Reykjalundur - 01.06.1947, Síða 44
Nokkrar hugleiðingar
í gamni og alvöru
BLAÐAMAÐUR: Sá, er veit mjög lítið um allmikið
og heldur áfram að læra minna og minna um meira
og meira, unz hann veit hér um bil ekkert um allt.
•
BANKI: Stofnun, sem gjarnan lánar fé, þeim, er
sannað geta, að þeir þurfi ekki á láni að halda.
•
SKRIFSTOFUSTJÓRI: Sá, er mætir stundvíslega
á skrifstofunni, þegar vélritunarstúlkan kemur of seint,
en of seint þegar hún kemur stundvíslega.
•
STJÓRNMÁLAMENN: Menn, sem alla ævf strita
við að jafna ágreininga, er aldrei hefðu komið fram ef
engir stjórnmálamenn væru til.
•
GJALDÞROT: Þegar öllum peningunum er troðið
i buxnavasana en treyjan afhent lánardrottnunum.
•
FJÁRMÁLASNILLINGUR: Maður, sem getur aflað
fjár með meiri flýti en fjölskyldan getur ausið þeim út.
•
EINSTEFNUAKSTUR: Fer fram á vegi, sem þekk-
ist á því, að þar er ekið á fólkið aftan frá.
ÁHRIFAVALD: Fjársjóður, sem menn telja sig eiga
þar til reynt er að njóta góðs af honum.
SÍGILDAR BÓKMENNTIR: Bækur, sem allir hrósa
og segjast hafa lesið, þótt þeir aldrei hafi litið í þær.
ÍHALDSSEMI: Vera sammála frjálslyndum mönn-
um, er uppi voru á öldinni sem leið. ,
LÁNSTRAUST: Vara, sem nóg er af á meðan menn
þurfa ekki á henni að halda, vandfengin þegar hennar
er þörf, en ófáanleg ef hún er ómissandi.
GENTLEMAÐUR: Sá, er ekki þekkir til vanmeta-
kenndar, er kurteis án þótta, temur sér rólegar hreyf-
ingar, snýr sér ekki við þótt kallað sé, lætur sér hvergi
bregða þótt framið hafi verið hið herfilegasta glappa-
skot. í einu orði sagt: Veitingaþjónn.
•
HEIMSPEKINGUR: Lærdómsmaður, sem veit all-
mikið um mjög lítið og heldur áfram að læra meira
og meira um minna og minna, unz hann veit nær allt
um ekkert.
•
LISTAVERK: Verkt er menn geta ekki af hendi
leyst, því að geti menn það, er það ekkert listaverk.
KONA: Snilldarlegasta missmíði náttúrunnar. Getur
hlustað á þrjár kynsystur án þess að tapa einu orði af
ræðum þeirra og jafnframt sagt söguna af því, er hún
var skorin upp við botnlangabólgu.
•
AUGLÝSING: Andlitsduft og varalitur kaupsýslu-
manna.
•
LÍFTRYGGING: Skuldbinding, sem veldur basli og
bágindum alla ævi, svo menn geti orðið ríkir þegar
þeir deyja.
REYKJARPÍPA: Tréhólkur með ágætum haus á
báðum endum.
•
TÍZKA: Harðstjóri, sem greindir menn skopast að
en hlýða skilyrðislaust.
•
HERKÆNSKA: Leyna óvinina því, að öll skotfærin
eru upp gengin og halda bara áfram að skjóta á þá.
•
PIPARMEY: Kona, sem allar stundir býr sig undir
að svara spurningu, sem aldrei er fram borin. ,
26
Reykjalundur