Reykjalundur - 01.06.1947, Qupperneq 46

Reykjalundur - 01.06.1947, Qupperneq 46
hefur því ekki ráðið yfir nægum varnar- mætti í barátunni við sjúkdóminn, fyrst berklasýkillinn gat borizt alla þessa leið heill á húfi. Foreldrar Hanníar voru heilbrigð, en faðir hennar var að vísu horaður og veik- byggður, og öll systkini hans höfðu haft berkla. Móðir hennar leit mjög þreytulega út, en það var ekki nema eðlilegt eftir hina löngu og erfiðu hjúkrun. Tveir bræður Hanníar, 17 og 18 ára, voru kraftalega vaxnir, og að því leyti ólíkir henni. Hanní hafði alltaf verið veil, eins og gaml- ar ljósmyndir af henni báru vott um. Móðir hennar sagði mér, að hún hefði verið með bólgna hálseitla. þegar hún var hálfs annars árs (það hefur verið fyrsti votturinn um berklasýkingu). Þegar hún var 12 ára, fékk hún þurra brjósthimnubólgu, en stingurinn hvarf eftir fáeinar vikur. Þegar hún var 13 ára, kvartaði hún oft um magaverki. Lækn- irinn hafði á orði, að það mundi stafa frá botnlanganum. Ari síðar hófust magaverk- irnir á ný, og loks fékk hún ákafan krampa, sem vöruðu nokkra daga, unz niður af henni gengu ormar, sem fylltu heilan pott. Eftir það bar ekkert á magaverkjunum. í desem- ber árið 1926 gekk kvefpest, og upp úr henni fékk Hanní aftur brjósthimnubólgu. Heim- ilislæknirinn varð þess var eftir fáeina daga, að bólga var einnig komin í lífhimnuna, og að vatn var tekið að safnast í brjóst- og kviðarhol. Astand sjúklingsins versnaði óð- um, svo að 5. janúar var kallað á prófessor nokkurn, sem var sérfróður um innvortis- sjúkdóma. Hann tæmdi hálfan lítra af vatni út úr brjóstholinu, en tveimur dögum síðar var það aftur orðið fullt. Heimilislæknirinn kom daglega til sjúklingsins og reyndi við hana ýmis meðul. Arangurslaust nuddaði hann uppþembdan kviðinn með grænsápu. Þrautirnar ágerðust, og sjúklingurinn átti alltaf örðugra með að nærast. Prófessorinn var aftur beðinn ráða. Hann talaði um, að reynandi væri, sem örþrifaráð, að opna kviðarholið og láta sólina skína inn í það, andartak. Þessi aðgerð er kennd við Rosen- bach og kvað hafa komið að gagni (?). En Hanní litla var orðin svo veikluð, að pró- fessorinn taldi of áhættusamt að reyna þessa aðgerð á henni. Um þetta léyti heyrðu for- eldrar hennar sagt frá lækningum með mataræði og leituðu til mín. Það er auðvelt að segja í stuttu máli frá því, sem ég gerði, til þess að bæta úr hinu alvarlega ástandi Hanníar litlu. Arangrinum er hins vegar vart hægt að lýsa með orðum. Jafnskjótt og Hanní tók upp það mataræði, sem ég ráðlagði henni, fór henni að batna. Það var líkt og töfrasprota væri veifað. Eg lét gefa Hanní aldinsafa og möndlu- mjólk fyrsta daginn, aðeins fáeinar skeiðar. Henni þótti þetta ákaflega ljúffengt, og þeg- ar hún varð þess áskynja, að magaverkirnir minnkuðu í stað þess að ágerast, hlakkaði hún ósegjanlega mikið til í hvert skipti, sem hún átti að fá nýja saftskeið. Eftir fjóra daga var kviðarholið orðið mjúkt, og Hanní litla gat nú í fyrsta skipti snúið sér við í rúminu og lagzt á hliðina. Eg lét þvo allan líkamann úr köldu vatni; það fór hrollur um hana í fyrsta skiptið, en henni varð gott af því, því að húðin lifnaði, og henni varð léttara um andardráttinn. Fjórða daginn var hægt að setja um hana kalt vaf. Hún var vafin inn í kalt, blautt lak og sofnaði brátt í notalegum, rökum hita. Að morgni fimmta dagsins kom ég með ljósa- tæki, til þess að hita upp líkama sjúkhngs- ins. Hitinn komst enn upp í 37.7°C að kvöld- inu, en matarlystin jókst dag frá degi. Sjötta daginn fékk hún grænmetissafa í viðbót við aldinsafann og möndlumjólkina. Tíunda daginn var henni gefið „Bircher-mauk"1) í morgunverð og kvöldverð. Þann dag kom ég með „háfjallasól11 og lét hana fara í ljós- bað nokkrar mínútur á hverjum degi síðan. Hitinn að kvöldinu lækkaði dag frá degi, og eftir fjóra daga var Hanní hitalaus. Að fimm vikum liðnum voru magaverk- irnir alveg horfnir, kviðurinn orðinn eðli- legur og vatnið horfið úr brjóstholinu. (Þeg- ar á þriðja degi voru hægðir orðnar eðli- 1) Búið til úr eplum, hnetum, haframjöli, sítrónu- saft og niðursoðinni mjólk. — (I'ýð.) 28 Reykjalundur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.