Reykjalundur - 01.06.1947, Qupperneq 48
ODDUR ÓLAFSSON:
43. ársþing N.T.A.
Fertugasta og þriðja ársþing Bandaríska
berklavarnasambandsins (National Tub.
association, N. T. A.) var háð í San Frans-
isco, dagana 15.—22. júní síðastliðinn. Na-
tional Tuberculosis ass. er félagsskapur allra
þeirra í U. S. A., sem vilja vinna að og
styrkja berklavarnir og berklalækningar
þar í landi. Flestir eru meðlimirnir leik-
menn, en deild innan félagsskaparins er
Trudeau Society þ. e. Félag bandarískra
berklalækna.
N. T. A. hefur haft forgöngu í berklavörn-
um og berklalækningum Bandaríkjanna allt
frá stofnun sambandsins árið 1903, og frá
þeim tíma hafa fulltrúar frá hinum ýmsu
félagsdeildum komið saman árlega, til þess
að ræða árangur síðasta starfsárs og skipu-
leggja framtíðina. — Eg, sem þessar línur
rita, sat þetta þing sem gestur, og mun ég
nú með fáum orðum drepa á tvö af þeim
málum, sem þar voru til umræðu. Fyrsta
málið og það, sem mesta athygli vakti, var
Streptomycin; annað var BCG., þ. e. bólu-
setning gegn berklaveiki.
I. Streptomycin: Allir berklasjúklingar og
allir þeir, sem áhuga hafa á þeirra málum,
kannast nú orðið við streptomycin. Eg mun
því ekki orðlengja um upphaf streptomycin-
rannsókna, en aðeins geta þess, að síðustu
2—3 árin hafa margir alið þær vonir í
brjósti, að streptomycin kæmi að haldi sem
læknislyf gegn berklaveiki, enda flest, sem
<um lyfið hefur verið skrifað, verið þrungið
bjartsýni um mátt þess gegn Tbc.
Síðasta ársþing N.T.A. hafði falið sérstakri
nefnd sérfræðinga, að safna öllum gögnum,
sem til næðist, um lækningatilraunir á
berklasjúklingum með streptomycin, og
einnig skyldi hún sjálf sjá um víðtækar til-
raunir með lyfið. Árangur varð sá, að lagð-
ar voru fram í þessu þingi skýrslur og rönt-
genmyndir um yfir 1000 berklasjúklinga,
sem höfðu fengið streptomycin í tilrauna-
og lækningaskyni.
Vegna þess hve oft berklaveiki læknast
án aðgerða eða lyfja, þurfti sérstaka var-
færni, ef dæma átti um það hvort bati væri
lyfinu að þakka eða ekki. Sex sérfræðingar
lásu hver í sínu lagi úr öllum röntgenmynd-
um og sendu skriflegt álit um hvert tilfelli,
síðan voru álit allra sérfræðinganna borin
saman og samræmd. Hælin, sem strepto-
mycinið notuðu, fengu ákveðnar fyrirskip-
anir frá nefndinni um, hverjum gefa mætti
streptomycin og hvernig, t. d. Rutland-hæli
í Massachussets. Þau tilfelli, sem gefa mátti
streptomycin, urðu að uppfylla eftirtalin
skilyrði: 1. Hafa berklasýkla í hráka; 2.
Versnandi . sjúkdómur eða, a. m. k. ekki
batnandi eftir 2ja mán. hælisvist; 3. að sjúkl-
ingnum sé ætlað líf a. m. k. í 1 ár; 4. sjúk-
dómurinn sé nýlegur. — Röntgenmyndir og
fjölda rannsókna átti að gera á 1—4ra vikna
fresti. Gefið var af lyfinu 2 gr. 5 s. á dag,
þ. e. á 4ra tíma fresti, nema á nóttunni, þá
sleppt. Onnur hæli fengu fyrirskipanir um
annað fyrirkomulag, bæði hvað snerti sjúkl-
ingaval og magn lyfsins.
Álit þessara manna á streptomycin var
það, að við vissar tegundir berklaveiki væri
það mikils virði; en við aðrar tegundir
kæmi það ekki að neinu haldi. Þær tegund-
ir, þar sem vænta má árangurs, eru þessar:
1. heilahimnubólga, 2. bráðaberklar, 3.
barka- og lungnapípuberklar, 4 berkla-
lungnabólga, 5. útvortisberklar, 6. garna-
berklar. Einskis verulegs árangurs má
vænta við algengustu og mikilvægustu teg-
30
Reykjalundur