Morgunblaðið - 15.01.2015, Page 30

Morgunblaðið - 15.01.2015, Page 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 - Þín brú til betri heilsu Taktu í taumana og finndu þitt jafnvægi Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 Kynningarfundur á námskeiðum Heilsuborgarskólans fimmtudaginn 15. janúar kl 18:00 Hvað hentar þér? Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf – Eru kílóin að hlaðast á? – Er svefninn í ólagi? – Ertu með verki? – Líður þér illa andlega? – Ertu ekki að hreyfa þig reglulega? – ....eða er hreinlega allt í rugli? www.heilsuborg.is uðu jafnvel um glannaskap. En við vorum ákveðnir. Til dæmis þurftum við Sigtryggur að veðsetja íbúðar- húsin fyrir kaupunum á lagernum og það þótti almennt ekki til eftir- breytni. Verkefnastaðan var ekki nógu góð í upphafi, en á móti kom að starfsmenn voru ekki nema rétt um fjörutíu talsins. Fljótlega eftir kaup- in lifnaði yfir starfseminni og innan árs nálgaðist fjöldi starfsmanna eitt hundrað. Í dag, tíu árum síðar, eru á launaskrá hjá fyrirtækinu um 160 manns, þannig að þetta hefur allt saman blessast.“ Anton segir að ekki hafi unnist mikill tími til að gera fullkomnar við- skiptaáætlanir í upphafi, trúin á fyr- irtækið og starfsemina hafi einfald- lega rekið alla áfram. „Markmiðið var nú ekki flókið, stefnan var að reka fyrirtækið rétt- um megin við núllið. Við töldum okk- ur hafa ágætan bakgrunn og þekk- ingu til að reka fyrirtækið, auk þess sem verkþekkingin er á háu stigi. Við vorum því í ágætri stöðu til að láta hlutina ganga upp, vinna verkefnin á faglegan hátt og fyrir samkeppn- isfært verð.“ Samherji eignast meirihlutann Í október á síðasta ári gerðu for- svarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja tilboð í 80 % hlut í fjárfest- ingarfélaginu ESTIA, sem átti lið- lega 70% hlutafjár í Slippnum. Sam- keppniseftirlitið hefur nú staðfest kaupin, þannig að eftir viðskiptin eru félagarnir Anton og Sigtryggur ekki lengur helstu eigendur Slippsins. Anton mun þó áfram stýra fyrirtæk- inu. „ Í raun og veru eru þetta ekki miklar breytingar, starfsemin verður áfram sú sama. Samherji er stórt og öflugt fyrirtæki í sjávarútvegi, þann- ig að þessi viðskipti styrkja stöðu og starfsemi Slippsins á margan hátt. Þar er til staðar mikil þekking á al- þjóðlegum sjávarútvegi, sem kemur til með að nýtast okkur í framtíðinni. Þá er fyrirvari í samþykkt Sam- keppnisráðs um að skip Samherja og tengdra fyrirtækja njóti ekki for- gangs hjá Slippnum. Forsvarsmenn Samherja hafa sagt við mig að til- gangur kaupanna hafi verið að gera gott fyrirtæki betra, mitt hlutverk verður í framtíðinni að vinna að því ætlunarverki nýrra hluthafa.“ Skipasmíði liðin tíð „Ég held að ástandið í þessari grein sé yfirleitt með ágætum um þessar mundir og sem betur fer hef- ur verið aukin ásókn í greinar sem tengjast málmiðnaði á undanförnum árum. Um þriðjungur af veltu fyr- irtækisins er vegna erlendra verk- efna, sem hefur á margan hátt tryggt stöðugleika í starfseminni. Erlend fyrirtæki virðast vera ánægð með þjónustuna, mörg þeirra senda reglulega skip hingað til Akureyr- ar.“ Sú var tíðin að skip voru smíðuð á Akureyri. Anton segir að það sé liðin tíð, enda Ísland ekki samkeppn- isfært á þeim markaði. „Nei, ég sé ekki fyrir mér að skip verði smíðuð frá grunni á Íslandi í náinni framtíð. Við einbeitum okkur að því að smíða vinnslubúnað og annan hátæknibún- að, auk almenns viðhalds. Skip eru hins vegar smíðuð í löndum þar sem launakostnaður er miklu lægri en hérna á Íslandi og þá er bara að snúa sér að öðrum verkefnum. Það þýðir ekkert að keppa við láglaunalöndin og við viljum heldur ekki teljast til þeirra,“ segir Anton Benjamínsson. Reksturinn engin geimvísindi  Samherji hefur eignast meirihlutann í Slippnum á Akureyri  Nýsmíði skipa ekki á döfinni  Dugnaður starfsfólks er oft vanmetinn  Erlend skip send í viðgerð til Akureyrar Jón Sigurðsson Blönduósi „Aligæsir hafa verið til staðar í sögu landsins frá landnámstíð. Þær eru nú taldar í útrýming- arhættu. Þær eru ófleygar vegna þess að búið er að breyta líkams- gerð fuglanna með ræktun.“ Þessar upplýsingar er að finna á ferðaþjónustuvefnum nat.is. Fyr- ir jólin fóru Blönduósingar að taka eftir sérkennilegum gæsum á vappi fyrir utan nýbyggt fugla- skoðunarhús og komu fram ýmsar kenningar um fugla þessa, ætt þeirra og uppruna. Þóttu margir kenna þarna afkvæmi grágæsar og hinnar alhvítu pekingandar. Ýmsar aðrar kenningar hafa verið nefndar sem of langt mál væri að fara út í. Hvað sem líður upplýs- ingum um hina íslensku aligæs þá hefur komið í ljós að þessi ræktaði stofn hefur ræktað sig sjálfur frá hátíðarmatarborðum landsmanna og er orðinn fleygur og dvelur nú í öryggi skotvopna-banns á vest- urbakka Blöndu. En svona til frekari upplýsingar þá er von á fyrstu grágæsum bæj- arins frá Bretlandi í lok mars og verður fróðlegt þegar þessar fleygu alifuglagæsir hitta fjar- skylda ættingja sem hafa ráðið hér ríkjum undanfarna áratugi. Flugu frá hátíðar- matarborðinu  Fleygar aligæsir á Blönduósi yfir jólin Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Á öðrum fæti Gæsin dularfulla er ekki einfætt heldur dregur hún ann- an fótinn upp þegar frostið bítur. Anton viðurkennir að hann sé oft kominn á kontórinn nokkuð snemma dags. „Reksturinn er svo sem engin kjarneðlisfræði. Í svona fyrirtæki þarf að vera til staðar þekking og þar með menntun. Síðan þarf mannskap- urinn að búa yfir reynslu og síð- ast en ekki síst þarf að vera fyr- ir hendi ákveðinn dugnaður. Það er alltaf verið að flagga reynslu og menntun, en dugnaðurinn vill gleymast. Ég mæti á svæðið ekki seinna en klukkan hálfsjö á morgnana. Stundum vakna ég mun fyrr og þá er ekkert annað að gera en að drífa sig í vinn- una. Ég er reyndar ekki sá eini sem mætir oftast svona snemma, kannski er þetta líka aldurinn. Morgunstund gefur gull í mund, ég tek undir það.“ Drjúg morg- unverkin MÆTIR SNEMMA Í VINNUNA Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Morgunhani Anton Benjamínsson, framkvæmdastjóri Slippsins, er oftast mættur til starfa eldsnemma á morgnana. Hann sér ekki fyrir sér að skip verði smíðuð hér á landi en fyrirtækið smíðar vinnslubúnað og annan hátæknibúnað. VIÐTAL Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is „Aðdragandinn að kaupunum var til- tölulega skammur, það verður að segjast eins og er. Við vissum af miklum fjárhagserfiðleikum Slipp- stöðvarinnar, þannig að gjaldþrotið kom okkur í raun og veru ekkert á óvart,“ segir Anton Benjamínsson, framkvæmdastjóri Slippsins. Anton og Sigtryggur Guðlaugsson störfuðu báðir hjá Slippstöðinni á Akureyri þegar fyrirtækið varð gjaldþrota árið 2005. Þeir ákváðu að láta hendur standa fram úr ermum og sendu bústjóranum tilboð í rekst- urinn, ásamt nokkrum fjárfestum. Starfsmenn Slippstöðvarinnar voru þá um fjörutíu talsins. „Á þessum tíma var mikil þensla í þjóðfélaginu og flestir starfsmenn fyrirtækisins gátu nánast valið sér önnur störf. Þess vegna töldum við Sigtryggur mikilvægt að fá hjól fyr- irtækisins til að snúast á nýjan leik og það sem allra fyrst. Viðræður við aðra hugsanlega kaupendur stóðu yf- ir, þannig að við vorum númer tvö í röðinni. Fljótlega voru teknar upp viðræður við okkur, sem enduðu með því að samið var um kaup á lager og leigu á fasteignum og tækjum. Hið nýja fyrirtæki hlaut nafnið Slipp- urinn Akureyri ehf.“ Slippstöðin hafði verið starfrækt frá árinu 1952 þegar nýir eigendur tóku við rekstrinum. Slippurinn veit- ir alhliða þjónustu við sjávarútveginn og teljast helstu útgerðir á landinu til viðskiptavina fyrirtækisins. Þá hefur Slippnum orðið vel ágengt á erlend- um markaði á síðustu árum. Aðrir viðskiptavinir eru stóriðjur, virkjanir og ýmsar verksmiðjur. Anton segir að vel hafi gengið að finna trausta hluthafa. Þá hafi viðtökur starfs- manna Slippstöðvarinnar verið góð- ar, einnig viðskiptavina. Veðsettu íbúðarhúsin „Jú jú, það voru ýmsir sem vöruðu okkur við þessum viðskiptum og töl-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.