Morgunblaðið - 15.01.2015, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922
Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is
Gripahúsagluggar
á góðu verði
svo langur tími er mjög íþyngjandi
fyrir starfsfólk og starfsemi. Þegar
stofnanirnar voru sameinaðar í eina
var loks farið að huga að sameig-
inlegu framtíðarhúsnæði. Forstjóri
einnar eldri stofnunarinnar, Her-
mann Guðjónsson, var fenginn til að
stýra sameiningunni og sinnti því erf-
iða verki vel. Þegar hann ákvað að
stíga til hliðar ári síðar sótti ég um en
hefði að líkindum ekki gert það ári
fyrr þegar verkefnið var enn of laust í
reipunum.
Ýmislegt ávannst fyrsta árið,
þannig að á fyrsta heila rekstr-
arárinu náðist til dæmis að sýna fram
á töluverða hagræðingu. Mesta hætt-
an við jafn mikið umrót og verður í
breytingum sem þessum er sú að
missa sérhæft starfsfólk til annarra
verkefna, en blessunarlega gerðist
það ekki og öll þjónusta við viðskipta-
vini hélst óskert allan tímann. Fyrir
það erum við einkar þakklát. Í sept-
ember síðastliðnum fluttum við hing-
að í Ármúla 2. Mitt verkefni er að
leiða fólkið hér innandyra til sam-
stöðu og sameiginlegrar sýnar um
heildstæðar, öruggar samgöngur,
hvort sem þær eru í lofti, á láði eða
legi.“
Árangur í slysavörnum
„Mat mitt er að það hafi verið rétt
ákvörðun að sameina stjórnsýsluna í
eina sterka stofnun því einar og sér
hefðu eldri stofnanirnar ekki haft
sömu möguleika á þróun og fram-
förum og varla lifað af hagræðing-
arkröfu fjárveitingavaldsins. Ákvarð-
anir um svipaðar sameiningar hafa
verið teknar í nokkrum löndum í
kringum okkur sem við horfum mikið
til, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku
og við hjá Samgöngustofu leggjum
okkur líka fram um að læra af
reynslu þeirra þjóða. Við væntum
áframhaldandi árangurs af sam-
hentri vinnu í einni stofnun fyrir allar
gerðir samgangna í lofti, á sjó og
landi en eins og komið hefur fram var
fjöldi banaslysa á Íslandi sögulega
lágur á síðasta ári. Ekkert banaslys
varð í flugi eða á sjó og í umferðinni
létust fjórir sem þó er auðvitað fjór-
um mannslífum of mikið. Margir eiga
þátt í þeirri jákvæðu þróun sem orðið
hefur og eiga heiður skilinn. Aukin
vitund og fræðsla til þeirra sem eru á
ferðinni, vegfarenda, sjófarenda og
flugfólks hefur mikið forvarnargildi,
farartækin eru orðin öruggari, mann-
virkin betri, eftirlitið skilvirkara og
slysarannsóknir skila sínu svo eitt-
hvað sé nefnt.“
Alvarleg slys allt of mörg
En það er mikilvægt að skoða töl-
fræðina frá fleiri hliðum. Nú þegar
flugmálin, siglingarmálin og umferð
á vegum eru undir sama þaki hér í
Samgöngustofu er auðveldara að
skoða hana og þróunina á undan-
förnum árum og áratugum. Því þó að
banaslysum hafi sem betur fer fækk-
að gífurlega þá eru alvarlegu slysin
enn allt of mörg og afleiðingar þeirra
geta haft mjög mikil og langvarandi
áhrif á fólk sem fyrir þeim verður og
fjölskyldur þeirra.
„Mörg undanfarin ár hafa stjórn-
völd varið fé til öryggisáætlana, ég
nefni sérstaklega áætlun um öryggi í
umferðinni. Árangurinn af starfinu
sem unnið hefur verið með þeim
stuðningi hefur ekki látið á sér
standa, en að þessu sinni var engum
fjármunum varið til umferðarörygg-
isáætlunar í fjárlögum. Þetta kom
okkur á óvart því góður árangur í
samgönguöryggi á einu ári er ekki
sjálfgefinn á því næsta. Árangri verð-
ur stöðugt að viðhalda og helst af öllu
að setja markið sífellt hærra. Í ljósi
fjárhagslegs niðurskurðar til mála-
flokksins þurfum við nú að finna nýj-
ar leiðir til að halda áfram því góða
starfi sem er undirstaða framfaranna
og vonandi tekst okkur það með sam-
vinnu við aðra, jafnt opinbera aðila,
fyrirtæki, almenning og félaga-
samtök.“
Þórólfur segir meðal annars að vit-
undavakningin sé fólgin í því að
hvetja alla þá sem eru þátttakendur í
umferðinni til að vera virkir. „Það er
til dæmis ekki svo langt síðan farið
var að tala um að ábyrgðin lægi ekki
Ný ferð á hverjum degi
Öryggi í samgöngum kemur ekki af sjálfu sér, segir forstjóri Samgöngustofu Þórólfur Árnason
Sameiginleg sýn um heildstæðar, öruggar samgöngur, hvort sem þær eru í lofti, á láði eða legi
Morgunblaðið/Golli
Forstjórinn Þórólfur Árnason stýrir nú Samgöngustofu.
Umferðarslys á Íslandi í tíu ár
*Flugslys: 8, alvarleg flugatvik: 16, alvarleg flugumferðaratvik: 5
Ár Látnir Alvarlega slasaðir Samtals
2005 19 129 148
2006 31 153 184
2007 15 195 210
2008 12 200 212
2009 17 170 187
2010 8 205 213
2011 12 154 166
2012 9 136 145
2013 15 177 192
2014 4 170 174
Samtals 142 1519 1831
Banaslys í umferðinni
Ár Látnir
1995 24
1996 10
1997 15
1998 27
1999 21
2000 32
2001 24
2002 29
2003 23
2004 23
2005 19
2006 31
2007 15
2008 12
2009 17
2010 8
2011 12
2012 9
2013 15
2014 4
Banaslys á sjó
Ár Látnir
1995 3
1996 10
1997 6
1998 2
1999 2
2000 2
2001 6
2002 2
2003 1
2004 3
2005 3
2006 4
2007 5
2008 0
2009 1
2010 1
2011 0
2012 4
2013 2
2014 0
Banaslys loftfara
Ár Látnir
1995 5
1996 0
1997 0
1998 3
1999 0
2000 4
2001 0
2002 0
2003 0
2004 0
2005 0
2006 0
2007 0
2008 0
2009 1
2010 0
2011 0
2012 2
2013 2
2014 0*
VIÐTAL
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Þórólfur Árnason hóf störf sem nýr
forstjóri Samgöngustofu í ágúst á
síðasta ári. Samgöngustofa annast
stjórnsýslu og eftirlit með öryggi í
flugi, siglingum, umferð, samgöngu-
mannvirkjum og leiðsögu. Öll verk-
efni sem áður heyrðu undir Flug-
málastjórn Íslands og Umferðarstofu
hafa færst til Samgöngustofu, sem og
stjórnsýslu- og eftirlitsverkefni Sigl-
ingastofnunar Íslands auk leyfisveit-
inga og umferðareftirlits sem áður
voru á hendi Vegagerðarinnar.
Fyrstu mánuðir Þórólfs í starfi hafa
verið annasamir við að kynnast starf-
seminni, innviðum og nýju samstarfs-
fólki auk þess að hitta fjölmarga við-
skiptavini og heyra þeirra sjónarmið.
Hann vill að Samgöngustofa sé þjón-
ustumiðstöð fyrir atvinnulífið og al-
menning og að fólk geti leyst sem
flest af sínum málum sjálft í gegnum
netið. „Almenningur og atvinnulífið
vill eðlilega hafa gegnsæi í stjórnsýsl-
unni og líka jafnræði. Að einn fái leyfi
sem hinn fær ekki án málefnalegra
ástæðna er ekki í boði. Ég hef gert
mér ferðir út úr stofnuninni til að
hitta viðskiptavini og heyra í þeim.
Allir þeir fundir hafa undantekning-
arlaust verið góðir. Tilfinning mín er
að verkefni hjá Samgöngustofu í
þágu öryggis og þjónustu séu unnin
af fagmennsku og metnaði en vissu-
lega má alltaf bæta sig.“
Hefði ekki sótt um ári fyrr
Þórólfur hefur komið víða við á sín-
um ferli en nú vill svo skemmtilega til
að skrifstofa hans hjá Samgöngu-
stofu er í sama húsi og þegar hann
var forstjóri Skýrr. Við ráðninguna
vó reynsla Þórólfs úr atvinnulífinu
þungt en hann segist ekki viss um að
hafa sóst eftir starfinu hefði það verið
auglýst ári fyrr. „Sameiningin gekk
formlega í garð 1. júlí 2013, eftir
a.m.k. fjögurra ára aðdraganda en