Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 11

Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 11
Morgunblaðið/Golli Heimagerðar græjur Hér má sjá dýrðina alla, fónana báða, en að baki Sigurði er álitlegt safn vínylplatna. „Armurinn þarf til dæmis að vera í nákvæmlega ákveðinni fjar- lægð frá spindlinum í miðjunni og mótorinn þarf líka að vera í ákveð- inni fjarlægð frá miðju. Eftir því sem smíðin er nákvæmari, þá á að hljóma betur. Sá stærri og nýrri hljómar aðeins öðruvísi en sá sem ég gerði fyrst. Sá fyrri er með enskum armi sem er níu tommur en sá sem ég gerði seinna er með tólf tomma armi sem ég pantaði frá Japan. En eftir því sem armurinn er lengri, því minni bjögun er í honum, sem á að skila hreinni spilun.“ Sigurður segir að munurinn á hljóminum í þessum tveimur fónum felist einnig í pikkuppunum, en á bak við pikkuppinn í stærri fóninum er fimmtíu ára vönduð hönnun og fyrir vikið er hljómurinn í honum einstaklega mjúkur. Lampar gefa mjúkan tón Báðir eru fónarnir úr mahóní- viði. „Ég vildi hafa mína fóna úr góðum viði, rétt eins og hljóðfæri eru úr viði, en ekki úr MDF-efni eða einhverju öðru.“ Og ekki vildi Sig- urður hafa lýtandi takka á fónunum til að slökkva og kveikja á þeim, svo hann fékk mág sinn til að smíða sér- stakt frístandandi „hús“ úr tekki með einum slíkum stórum rauðum takka. Merkið á fónunum vekur at- hygli en það er einnig hannað af Sig- urði. „Þetta er germanskt rúnaletur sett saman úr upphafstöfum nafns- ins míns, S, Á og K. Ég fór með teikningu af merkinu í fyrirtæki hér heima sem heitir Geislatækni og þar skar Grétar vinur minn þetta út fyr- ir mig í málm.“ Fónarnir góðu eru tengdir við forláta ítalskan lampamagnara, en í slíkri græju koma lampar í stað transistora. „Það gefur mýkri tón. Lamp- arnir í þessum magnara eru rúss- neskir, enda eru Rússar mjög góðir í að gera svona lampa, en þeir eru aft- ur á móti afleitir í því að gera trans- istora.“ Þriðji fónninn á leið til útlanda í myndatöku Eðli málsins samkvæmt á Sig- urður gott safn af vínylplötum og hann segist hlusta mikið á djass en líka á rokk og nánast hvaða tónlist sem er. „Frá því ég var strákur hef ég hlustað mikið á tónlist og alltaf haft mikinn áhuga á græjum, þannig að þetta tvennt sameinast í smíðinni á fónunum. Þegar geisladiskarnir komu á markaðinn á sínum tíma og vínylplöturnar hurfu nánast, þá fannst mér ferlegt að þurfa að hlusta á fyrstu geisladiskana, þeir hljóm- uðu hryllilega illa, þetta var svo of- boðslega harður hljómur. En sem betur fer hefur mikið verið endur- útgefið af þeirri tónlist á vínyl.“ Sigurður segist ekki vita til að neinn annar hér á landi hafi gert fón frá grunni. „Ég hef fengið nokkra græju- áhugamenn í heimsókn sem hafa fengið að skoða þetta og þeir eru nokkuð ánægðir með útkomuna,“ segir Sigurður sem er byrjaður á þriðja fóninum en sá verður úr ljós- um viði. „Til stendur að hann fari til Sví- þjóðar þar sem hann mun standa til kynningar í sérverslun. Það verður gott að fá álit annarra á honum þar. Einnig er verið að ræða að hann fari í myndatöku fyrir tímaritið Hifimu- sic, það mun sannarlega gleðja mig.“ „Frá því ég var strákur hef ég hlustað mikið á tónlist og alltaf haft mikinn áhuga á græjum, þannig að þetta tvennt sameinast í smíðinni á fónunum.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 NÁMSKEIÐ Í BRIDGESKÓLANUM hefjast fyrir byrjendur mánudaginn 26. janúar og fyrir lengra komna miðvikudaginn 28. janúar, átta kvölda námskeið einu sinni í viku. Upplýsingar hjá gparnarson@internet.is, gsm 8985427. Bridge gerir lífið skemmtilegra Landslið Íslands hefur náð langt í alþjóðlegum mótum, við erum núverandi Norðurlandameistarar. Ungir sem aldnir spila bridge. VILTU LÆRA BRIDGE? Bridgesambandið getur útvegað leiðbeinendur fyrir hópa, fyrirtæki og skóla, og einnig forgefin spil. Guðmundur Páll Arnarson starfrækir Bridgeskólann, þar geta þeir lært sem eru að stíga sín fyrstu skref í bridge og einnig þeir sem vilja bæta við kunnáttu sína. Árlegt alþjóðlegt stórmót Icelandair Reykjavík Bridgefestival fer fram dagana 29. janúar-1. febrúar 2015, skráning á bridge@bridge.is Eldri borgarar spila alla mánudaga og fimmtudaga frá kl. 13.00-17.00 í Síðumúla 37. Félög eldri borgara standa fyrir spilamennsku nær alla daga vikunnar. BRIDGEFÉLÖG OG KLÚBBAR ERU STARFRÆKTIR UM ALLT LAND UPPLÝSINGAR Á BRIDGE.IS– Bridgesambandið býður þeim sem eru 21 árs og yngri að spila bridge frítt öll miðvikudagskvöld kl. 19.00 fram á vor. Spilað er í Síðumúla 37, Reykjavík. Bridgesamband Íslands – Síðumúla 37 – 108 Reykjavík – sími 587 9360 – www.bridge.is – bridge@bridge.is Það er alltaf gaman að tileinka sér nýtt tungumál og það getur auk þess komið að óvæntum notum við óvænt- ustu aðstæður, en aðallega er það skemmtilegt og opnar nýja heima. Nú er indverska sendiráðið á Ís- landi að skipuleggja námskeið fyrir þá sem langar að læra hindi, en það er eitt af þeim opinberu tungumálum sem töluð eru á Indlandi. Á Indlandi er einnig talað tungumál sem heitir urdu. Eru þessi tvö tungumál mál- fræðilega eins, en hindi er skrifað með devanagari-letri og notar meira af orðum úr sanskrít. Aftur á móti er urdu skrifað með persnesk-arabísku letri og notuð fleiri arabísk og pers- nesk orð. Þeir sem hafa áhuga á að læra hindi geta sent tölvupóst á: gen@indianembassy.is Endilega … … lærið tungu- málið hindi Morgunblaðið/Einar Falur Indland Litríkt land og áhugavert.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.