Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 4
Farangur Starfmenn á Akureyrarflugvelli afferma flugvélina.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Tíðarfarið í desember sl. gerði Flug-
félagi Íslands líkt og öðrum sam-
göngufyrirtækjum lífið leitt. Varð fé-
lagið að fella niður meira en tvöfalt
fleri ferðir í desember en í sama
mánuði árið áður.
Núna í desember var 71 ferð felld
niður vegna veðurs, eða 142 flug-
leggir, borið saman við 28 ferðir (56
flugleggi) í desember árið 2013.
„Jólamánuðurinn var mjög erfiður
og þungur fyrir innanlandsflugið
vegna veðurfarsins. Það kom hver
lægðin á fætur annarri í desember
og voru því miður nokkrir dagar þar
sem engin vél fór í loftið. Það er mjög
sjaldgæft að það gerist,“ segir Ingi
Þór Guðmundsson, forstöðumaður
sölu- og markaðssviðs Flugfélags Ís-
lands, í samtali við Morgunblaðið.
Félagið er með áætlunarflug til
Akureyrar, Ísafjarðar og Egilsstaða,
auk Grænlands og Færeyja.
Fella varð niður 11 flugferðir til
Grænlands í desember, eða 22 flug-
leggi (aðra leiðina). Í sama mánuði
2013 var sjö ferðum aflýst.
Getur þýtt 10 milljóna tap á dag
Ingi Þór segir árið í ár fara betur
af stað fyrir innanlandsflugið heldur
en í janúar 2014. Það sem af er jan-
úar hafa níu ferðir verið felldar niður
en voru 32 á sama tíma í fyrra. Frá
áramótum hefur aðeins þurft að af-
lýsa fjórum ferðum til Grænlands.
Að sögn Inga Þórs er flugfélagið
með áætlanir til að bregðast við þeg-
ar ferðum er aflýst.
„Við bætum ávallt við aukaferðum
síðar um daginn eða daginn eftir svo
farþegar komist á leiðarenda. Ef far-
þegar óska ekki eftir því þá endur-
greiðir Flugfélag Íslands fargjaldið.
Eins og veðrið hefur verið undanfar-
ið þá veldur það oft röskun fyrir flug-
farþega en þetta hefur líka einhver
fjárhagsleg áhrif á félagið,“ segir
Ingi Þór en hann áætlar að félagið
geti orðið af 10 milljóna króna
tekjum á dag ef allar ferðir falla nið-
ur, miðað við meðaltalsbókanir.
Hann segir engan vafa leika á því
að veðrið undanfarin misseri hafi
orðið kröfugra með hverri lægðinni á
fætur annarri. Þetta hafi haft áhrif á
innanlandsflugið og aðrar sam-
göngur í landinu. Stundum sé ekki
heldur hægt að komast landleiðina.
„Íslendingar hafa stólað á flugið í
gegnum árin og oft verið auðveldara
og öruggara að taka flugið þegar
færðin er slæm,“ segir Ingi Þór.
Ókyrrð og ísing í lofti
Einar Sveinbjörnsson veðurfræð-
ingur segir það ekki koma sér á
óvart að svo margar flugferðir hafi
verið felldar niður undanfarnar vik-
ur. Mestallan desembermánuð hafi
verið illviðrasamt og mikið af djúp-
um lægðum í kringum landið.
„Skil fóru yfir með miklum hita-
breytingum og fyrir flugið er það
ekki gott. Í sterkum sunnan- og suð-
vestanáttum verða til bylgjur af fjöll-
um og ókyrrð skapast í lofti. Við slík-
ar aðstæður er flug fellt niður.
Skilum og hitafarsbreytingum fylgir
oft ísing og þegar þetta fer saman,
ókyrrð og ísing, þá kemur það ekki á
óvart að flug fellur niður,“ segir Ein-
ar.
Hann segir aðstæður mismunandi
eftir flugvöllum. Í ákveðnum vind-
áttum sé einfaldlega ekki hægt að
lenda á Ísafirði á meðan aðstæður
eru mun betri í Reykjavík og á Egils-
stöðum. Stundum geti vindáttir ver-
ið óhagstæðar til lendingar á Akur-
eyri.
Að sögn Einars hefur janúar verið
heldur skaplegri og minna um raun-
verulegt illviðri. Meira hafi verið um
norðanáttir og þá sé loftið ekki eins
rakt þó að éljað geti og snjóað. Verra
sé fyrir flug og aðrar samgöngur að
fá raka af Norður-Atlantshafi með
suðlægum áttum.
Flugi oftar aflýst vegna veðurs
Ríflega tvöfalt fleiri flugferðir felldar niður hjá Flugfélagi Íslands í desember en í sama mánuði 2013
Hver lægðin á fætur annarri 82 ferðum aflýst innanlands og til Grænlands Janúar skaplegri
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Afísing Þegar flugvélin, Fokker 50, lenti á Akureyrarflugvelli var hafist handa við að afísa hana.
Ingi Þór
Guðmundsson
Einar
Sveinbjörnsson
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Met var líklega slegið í fjölda merktra
fugla hér á landi í fyrra og ekki ólíklegt
að nýjar tegundir hafi einnig bæst við.
Guðmundur A. Guðmundsson, dýravist-
fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís-
lands og umsjónarmaður fuglamerkinga,
taldi að merktir hefðu verið um 18.000
fuglar 2014. Skýrslur hafa ekki enn bor-
ist frá öllum fuglamerkingamönnum um
merkingar í fyrra og því liggur endanleg
tala ekki fyrir.
Fram að því höfðu mest verið merktir
rúmlega 16 þúsund fuglar á einu ári og
hafði það gerst fjórum sinnum. Undan-
farin ár hefur fjöldi nýmerkinga á
hverju ári yfirleitt verið á bilinu 11-12
þúsund.
Munar mest um auðnutittlingana
„Það er allt útlit fyrir að nýtt met hafi
verið sett í fyrra, mér sýnist fjöldinn
stefna í um 18.000 merkingar á árinu
2014,“ sagði Guðmundur. „Það munar
mest um gríðarlegan fjölda auðnutitt-
linga sem voru merktir.“ Það er mjög
breytilegt frá ári til árs hvað margar
fuglategundir eru merktar, að sögn
Guðmundar. Alls höfðu verið merktar
149 tegundir í árslok 2013 en líklega
fjölgaði þeim í fyrra.
Guðmundur tók nýlega saman lista yf-
ir þá fuglamerkingamenn sem merkt
höfðu flestar fuglategundir í lok árs
2013. Þar var efstur Sverrir Thor-
stensen á Akureyri. Hann hafði merkt
71 tegund og um 61.000 fugla fram að
því. Næst kom Fuglaathugunarstöðin á
og hætti fuglamerkingum og skilaði
merkjum sem hann var með.
Nýir fuglamerkingamenn bætast í
hópinn, 3-4 á ári undanfarin ár.
„Það munar mikið um það. Meðalald-
urinn var farinn að hækka svolítið,“
sagði Guðmundur. Hann sagði að nýlið-
ar þyrftu að læra að handleika lifandi
fugla og meðhöndla búnaðinn hjá reynd-
um fuglamerkingamönnum, eins konar
lærimeisturum. Eftir útskrift geta þeir
orðið sjálfstæðir fuglamerkingamenn.
Suðausturlandi sem hafði merkt 67 teg-
undir og um 23.000 fugla. Í þriðja sæti
var Þorvaldur Björnsson með 66 fugla-
tegundir.
Nýliðum fjölgar í hópnum
Óskar J. Sigurðsson, fyrrverandi vita-
vörður á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, á
Íslandsmet í fjölda merktra fugla.
Hann var búinn að merkja vel yfir
90.000 fugla á meira en 60 árum þegar
hann flutti frá Vestmannaeyjum í fyrra
Met í merkingum fugla
Í fyrra voru merktir hér á landi um 18.000 fuglar og er það met
Sverrir Thorstensen á Akureyri hefur merkt fugla af 71 tegund
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Frelsinu feginn Auðnutittlingurinn tók glaður flugið eftir að Sverrir hafði merkt hann
með hringmerki um fótinn. Mikið hefur verið af auðnutittlingum á landinu.
Sverrir Thorstensen, fuglamerkingamaður á Akureyri,
hafði merkt fleiri tegundir fugla en nokkur annar Ís-
lendingur í lok ársins 2013. Í gær voru fuglarnir orðnir
tæplega 65.000 frá 1979 þegar hann hóf merkingar.
Sverrir var í gær að merkja auðnutittlinga við íbúðar-
hús á Akureyri þar sem fuglar eru fóðraðir. Hann fékk
aðstöðu í þvottahúsi til að mæla, vigta, merkja og skrá
fuglana áður en þeim var sleppt aftur.
Sverrir kvaðst deila heiðrinum af fuglamerkingunum
með fjölda fólks sem hefur unnið með honum að merk-
ingunum í gegnum árin. „Ég get til dæmis ekki verið
einn við álftamerkingar. Eins þarf mannskap þegar ver-
ið er að merkja sjófugla á Breiðafirði þótt merkin séu
skráð á mig,“ sagði Sverrir. Hann taldi ekki ólíklegt að
félagar hans í Fuglaathugunarstöðinni ættu eftir að
síga fram úr honum hvað varðar fjölda merktra tegunda
enda koma margir flækingar í Hornafjörð.
„Fyrstu 20 árin sem ég var í fuglamerkingum var ég
fyrst og fremst í Suður-Þingeyjarsýslu. Þá bjuggum við
í Stóru-Tjarnaskóla. Á seinni árunum hef ég bæði merkt
í Suður-Þingeyjarsýslu og í Eyjafirði, aðallega á Akur-
eyri. Ég hef líka merkt töluvert mikið í Flatey á Breiða-
firði og í nálægum eyjum. Þar næ ég tegundum sem ég
fæ ekki hér fyrir norðan,“ sagði Sverrir.
Mest hefur hann merkt af snjótittlingum, um 14.700
fugla og þar næst 13.700 skógarþresti. Nú er óhemju
mikið af auðnutittlingum um allt landið líkt og undan-
farin 3-4 ár. Sverrir kvaðst hafa opnað gildruna í gær
því hann hafði ekki undan að merkja alla auðnutitt-
lingana sem í hana sóttu.
Fuglar sem Sverrir hefur merkt hafa endurheimst
víða um heim, meðal annars í Afríku. En sá langförulasti
er líklega kría.
„Við Ævar Petersen settum á hana staðsetningar-
búnað þar sem hún var varpfugl í Flatey á Breiðafirði.
Svo náðum við henni aftur og gátum lesið hvert hún
hafði farið. Hún hafði flogið hefðbundna leið að suður-
odda Afríku. Þá brá hún sér langleiðina til Ástralíu og
svo niður að Suðurskautslandinu þar sem kríur halda til
í Weddell-hafi. Þaðan flaug hún beina leið, eins og Atl-
antshafshryggurinn liggur, og kom sér aftur heim,“
sagði Sverrir.
Tæplega 65.000 fuglar
SVERRIR THORSTENSEN FUGLAMERKINGA-
MAÐUR BYRJAÐI AÐ MERKJA FUGLA ÁRIÐ 1979