Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Hágæða flísar frá Ítalíu
60 x 60 cm
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Það er ratbjart akkúrat núna, en
svo fer að dimma mjög hratt,“ sagði
Friðrik Ingason, stýrimaður á
frystitogaranum Þerney RE 101,
undir hádegi í gær, en Þerney er eitt
skipa HB Granda. Skipið er að veið-
um í Barentshafi og var um 30 mílur
norður af Noregi, austarlega í
norsku lögsögunni. „Í tæplega tvo
tíma birtir aðeins þannig að það er
rökkur yfir, en mér finnst daginn
lengja hratt og tel mig sjá mun frá
því að við komum á miðin fyrir viku,“
sagði Friðrik.
Á fésbókarsíðu Þerneyjar mátti í
gær lesa kveðju frá áhöfninni þar
sem sagði að það kæmi birtuskíma í
kringum hádegi, en svo væri bara
kolsvart myrkrið. „Það er hins vegar
mjög bjart yfir áhöfninni eins og
alltaf, aflabrögðin eru aðeins að
glæðast dag frá degi þannig að við
erum bara ánægðir með okkur,“
sagði þar.
Um aflabrögðin sagði Friðrik að
þetta hefði byrjað rólega, en samt
aðeins verið stígandi. Þeir hefðu
fengið 1-1½ tonn á tímann og væru
komnir með um 170 tonn.
Vanir meiri veiði
„Menn eru vanir meiri veiði hér
og þeir sem hafa verið hér í mörg ár
og þekkja vel til segja að fiskurinn
sé seinna á ferðinni hérna núna en
áður,“ segir Friðrik. Þerney er eina
íslenska fiskiskipið í Barentshafinu,
en einhverjir fleiri munu vera að
hugsa sér til hreyfings.
Friðrik sagði að leiðindaveður
hefði verið í fyrrinótt, svartabylur
og upp í 27 metra á sekúndu. Í gær
hafði veður gengið niður og vind-
hraðinn var kominn í fimmtán metra
á sekúndu. Hann sagði að á þessum
slóðum yrði ölduhæð hins vegar ekki
sú sama og t.d. á Vestfjarðamiðum.
Sömu skip í efstu sætum
Á vefnum aflafrettir.is er greint
frá því hvaða skip komu með mestan
afla að landi á síðasta ári. Á toppnum
trónir Brimnes RE með 11.755 tonn,
Kleifaberg RE er í öðru sæti með
11.008 tonn og Þerney er í þriðja
sætinu með 9.140 tonn. Í sætum þar
á eftir koma Örfirisey RE, Vigri RE
og Guðmundur í Nesi og hafa tvö
síðastnefndu skipin skipst á sætum á
milli ára, en annars er röð efstu
skipa óbreytt. Athygli vekur að öll
þessi skip eru skráð í Reykjavík.
Á vefnum er bent á að þó að Brim-
nes hafi verið aflahæst frystitogar-
anna sé rétt að hafa í huga að Brim-
nes var með 6.200 tonn af makríl,
sem skekki myndina, en flest frysti-
skipin stunduðu makrílveiðar í
fyrra.
Aflaverðmæti Kleifabergsins var
yfir þrír milljarðar á síðasta ári að
því er fram kemur á aflafrettir.is.
Ratbjart um miðjan dag
Samt bjart yfir áhöfninni á Þerney RE og daginn lengir
hratt Veiðar í Barentshafi fara rólega af stað á nýju ári
Ljósmynd/Guðni Jónsson
Erfiðar aðstæður Þerney RE er eina íslenska skipið sem er að veiðum í myrkrinu í Barentshafinu þessa dagana.
Á myndinni er skipið að veiðum innan um hafís á Halamiðum í desember fyrir rúmu ári.
Um 997.000 ferðamenn fóru um
Keflavíkurflugvöll, Seyðisfjörð og
aðra flugvelli landsins árið 2014 en
um er að ræða 190 þúsund fleiri
ferðamenn en árið 2013. Þetta kem-
ur fram í nýjum tölum sem Ferða-
málastofa birti í gær. Aukningin
milli ára nemur 23,6%.
Bretar og Bandaríkjamenn voru
flestir eða um þriðjungur allra
ferðamanna. Met voru slegin í öll-
um mánuðum ársins 2014 á Kefla-
víkurflugvelli, þar sem talningar á
vegum Ferðamálastofu hafa verið
frá árinu 2002. Aukning milli ára
fór yfir 25% sjö mánuði ársins en
hlutfallslega var hún mest milli ára
í janúar, þar var aukning um 40,1%.
Bretar flugu mikið til Íslands á
síðasta ári og komu 43.400 fleiri
Bretar árið 2014 en árið 2013.
Farþegar með skemmtiferða-
skipum voru rúmlega 105 þúsund
og komu í höfn með 90 skipum. Er
það fjölgun upp á 13,4% frá 2013
þegar þeir voru 92 þúsund talsins.
Nánast öll skemmtiferðaskipin,
eða 96%, höfðu viðkomu í Reykja-
vík.
Þjóðverjar voru langfjölmenn-
astir eða 42,5% af þeim ferðamönn-
um sem ferðuðust með Norrænu
en þar á eftir komu Færeyingar og
Danir fá bronsið.
Ljóst er að umfjöllun um Ísland
erlendis í gegnum kvikmyndir og
sjónvarpsþætti, hagstætt gengi
krónunnar og aukið framboð á
flugsætum hingað til lands skilar
auknum fjölda ferðamanna og að
ferðamannastraumurinn er enn
mikill. benedikt@mbl.is
190 þúsund fleiri
ferðamenn í fyrra
Ísland er vinsælt meðal Breta
2013 2014 Fjöldi
Breyting milli ára
%
Keflavíkurflugvöllur
Seyðisfjörður
Aðrir flugvellir
Samtals
781.016
16.637
9.696
807.349
969.181
18.115
10.260
997.556
188.165
1.478
564
190.207
24,1%
8,9%
5,8%
23,6%
Heimild: Ferðamálastofa
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, segir að
það að raforkan sé að verða uppseld,
séu bæði góð og slæm tíðindi.
Hún telur
nauðsynlegt að
fleiri virkj-
anakostum verði
komið á fram-
kvæmdastig.
„Að hluta til
var þetta jákvæð
frétt, vegna þess
að hún sýnir að
hjól atvinnulífsins
eru farin að snú-
ast, sem kallar á
aukna raforkunotkun. Við sjáum
aukna eftirspurn í ráðuneytinu,“
sagði Ragnheiður Elín í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Iðnaðarráðherra segir að það sem
menn þurfi að átta sig á, sé að á und-
anförnum árum á meðan eftirspurn
eftir raforku hafi verið að aukast,
hafi lítið bæst við framboð rafork-
unnar. „Að Búðarhálsi frátöldum
hefur ekki verið mikið um nýjar
virkjanir, þannig að þessi frétt kem-
ur ekki á óvart, en við verðum að
taka þessa þróun alvarlega og bregð-
ast við með skilvirkum hætti,“ sagði
Ragnheiður Elín.
Ráðherra sagði að skýrt hefði
komið fram á haustfundi Landsvirkj-
unar að nauðsynlegt væri að koma
rammaáætluninni aftur í gang, en
hún hefði verið alveg stopp síðustu
ár. „Ef við horfum á núgildandi
rammaáætlun, þá eru nokkrir álit-
legir virkjanakostir í nýtingarflokki
nú þegar og þar af aðeins tveir í
vatnsafli, Hvalárvirkjun og Blöndu-
veita. Hinir kostirnir eru í jarð-
varma, að stórum hluta til á Reykja-
nesi. Ef aðeins þessir kostir væru
virkjaðir, þá væru virkjanakostir
sem gæfu um átta teravattstundir á
borðinu, samanborið við þær 18
TWst sem við framleiðum í dag, en af
öllum þessum kostum eru það bara
Þeistareykir sem eru komnir á fram-
kvæmdastig,“ sagði iðnaðarráðherra.
Ragnheiður Elín segir að þings-
ályktunartillaga frá umhverfis-
ráðherra frá í haust sé til meðferðar í
þinginu. „Ráðherrann fór að tillögu
verkefnisstjórnarinnar um að bæta
við efstu virkjuninni í neðri hluta
Þjórsár og því er það spurning hvort
fleiri virkjanakostum verði bætt í
þann hóp, sem ég myndi telja mjög
skynsamlegt. Að minnsta kosti
Þjórsárvirkjanir,“ sagði ráðherra.
Hún bendir á að þeir virkjana-
kostir séu skynsamlegir, bæði út frá
hagkvæmni og út frá náttúruvernd-
arsjónarmiðum. „Ef það verður nið-
urstaða þingsins þá erum við komin
með fleiri virkjanakosti, sem er nauð-
synlegt, þannig að við getum farið að
gera áætlanir fram í tímann og koma
kostunum á framkvæmdastig.“
Morgunblaðið/RAX
Búðarhálsvirkjun Landsvirkjun
kynnti virkjunina árið 2010.
Ráðherra vill
fjölga virkjana-
kostunum
Hjólin farin að snúast og eftirspurn
eftir raforku farin að aukast á ný
Ragnheiður Elín
Árnadóttir