „En ég býst
við að geta fengið það,“ bætti ég við. Með
sjálfri mér varð ég dálítið særð, en lét ekk-
ert á því bera. Samt gat ég ekki átt við, að
reyna til þess, að fullvissa hana um að af
mér stafaði engin hætta. Hún spurði mig
hve lengi ég hefði dvalið í hælinu. Ég svar-
aði því samvizkusamlega. En það bætti sízt
úr, því að tíminn var langur, skipti árum.
Ég hafði háð svo harða baráttu, að sú
hugsun hefði orðið mér þungbær, að ég
yrði þess valdandi að aðrir þyrftu fyrir mitt
kæruleysi, að heyja sams konar baráttu. Ég
vissi það sjálf, að ég hefði aldrei tekizt þetta
á hendur ef hætta hefði stafað af mér.
Frúnni var vorkunn. Húh gat ekki vitað
það og ég gerði enga tilraun til þess að koma
henni í skilning um það.
Það varð svo að samkomulagi, að ég
kæmi ekki næsta dag og ekki fyrr en ég
hefði vottorðið í höndunum.
Ekki stóð á vottorðinu. Ég fór með það
til frúarinnar. Hún las það vandlega og
sagði svo, að nú gæti ég verið áfram.
En ég hafði misst alla löngun til að vera
áfram. Ég hugsaði sem svo, að yrðu þessi
börn einhvern tíma veik af þessum sjúk-
dómi, yrði mér kennt um.
Mér féll þetta illa. Eftir þetta sneyddi ég
hjá börnum lengi vel. Samt voru undan-
tekningar. Það voru ekki allir hræddir við
þá, sem komu frá Vífilsstöðum.
Sumarið eftir var ég austur í sveit. A
heimilinu voru mörg böm. Af því að ég gat
ekkert unnið nema það allra léttasta, bað
húsfreyjan mig að þvo börnunum á kvöldin
og koma þeim í rúmið, og segja tveim elztu
börnunum til í lestri. Þetta fólk vissi hvar
ég hafði verið. En það var ekkert hrætt við
mig og bað ekki um skriflegt vottorð. —
Börnin voru ákaflega hænd að mér, allt of
hænd, ef ég hefði verið hættuleg. Oft datt
mér í hug: Ef þessi börn verða einhvern
tíma berklaveik, þá verður þér kennt um,
enda þótt þú eigir enga sök á því.
Svona hugsanir eru ekki neitt þægilegar.
Sem betur fer er ég svo lánssöm, að ekkert
þessara barna hefur nokkru sinni veikzt af
þessum sjúkdómi. Ég var þarna í tvö sumur.
Þarna safnaði ég þrótti og náði mér eftir
hina langvinnu baráttu. Fólkið bar mig á
höndum sér og ekki var ég þjökuð af erfiði,
og þá skorti sízt að ég væri feit og liti vel
út. Ég held, að hefðu sjúklingarnir, sem
komu af heilsuhælinu, mætt slíkum skiln-
ingi og notið svipaðrar umhyggju og ég
naut hjá þessu ágæta fólki, hefðu færri
komið í annað sinn til veru í heilsuhælið, og
þá líka færri fallið í valinn.
Ungur maður, sem vildi fyrir hvern mun sleppa við
herþjónustu, ákvað að látast vera nærsýnn. Þegar sjón
hans var athuguð, starði hann sljóum augum á lækn-
inn.
— Getið þér lesið venjulega prentstafi?" spurði
læknirinn.
— Nei — svaraði ungi maðurinn.
— Getið þér lesið, það sem letrað er á spjaldið þarna
á veggnum? —
— Hvaða vegg? — spurði ungi maðurinn.
— Hversu mikið kostar dánarauglýsing i þessu lilaði?
— 60 aura millimetrinn.
— Guð minn góður; og bróðir minn, sem er nýdá-
inn, var hvorki nteira né minna en þrjár álnir. —
.24
Reykjalundur