Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 10

Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 kÖku gerÐ hp www.flatkaka.is Flatkökur& rúgbrauð ádiskinn þinn þjóðlegt, gómsætt og gott Gríptu með úr næstu verslun Vinnufatnaður 25090 Dömusandalar Litur Svart, hvítt, blátt. Str. 36-42 Verð kr. 14.990 25240 Sportskór Litur Svart, hvítt. Str. 36-42 Verð kr. 9.900 Mikið úrval af flottum gæða vinnufatnaði sem þolir þvott allt að 95° og þarf ekki að strauja. Fyrir fagfólk Pant ið vö rulis ta hjá o kkur prax is@p raxis .is Bonito ehf. | Faxafen 10 | 108 Reykjavík | Sími 568 2878 Opið mánud. - föstud. 11:00-17:00, lokað laugardaga. Vatteraðir jakkar 15.900 kr. Fást í 5 litum, lime, svörtu, rauðu, kongabláu og fjólubláu. Einnig til á herrana. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Mig hafði lengi langað tilað búa til minn eiginfón, en aldrei látiðverða af því, fyrr en eft- ir að hrunið kom, þá fannst mér allt heldur leiðinlegt svo ég ákvað að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Sigurður Árni Kjartansson sem óð í verkið og bjó til sinn eigin fón, eða það sem margir kalla plötuspilara. Nú hefur hann bætt um betur og gert annan fón, aðeins stærri. „Þetta er rosalega skemmtilegt, að viða að sér því sem þarf og setja það svo saman. Sumt lét ég sérsmíða fyrir mig, annað keypti ég tilbúð hér heima eða pantaði að utan. Það sem dreif mig áfram við smíðina á fyrri fóninum var löngunin til að eiga minn eigin fón, en í seinna skiptið langaði mig til að ná enn betri hljómi. Þegar ég prófaði fyrri fóninn í fyrsta skipti var ég skítnervus um að hljómurinn yrði hræðilegur, en það skemmtilega var að hann hljóm- aði nokkuð vel,“ segir Sigurður og bætir við að það sé í raun sáraeinfalt að búa til fón. „Það sem skipti öllu máli er að smíðin sé nákvæm, til hennar þarf að vanda. Til að hafa þetta mjög ná- kvæmt þá eru til dæmis diskarnir sem snúast undir vínylplötunum gerðir í tölvustýrðum rennibekk og leysiskurðurinn á hringjunum er nánast hundrað prósent.“ Las sér til á netinu Fónarnir eru að öllu leyti út- færsla og hönnun Sigurðar og hann segist hafa lesið sér til á netinu um hvernig hann ætti að fara að. Smíðaði sjálfur sína eigin plötuspilara Hann veit ekki til að nokkur annar hafi hér á landi smíðað fón frá grunni, en hann segir það í raun vera sáraeinfalt, það sem skipti öllu máli er að smíðin sé nákvæm. Sigurður Árni Kjartansson kýs mjúkan tón í sínum græjum. Mikil listasmíð Sigurður sótti í germanskt rúnaletur þegar hann bjó til merkið sitt, en það samanstendur af upphafsstöfum hans, S, Á og K. Lampamagnari Þá koma lampar í stað transistora, en lamparnir í þessum koma frá Rússlandi, en Rússar eru manna flinkastir í að búa til slíka lampa. Nú þegar 100 ár eru liðin frá því kon- ur á Íslandi fengu kosningarétt fer af því tilefni af stað hádegisfyrirlestra- röð á vegum RIKK og verða tveir þeir fyrstu á morgun, föstudag, kl. 12-13 í Þjóðminjasafninu. Yfirskriftin er „Margar myndir ömmu“, og á morgun ætla þær dr. Erla Hulda Halldórs- dóttir og dr. Irma Erlingsdóttir að flytja erindi. Í fyrirlestri Erlu Huldu, „Hvers vegna amma? Saga og sjónarhorn“, ræðir hún um hvað þýðir að skrifa um ömmu, hvaða kosti það hefur og hvað ber að varast. Erlendis hafa sögur af ömmum og formæðrum verið not- aðar til þess að varpa ljósi á aðra þætti þjóðarsagna en þá sem teljast til hins sögulega kanóns og það hvort og hvernig almenningur, í þessu til- felli konur, samsama sig slíkri sögu. Inn í umfjöllun Erlu Huldu stíga for- mæður hennar, húsmæður til sveita með stóra barnahópa, enga þvottavél og vinnukonur sem „lentu“ uppi í hjá kvæntum húsbændum sínum. Í fyrirlestri sínum „Sagan, endur- skrif og uppskafningur“ veltir Irma fyrir sér hvernig segja megi sögur af ömmum og langömmum. Hún styðst við leikritið Söguna eftir franska femínistann og rithöfundinn Hélène Cixous en þar gegnir mikilvægu hlut- verki persóna sem ber nafnið Edda og er sögð vera amma: Hún stendur fyrir Söguna sem var sögð en sem þarf jafnframt að endursegja. Það vekur þá spurningu hvernig segja beri söguna; eins og hún hefur verið sögð eða eins og hún hefði getað orð- ið? Irma mun einnig hafa í farteskinu örsögur af ömmum sínum og lang- ömmum, einkum Guðrúnu frá Holti sem virðist ekki hafa verið minni hetja en eiginmaður hennar Stjáni blái en um hann var ort: „Hörð er lundin, hraust er mundin, hjartað gott, sem undir slær.“ Bjarki Karlsson ætlar svo að lesa kvæði sitt „Einn afar sorglegur flokk- ur um það grátlega kynjanna misrétti sem forðum tíðkaðist og þekkist því miður enn“ þar sem hann gerir örlög- um ömmu, sem bjó á Bakka með hon- um afa sem fór um sveitir á Rauð sín- um, réttmæt skil. Vefsíðan www.rikk.hi.is Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Skörungur Á kvennafrídeginum 1975 söng Guðrún Á. Símonar af krafti. Margar myndir ömmu, og ekki sama hvernig sagan er sögð Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. – með morgunkaffinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.