Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 2

Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Fulltrúar frá yfir hundrað ríkjum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) höfðu boð- að komu sína á Rakarastofu- ráðstefnuna svokölluðu sem hófst í gær í höfuðstöðvum SÞ í New York. Fulltrúar Íslands og Súrínam hjá SÞ standa að ráðstefnunni sem hefur vakið heimsathygli og lýkur í kvöld. „Við erum mjög sátt með þátttökuna og vonandi verður hún svona góð á morgun líka. Mér sýnist vera töluvert mikill áhugi á þessu hérna miðað við það sem maður sér og heyrir,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanrík- isráðherra, staddur í New York. Segir viðbrögðin jákvæð Gunnar kveður viðbrögðin úti hafa verið góð, en ráðstefnan hefur sætt gagnrýni, bæði hérlendis og erlendis, vegna þess að þátttakendur ráðstefn- unnar eru allir karlar. Þá er nafn ráð- stefnunnar tilvísun til þess að karlar hittast oft á rakarastofum og ræða málin en hugsunin á bak við ráðstefn- una er að fá karla til að taka meiri þátt í umræðunni um kynjamisrétti. Ákveðið var að halda ráðstefnuna í kjölfar frægrar ræðu leikkonunnar Emmu Watson á síðasta ári, sem markaði upphaf #HeforShe-átaksins, þar sem hún benti á að karlmenn þyrftu að taka þátt í umræðunni um kynjamisrétti. „Auðvitað eru ein- hverjir sem hafa efasemdir um að þessi hugmynd sé til þess fallin að bæta stöðu málaflokksins en almennt eru viðbrögðin jákvæð og fólki finnst þetta spennandi tilraun sem við erum að gera hérna,“ segir Gunnar. Þá vonar Gunnar að ráðstefnan skili sér í aukinni umræðu meðal karla um jafnréttismál. „Við vonum að þetta skili umræðu um þátttöku karla í jafnréttismálum og ofbeldi gegn konum. Við vonumst líka eftir því að þetta styðji við #HeforShe- verkefnið sem Íslendingar hafa tekið opnum örmum. Og ef þetta tekst vel þá vona ég að aðrir taki þessa hug- mynd upp og noti hana heima hjá sér, hvort sem það verður gert í ráð- stefnuformi sem þessu eða í bæj- arfélögum, klúbbum, fyrirtækjum eða hvar sem er.“ Lagt var upp með að Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands, færi með ræðu á ráðstefnunni en hún þurfti að boða forföll. Mun hún því ávarpa ráðstefnuna í gegnum netið. Karlar ræða jafnréttismál  Rakararáðstefnunni í New York lýkur í dag  Fulltrúar frá yfir hundrað ríkjum taka þátt  Gunnar Bragi segir áhugann mikinn og þátttökuna góða Ljósmynd/Urður Gunnarsdóttir Jafnrétti Ráðstefnan hófst í gær. Frá vinstri: Gréta Gunnarsdóttir, fyrrv. fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, Bragi Sveins- son, forveri hennar, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og aðstoðarmaður hans, Sunna Gunnars Marteinsd. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Hvalaskoðunarfyrirtækið Norður- sigling á Húsavík vinnur að því að raf- magnsvæða eitt skipa sinna, skonn- ortuna Opal, þannig að seglbúnaður skipsins verði notaður til að hlaða raf- hlöðurnar sem knýja áfram skipið. „Við erum að þróa alveg nýtt kerfi sem byggist á því að seglin og raf- magnið vinna saman. Ef það er góður vindur getum við notað seglin og skrúfuna til að hlaða rafhlöðurnar. Við ákveðnar aðstæður getum við því framleitt rafmagn,“ segir Árni Sigur- bjarnarson, einn eigenda Norðursigl- ingar. „Það gefur miklu meiri upplif- un að vera á hljóðlausum bát heldur en að vera á báti með vélarhljóð. Fyr- ir utan það að allt vélarhljóð hefur áhrif á lífríkið.“ Nota seglbúnaðinn til að hlaða rafhlöðurnar Ljósmynd/Norðursigling Skonnorta Opal er tveggja mastra seglskip og tekur 60 farþega í dagsferðir.  Báturinn hljóð- látari en vélbátur Þyrla Landhelg- isgæslunnar lenti á Akureyri um klukkan 20 í gærkvöldi eftir að hafa verið kölluð á vett- vang í Hlíð- arfjalli til að flytja þaðan vél- sleðamann sem hafði slasast í Litlahnjúki, sem er nyrst í fjallinu. Björgunarsveitir í Eyjafirði voru kallaðar út síðdegis í gær eftir að tilkynning barst um að maður hefði slasast í Hlíðarfjalli og fóru á stað- inn á vélsleðum og snjóbíl, en þarna er svæðið talsvert grýtt og ekki þótti ráðlegt að flytja hann niður í bíl og var því kallað á þyrluna. Maðurinn slasaðist talsvert og hlaut m.a. beinbrot en er ekki sagð- ur vera í lífshættu. Hann var ásamt fimm öðrum í vélsleðaferð í fjall- inu. Þyrla Gæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann Þyrla Maðurinn var sóttur í Hlíðarfjall. Gert er ráð fyrir stormi norðaust- antil á landinu í kvöld með vindi meira en 20 metrar á sekúndu sam- kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Tekið er fram að víða verði slæmt ferðaveður af þeim sökum. Spáð er norðlægri átt 8-15, það verður éljagangur norðantil, en bjartviðri syðra. Hvessir heldur og bætir í ofankomu nyrst seint í kvöld og nótt. Norðvestan 13-20 og fer að snjóa á Norður- og Austurlandi seint á morgun, en annars hægari og úr- komulítið. Norðvestan og vestan 15- 23 norðaustantil í kvöld. Frost yfir- leitt 0 til 8 stig en kaldast verður í innsveitum. Á morgun er spáð 10-18 metrum á sekúndu norðaustantil og snjókomu norðvestantil. Bjartviðri verður þó fyrir sunnan. Frost yfirleitt 1 til 8 stig og kaldast inn til landsins, sam- kvæmt upplýsingum Veðurstofu. isb@mbl.is Stormi spáð á Norð- austurlandi í kvöld  Spáð er bjartviðri fyrir sunnan Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir Óveður Víða verður slæmt veður. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Edda Heiðrún Backman, leikari og málari, er ein af þeim sem nýta sér ferðaþjónustu fatlaðs fólks sem legið hefur undir miklu ámæli að undan- förnu. Strætó tók yfir rekstur þjón- ustunnar alls staðar á höfuðborgar- svæðinu, nema í Kópavogi, um áramótin og innleiddi nýtt kerfi sem hefur ekki virkað sem skyldi. Edda bættist í stóran hóp þeirra sem eru ósáttir við þessa þjónustu eftir gærdaginn. Hún hringdi þá á bíl til að koma að heimili sínu því hún átti að mæta í sund. Bíllinn hinsvegar kom ekki á tilsett- um tíma, heldur klukkutíma of seint og missti Edda því af sund- inu – sem er henni svo mikilvægt. Ekki var raun- um hennar lokið því síðar um dag- inn þurfti hún aftur að panta ferð með þjónustunni. „Þá þurfti ég líka að bíða og bíða. Ég beið svo lengi að ég missti af klósettferð og átti bara að bíða og pissa á mig,“ segir hún og það má heyra á rödd hennar hversu reið hún er út í kerfið og þessar breytingar. „Ég verð ekki oft reið en ég er mjög reið eftir þennan dag. Mér féll allur ketill í eld, brotnaði niður og fór að gráta. Það er erfitt að panta bíl og bíða eftir einhverju sem kannski kem- ur ekki.“ Óöryggi, hræðsla og röskun Starfandi formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar hefur gefið for- ráðamönnum Strætó frest til 23. jan- úar að skila áætlun um hvernig ráðin verði bót á þeirri stöðu sem er uppi vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Í yfirlýsingu sem réttindagæslumenn fatlaðs fólks í Reykjavík og á Sel- tjarnarnesi sendu frá sér á mánudag kom fram að fólkið hefði upplifað óör- yggi, hræðslu og mikla röskun á sínu daglega lífi vegna ófullnægjandi þjón- ustu Strætó. Þá hefur Dagur B. Egg- ertsson beðið fatlað fólk afsökunar á þróun mála. „Það hefur valdið mikl- um vonbrigðum hvað breytt fyrir- komulag og tölvukerfi hefur farið illa af stað eins og fjölmörg dæmi sanna. Strætó baðst í gær velvirðingar og bað notendur þjónustunnar afsökun- ar á þeim óþægindum sem þeir hefðu orðið fyrir – og það geri ég sömuleið- is.“ Samráðshópur frá Strætó, sveitar- félögum og hagsmunasamtökum fatl- aðs fólks, Þroskahjálp og Öryrkja- bandalaginu, fundaði í gær til að fara yfir framkvæmdina á samningnum en hópurinn á að hittast á fjögurra mán- aða fresti. Honum var ekki lokið þeg- ar Morgunblaðið fór í prentun í gær. Í næstu viku hefur verið boðað til annars fundar með notendum nýja kerfisins þar sem hægt verður að koma með ábendingar og spyrja spurninga um hið nýja kerfi sem skellt var á kynningarlaust. „Brotnaði niður og fór að gráta“  Leikkonan Edda Heiðrún Backman er afar ósátt vegna seinagangs ferðaþjónustu fatlaðs fólks  Strætó hefur frest til 23. janúar að taka til í nýja kerfinu sínu sem legið hefur undir miklu ámæli Edda Heiðrún Backman Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á láti konu í Stelkshólum í lok september. Málið er komið til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um útgáfu kæru, hvort málið verði fellt niður eða sent lögreglu til frekari rann- sóknar. Maður konunnar sem lést var handtekinn á vettvangi og er í öryggisgæslu á réttargeðdeild Landspítalans á Kleppi. Rannsókn lögreglu á mannsláti lokið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.