Reykjalundur - 01.06.1947, Page 50

Reykjalundur - 01.06.1947, Page 50
ÓLAFUR B. ÓLÁFSSON: Bróðurkærleikur (Tileinkað starfsemi S.Í.B.S. að Reykjalundi.) ÞÚ AFL, sem hrífur ódauðlega sál og innst í hjarta kveikir heilagt bál, þú gefur jarðarbarni guðamál og gjörir viljann: ósigrandi stál. ÞÚ AFL, sem framkvæmd óskadrauma knýr og y£ir þyngstu strauma reisir brýr, þú finnur ráð, sem böli’ í blessun snýr og birtu sólar þinnar myrkrið flýr. ÞÚ AFL, sem hvergi þolir aumt að sjá og ástúðlega þerrar hrellda brá; þú líknargeislinn, Guði sendur frá, ert gjöfin bezta, sem vort mannlíf á. í lotning dýpst, þér lýtur hjarta manns þá logheit stígur bæn frá sálu hans: Þú bjarti röðull bróðurkærleikans þér bindi lífið dýrsta sigurkrans.

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.