Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 36
VIÐTAL Gústaf Skúlason gustaf@99design.net Svíinn Mikael Andreasson er merki- legur maður. Ekki aðeins fyrir það að hafa fæðst og lifað alla ævi handa- og fótalaus. Heldur ekki síður fyrir ár- angurinn af baráttunni við eigin fötl- un sem hefur fært honum innsæið, að takmarkanir hugans eru stærri en líkamans. Andreasson er höfundur bók- arinnar Handalaus, fótalaus – en ekki vonlaus. Þar lýsir hann ævilangri baráttu sinni við að ná tökum á lífinu og að breyta hugarfarinu sem að lok- um gerði hann að fyrirlesara sem ferðast um og m.a. stappar stálinu í bestu íshokkílið Svíþjóðar. Hann er einnig bílahönnuður, bílstjóri og fjög- urra barna faðir. Það er mér og mörgum með hend- ur og fætur hulið, hvernig fötluðum manni eins og þér tekst að lifa lífinu. Þú ekur á eigin hönnuðum bíl, ert kvæntur, fjögurra barna faðir og heldur fyrirlestra. „Í fyrirlestrunum tala ég um eigin valmöguleika, hvað maður kýs sjálfur að gera, þá afstöðu sem maður tekur og innri drífandi kraft. Allt þetta hef ég þurft að vinna með til að forðast að lenda ekki í rúminu eina ferðina enn, þar sem ég er algjörlega ósjálfbjarga og háður öðrum. Það, sem hefur bjargað mér oftar en einu sinni, er að hafa þennan innri styrk og þá hvatn- ingu að fara ekki aftur á sama reit. Hefur alltaf tekist að forðast hlutverk fórnarlambsins Ég er ekki að segja, að mér finnist lífið ekki stundum vera bæði erfitt og ómögulegt. Ég hef reynsluna af því að vera fórnarlamb sem fullorðinn og það er ekki létt. Samt sem áður hefur mér á einhvern hátt alltaf tekist að snúa blaðinu við og forðast hlutverk fórnarlambsins sem ásakar umhverf- ið og kennir ytri aðstæðum um allt. Annað þýðingarmikið atriði sem ég tala um er að notfæra sér það sem lík- aminn býður upp á í stað þess eins og margir gera að syrgja það sem vant- ar. Einblíni ég einungis á skortinn verð ég fullkomlega hjálparvana. Eiginlega ætti enginn að komast af handalaus, því það er svo erfitt að lifa án handa.“ Í blaðaskrifum og sjónvarpsþátt- um í Svíþjóð hefur verið sagt frá bar- áttu þinni fyrir að fá að taka bílpróf og það situr sterkt í mér og mörgum öðrum. Hvernig gekk það fyrir sig? „Mörgum finnst það stórkostlegt, að mér tókst að taka bílpróf. Ég upp- lifði bílprófið hins vegar aldrei sem neinn stóran vegartálma í lífinu. Lík- amlegar takmarkanir mínar eru svo augljósar og flestir sjá þær svo skýrt og dást þess vegna að því, þegar manni tekst að yfirstíga þær í hvers- dagsleikanum. Mín stærsta áskorun er ekki af einfaldara taginu Baráttan hjá mér hefur hins vegar meira snúist um það sem ekki er eins sýnilegt, þ.e.a.s. mín andlegu landa- mæri og þær sjálfsköpuðu hindranir, sem ég hef þurft að berjast gegn til að endurheimta og byggja upp sjálfs- traust og sjálfstilfinningu. Þetta hef- ur verið mín stærsta áskorun og ekki af einfaldara taginu og ekki alltaf sjálfgefið, hvernig mér myndi reiða af.“ Þú keyrir börnin sjálfur í skólann? Já, ég hef haft bílpróf síðan 1983. Núna áður en þú hringdir var ég að keyra börnin heim og ég setti þau fyr- ir framan mynd í sjónvarpinu á með- an ég er í viðtali við Morgunblaðið.“ Þú segir í fyrirlestrinum, að það sé ekki líkaminn sem er stóra hindrunin heldur það sem finnst í höfðinu. „Þetta er eiginlega kjarninn í boð- skapnum. Við höfum öll líkamlegar hindranir á einhvern hátt eins og t.d. sjúkdóma, sársauka og þess háttar. En það eru hins vegar takmörk hug- ans sem oftast stöðva bæði þig og mig. Ég hef margoft sagt við sjálfan mig: þetta getur þú aldrei gert, þetta er ómögulegt, þetta er fyrir utan hið mögulega. Síðar hef ég spurt mig, hvort því sé í raun og veru þannig varið og ákveðið að reyna aftur að leysa málið á einhvern hátt eða a.m.k. reyna einhverja nýja aðferð einu sinni enn til viðbótar öllum þeim fyrri. Margoft hefur það komið mér að óvörum, hvaða möguleikar eru til lausnar á vandamáli sem í upphafi virtist gjörsamlega óleysanlegt.“ Gildir þetta ekki fyrir okkur öll eins og endurspeglast svo vel í heiti bókarinnar: Handalaus, fótalaus en ekki vonlaus? „Viljinn og krafturinn að breyta er óháður því hvar þú ert staddur og ég held, að allir geti breytt lífinu frá þeirri stöðu, sem þeir eru staddir í. En þetta kemur skýrar fram í minni lífsstöðu sem byrjaði á annan hátt en flestra annarra. Það er svo augljóst í mínu tilfelli, þar sem ég tek mig úr stöðu, sem virðist vera gjörsamlega vonlaus.“ Þú ert góð fyrirmynd ekki einungis fyrir fatlaða heldur einnig hinna sem heilbrigðir eru. Hefur þú orðið var við, hvort bókin og fyrirlestrarnir hafa einhver áhrif? „Bæði bókin og fyrirlestrarnir, sem ég hef haldið núna í ellefu ár, hafa haft áhrif. Það sýnir sig ekki síst á öllum bréfum og tölvupóstum sem koma til mín úr öllum áttum. Fólk hefur komið fram til mín eftir fyrirlestur og sagt: Ég var á fyrirlestri hjá þér fyrir fjór- um árum og hugsa á hverjum degi um það sem þú sagðir þá og reyni að breyta lífinu. Oft stórkostlegt að finna viðbrögð áheyrendanna Það er stórkostlegt að fá að heyra þetta. Fyrirlesturinn virðist hafa þýtt meira fyrir suma; það hafi verið meira en bara að fara á einhvern fyrirlestur og síðan er drukkið kaffi, farið heim og öllu saman gleymt. Það er hreint ótrúlegt að fá að upplifa það sem fyr- irlesari, að fólk man eftir manni og þá sérstaklega eftir því sem maður hefur sagt.“ Hjá mér varð það sterk upplifun að hlýða á þig og byrja að skilja, hvílíka þolinmæði þú hefur sýnt við að breyta lífinu. „Já og ekki aðeins það, heldur líka þegar fólk finnur eitthvað í eigin lífi, sem því finnst passa, og getur notað eitthvað af því sem ég hef sagt úr mínu lífi sér til hjálpar. Þarna verður krafturinn til, sem hægt er að nýta til breytinga. Ekki bara að hrífast af því, sem ég hef gert heldur að gera eitt- hvað sjálfur í eigin málum. Það finnst mér vera miklvægara en allt annað. Það er hlutverk mitt, þegar ég fæ borgað fyrir að halda fyrirlestur, þá vil ég að fyrirlesturinn snerti fólk og hafi áhrif, það er markmiðið með fyr- irlestrinum. Ég er afar stoltur af því, að úrvalslið í íshokkí vilja hlusta á mig. Ég hef haldið fyrirlestur fyrir Fröl- unda, Brynäs Färjestaden og fékk ný- lega boð um að fara til Linköping. Þegar ég er á sviðinu reyni ég að vera ég sjálfur. Ég er ekkert ofurmenni. Ég hef mörgum sinnum verið nærri því að gefast upp og er ekki sá sem aldrei gerir mistök. Næsti draumur minn er að skapa mótorhjól, ég hef sýnt mynd af því á fyrirlestrum en sú mynd er mjög raunveruleg í höfðinu á mér. Ég verð að fá að upplifa að keyra mótorhjól og það á svo miklum hraða, að jafnvel lögreglan sjálf geti ekki náð mér!“ Þú hefur unnið mörg verðlaun í íþróttum, eru það allt íþróttir fatlaðra? „Bæði og. Fyrir fatlaða hef ég keppt í sundi, borðtennis og svo hef ég unnið Handalaus og fótalaus bar- áttumaður en ekki vonlaus  Mikael Andreasson hefur lifað alla ævi handa- og fótalaus  Hann er bílahönnuður, bílstjóri og fjögurra barna faðir  Þá er hann þekktur fyrirlesari sem m.a. stappar stálinu í bestu íshokkílið Mikael Andersson „Ef kringumstæðurnar eru réttar kem ég meira en gjarnan í fyrirlestrarferð til Íslands.“ 36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Fríar sjónmælingar með öllum seldum gleraugum Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Optical Studio í Leifsstöð, 4250500
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.