Morgunblaðið - 15.01.2015, Page 41

Morgunblaðið - 15.01.2015, Page 41
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 hestamennsku allt árið. Þá er sér- stök hestabraut í Framhaldsskól- anum í Mosfellsbæ og eigum við gott samstarf við stjórnendur skól- ans og fleiri,“ segir formaðurinn. Vilja stækka reiðhöll Öflugt starf og góð aðstaða leiða af sér meiri kröfur. Mörg verkefni eru því framundan hjá Harðarfélögum sem stefna hátt. „Við höfum verið að vinna við deiliskipulag á svæðinu og þar er gert ráð fyrir stækkun reiðhall- arinnar á Varmárbökkum, en í dag er það mikil starfsemi í reiðhöll- inni að við þurfum að leigja tíma í annarri reiðhöll á svæðinu,“ segir Jóna Dís. Einnig er verið að byggja við félagsheimilið Harð- arból. Er sú vinna öll tekin í sjálf- boðnu starfi. Þá er verið að bæta lýsingu á reiðvegum og unnið er að umhverfisbótum á hest- húsasvæðinu í samstarfi við bæj- arfélagið sem hefur að sögn for- mannsins verið góður bakhjarl í starfsemi Harðar. sbs@mbl.is í öflugu félagi Mokar Það hreinsar hugann að moka undan klár- unum, eins og Halldóra Huld Ingvarsdóttir gerir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi  Úrslit í kjöri á íþróttakarli og -konu Mosfellsbæjar verða kynnt næstkom- andi fimmtudagskvöld, 22. janúar. Verður af því sérstök athöfn í Íþrótta- miðstöðinni á Varmá sem hefst klukk- an 19. Bæjarbúum og fleiri hefur gefist kostur á að taka þátt í valinu á íbúa- gátt sveitarfélagsins. Fjölmargir hafa verið tilnefndir og eru nöfn þeirra birt á heimasíðu sveitarfélagsins. Um marga hefur verið að velja; fólk í blaki, skotfimi, handbolta, hestaíþróttum, hestum og golfíþróttinni, sem nýtur vinsælda meðal Mosfellinga. Íbúarnir velja íþróttafólkið Handbolti Gunnar Malmquist Þórs- son úr Aftureldingu í mikilli sveiflu. Morgunblaðið/Ómar Nokkur hreyfing er nú komin á byggingamarkað í Mosfellsbæ eftir nokkurra ára ládeyðu. Það gerðist strax á síðasta ári þegar fimm fjöl- býlishúsalóðir í Helgafellshverfi voru seldar, en þar er ráðgerð mik- il uppbygging á næstu misserum. Gatnagerð, lagnavinnu og öðru slíku í Helgafelli, sem og Leirvogs- tungu, er að mestu lokið og margar lóðir þar tilbúnar til uppbyggingar. Þá eru nokkur svæði sem koma til greina sem næsta skref í uppbygg- ingu. Má þar nefna Blikastaða- og Lágafellsland, en engin ákvörðun hefur þó verið tekin um hver næstu skref þar verða. Í Helgafellshverfi er blönduð byggð fjölbýlishúsa og sérbýla. Í Leirvogstungu eru hins vegar ein- göngu einbýli, par- og raðhús, það er sérbýli. Mat bæjaryfirvalda er að í því hverfi sé sennilega raunhæf- asta lóðaverð á höfuðborgarsvæð- inu, en þarna fæst einbýlishúsalóð fyrir 6 til 7 milljónir kr. Aðalskipulag gerir ráð fyrir um 1.000 íbúðum í Helgafellslandi. Þar af verða um 400 í fjölbýli og annað er í sérbýli. Um 600 íbúðir eru á deiliskipulagi og því þegar klárar til byggingar – en um þessar mund- ir er verið að reisa hús með um 100 íbúðum. Í Leirvogstungu eru um 200 lóðir tilbúnar til uppbyggingar. Lóðir þessar eru nánast allar á for- ræði annarra en sveitarfélagsins. Forsvarsmenn Mosfellsbæjar segj- ast því lítil áhrif geta haft á bygg- ingarhraða, heldur verði slíkt að ráðast af aðstæðum á markaði og ákvörðunum sem eigendur lóðanna taki út frá því. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Helgafellsland Nöfn nokkurra gatna hafa vísan í skáldsögur Laxness. 800 lóðir tilbúnar  Helgafellslandið og Leirvogstungan Bygging Framkvæmdir við fjöl- býlishús eru í fullum gangi.  Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir, fyrsti sigurvegari Biggest Loser á Íslandi, var nýlega valin Mosfell- ingur ársins 2014. „Það hefur orðið kúvending í mínu lífi og árið 2014 var vægast sagt viðburðaríkt. Ég fór að hugsa um heilsuna og setti sjálfa mig í fyrsta sætið. Ég hugs- aði mig ekki tvisvar um þegar ég skráði mig í The Biggest Loser,“ segir Jóhanna í viðtali við bæj- arblaðið Mosfelling, sem stóð að þessu vali Jóhanna léttist um rúm 52 kg og hafði lést um 12 kg áður en þætt- irnir hófust. „Næsta skref er að hjálpa öðrum,“ segir Jóhanna sem stefnir að því að útskrifast sem einkaþjálfari í vor. Jóhanna tók við titlinum af hljómsveitinni Kaleo sem bar nafnbótina árið 2013. Næsta skref er að hjálpa öðrum Afrekskonan Jóhanna Elísa og rit- stjórinn Hilmar Gunnarsson. Jóna Dís Bragadóttir hefur ver- ið í hestamennsku alla sína tíð. Segir móðurafa sinn, Hinrik Ragnarsson og móðurbróður Ragnar Hinriksson, hafa smitað sig af bakteríunni strax í æsku. Svo hafi foreldrar sínir, Bragi Ásgeirsson og Edda Hinriks- dóttir tekið við. Tvö yngri systk- ini Jónu eru einnig í hesta- mennsku: Guðrúnu Edda og Hinrik Bragabörn. „Ég er uppalin í Borgarnesi og byrjaði að ríða þar út strax sem stelpa. Það hefur alltaf verið mikil gróska í hesta- mennsku í Borgarfirðinum. Fjölskyldan er öll á kafi í hesta- mennsku, ýmist atvinnumenn og -konur eða áhugafólk sem ríður mikið út og keppir. Fjöl- skyldan stendur þétt saman og við erum öll í hestamennsk- unni. Á sumrin förum við svo í langar ferðir og þá fer fólk á nánast öllum aldri í hnakk og hefur gaman af. Maðurinn minn, Helgi Sigurðsson, er sér- fræðingur í hestadýralækn- ingum og rekur Dýraspítalann í Víðidal, þannig að lífið snýst um hesta bæði í vinnunni og heima. Við ferðumst einnig töluvert á hestum og höfum gert í gegnum árin. Líf okkar snýst í kringum þetta áhuga- mál.“ Lífið er áhugamálið ALLTAF Í HESTAMENNSKU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.