Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 43
FRÉTTIR 43Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Um milljón manns kom saman við sjávarsíðuna í Colombo, höfuðborg Srí Lanka, þegar Frans páfi tók Jos- eph Vaz í dýrlinga tölu í gær. Mun þetta vera mesti mannfjöldi, sem safnast hefur saman í borginni. Margir höfðu beðið yfir nótt til að sjá páfa, sem hvatti mannfjöldann til að taka sér umburðarlyndi Vaz, fyrsta dýrlingsins frá Srí Lanka, sér fyrirmyndar. Vaz var trúboði á 17. öld og dulbjó sig sem betlari til að komast hjá of- sóknum hollenskra nýlenduherra, sem höfðu bannað katólska presta á eyjunni. Hann þjónaði bæði sinhöl- um og tamílum óháð trú þeirra. Páfi hefur í heimsókn sinni lagt áherslu á að sættir eftir borgara- stríðið, sem lauk 2009 eftir að hafa staðið í 26 ár. Trúboðinn Vaz hefði sýnt fram á „mikilvægi þess að hefja sig yfir trúarlegan ágreining í þágu friðar“. Síðar í gær flaug páfi til að heim- sækja litla kirkju í frumskóginum þar sem víglínan lá milli stjórnar- hersins og skæruliða, sem börðust fyrir aðskilnaði fyrir minnihluta tamíla á eynni. „Hér eru í dag stadd- ar fjölskyldur, sem þjáðust mikið í ófriðnum langa, sem opnaði holund í hjarta Srí Lanka,“ sagði páfinn í bæn. Hann hvatti íbúa Srí Lanka til að „gera yfirbót fyrir syndir“ sínar og „alla þá illsku sem gengið hefur yfir þetta land“. Forsetakosningar fóru fram í Srí Lanka fyrir viku. Þar beið Mahinda Rajapakse lægri hlut fyrir Maithri- pala Sirisena. Í landinu stendur yfir hörð deila um það hvort rannsaka eigi ásakanir um misbeitingu valds í stjórnartíð Rajapakses. Þótti páfi leggja sitt lóð á vogarskálar þegar hann sagði að „sókn eftir sannleik- anum“ væri nauðsynleg til að lækna sár átaka og vígaferla á Srí Lanka. 20 milljónir manna búa á Srí Lanka og eru flestir Búddatrúar. Sex prósent eru katólikkar. AFP Blessun Frans páfi blessar styttu af Maríu mey í útimessunni, sem hann hélt í Colombo á Srí Lanka í gær. Páfi hvatti til sátta  Frans páfi tók trúboða í dýrlingatölu og skoraði á íbúa Srí Lanka að taka sér umburðarlyndi hans til fyrirmyndar Þjóðfylkingar Le Pen sem ekki hef- ur verið neinn vinur múslima eða annarra innflytjenda. Múslimum stíað í sundur í fangelsum Vilji ráðamanna virðist vera að draga lærdóm af hryðjuverkunum með aðgerðum er stuðli að frið- samlegri sambúð þvert á þjóðarbrot og trúarbrögð. Fyrstu ráðstafanir ríkisstjórnar Hollande voru að auka á öryggi og letja vígasamtök til að- gerða. „Það verður ekkert frelsi ef ekkert er öryggið,“ sagði Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakk- lands, að morgni mánudagsins, dag- inn eftir samstöðugöngurnar miklu. Í anda þessa viðhorfs má segja að verið hafi ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að fela 10.000 manna her- og lögregluliði að gæta öryggis á „viðkvæmum“ blettum um allt Frakkland frá og með í fyrradag. Þar af var 4.700 manna lögregluliði falin öryggisvarsla í og við 717 gyð- ingaskóla. Engin fordæmi eru um ráðstafanir sem þessar í landinu, segir varnarmálaráðherrann Jean- Yves Le Drian. „Við verðum að afmá Isis,“ sagði Drian um Ríki íslams (Isis) er hann mælti í fyrradag fyrir áframhald- andi veru franskra herflugvéla sem tekið hafa þátt í árásum á heri Isis í Írak og Sýrlandi. „Við bregðumst við innan Frakklands sem utan. Ríki íslams er hryðjuverkaher með vígamönnum hvarvetna að. Þetta er alþjóðlegur her sem verður að þurrka út og til þess erum við í fjöl- þjóðabandalaginu gegn honum.“ Auk franskra tankvéla og rat- sjárvéla hafa níu franskar Rafale- orrustuflugvélar verið gerðar út frá Sádi-Arabíu undanfarna fjóra mán- uði og sex Mirage-þotur frá Jórd- aníu. Ennfremur vinna 120 franskir hernaðarráðgjafar að þjálfun íra- skra sveita og kúrdískra sem berj- ast gegn sveitum Isis. Frönsk fangelsi hafa verið með helstu ræktunarstöðvum fanatískra múslima. Snerust Kouachi- bræðurnir og Coulibaly allir til trúarlegrar róttækni er þeir afplán- uðu dóma. Uppalendurnir voru trú- arofstækismenn sem hlotið höfðu miklu lengri dóma. Manuel Valls forsætisráðherra segir það verða eitt af forgangsverkum stjórn- arinnar að stía múslimum í sundur í fangelsunum til að hindra ofsatrú- boð í þeim. Í þinginu í fyrradag boðaði Valls nýja refsilöggjöf er tekur á hryðju- verkastarfsemi svo auðveldara verði að fylgjast með hættulegum ein- staklingum. Komið verður á fót miðlægum gagnabanka yfir menn sem dæmdir hafa verið fyrir illvirki eða komist í kast við lögin í tengslum við slík verk. Eftirlit með þessum aðilum verður með svip- uðum hætti og fylgst er með kyn- ferðisglæpamönnum, m.a. sendi- tækjum á fótlegg. Þeim verður og skylt að láta lögreglu vita reglulega af sér. Bíða ekki eftir ESB Þá boðaði Valls ný lög sem eiga að ná utan um allar leyniþjónustur landsins til að tryggja skilvirkni varna gegn hrottaverkum. Mjög skiptar skoðanir eru um slíka laga- setningu, m.a. í röðum stjórnmála- manna, vegna andstöðu margra við uppstokkun á áratuga eða jafnvel aldagömlum hefðum og sjálfstæði einstakra deilda her- og lögregluafl- ans. Starfsemi stofnunar sem fer með yfirstjórn innanlandsöryggi (DGSI) verður efld með ráðningu 432 nýj- um sérfræðingum, en þar af fara nokkrir tugir til starfa í rannsókn- ardeildum dómstóla til að styrkja starfsemi þeirra. Til að geta fylgst betur með ferð- um hættulegra manna verður safn- að á einn miðlægan stað öllum bók- unum og farmiðakaupum með flugi frá Frakklandi til annarra ríkja ut- an Schengen-svæðisins. Þar í eiga að vera nákvæmar persónuupplýs- ingar um ferðalanga en fyrirmynd er það kerfi sem tekið var upp í Bandaríkjunum í kjölfar hryðju- verkanna 11. september 2001. „Við ætlum ekki að bíða eftir Evrópu- sambandinu (ESB) í þessu efni,“ sagði heimildarmaður úr forsæt- isráðuneytinu, en mikil andstaða hefur verið við slík áform á Evr- ópuþinginu. Í þessu sambandi er þó nefndur sá vandi sem felst í ferða- frelsi innan Schengen, að unnusta Amedy Coulibaly slapp undan frönskum laganna vörðum með því að fara til Spánar og fljúga þaðan til Tyrklands í ársbyrjun. Þá verður gefin út tilskipun í vikunni er bann- ar frönskum vígamönnum Múham- eðs, svonefndum jihadistum, að fara úr landi og útlendum að koma til Frakklands. Vitorðsmanna leitað Til viðbótar einni sem þegar er í notkun verða fjórar sérlegar ein- angrunarálmur teknar í notkun í fangelsum til að einangra eða stía í sundur áköfum íslamistum og öðr- um múslimum. Loks verður sér- staklega safnað á miðlægan grunn gögnum um börn og táninga sem sýnt hafa tilhneigingar til róttækni. Af hálfu ríkisstjórnar Hollande virðast hins vegar engin áform um að hneppa í öryggisvarðhald slík ungmenni, sem sleppa við fangels- isrefsingu. Heldur virðist ekki ætl- unin að taka að nýju upp tvöfalda refsingu sem hefur í för með sér að hættulegum sakamönnum er vísað úr landi auk fangelsisdóms. Máls- metandi menn í hægriflokknum UMP eru slíkri refsingu fylgjandi og talaði m.a. Fillon, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir því í vikunni. Valls forsætisráðherra segir að gengið sé út frá því að þremenning- arnir hafi átt sér vitorðsmenn sem leitað sé að. Í því efni beinist kast- ljósið að lögregluliðunum marg- flóknu og leyniþjónustu sem sætt hefur gagnrýni fyrir frammistöðu sína. Hafði hún þá alla undir smá- sjánni en hafði slakað á klónni þar sem ekkert hafði gefið tilefni til að ætla að þeir áformuðu illvirki. Ná- kvæmlega hið sama gerðist í tilviki Mohammed Merah sem myrti fjölda manns í Toulouse fyrir tveimur ár- um. Hafði verið fylgst með ferðalög- um hans lengi, m.a. til Pakistans í þjálfunarbúðir ofsatrúarhópa. Njósnum um hann var hins vegar hætt nokkru áður en hann lét til skarar skríða. Merah féll í skorbar- daga við lögreglu eftir langt umsát- ur um heimili hans í borginni. Loks þótti það frönsku lögreglunni og leyniþjónustunni ekki til fram- dráttar er fjöldamorðinginn í lista- safni í Brussel í fyrra komst óhindr- að með rútu til suðurstrandar Frakklands. Við komuna þangað var það fyrir árvekni óbreyttra borgara að hann var gómaður. Um sumt eru þessir brestir raktir til þess að öryggissveitir landsins hafa unnið hver í sínu horni í stað þess að samræma aðgerðir sínar og upp- lýsingagjöf milli deilda. Manuel Valls viðurkenndi fljótt, að örygg- iskerfið hefð brugðist. Enn var leitað í gær að a.m.k. sex meintum samverkamönnum morð- ingjanna þriggja, m.a. einstaklinga sem komu að fjármögnun hryðju- verkastarfsemi þeirra. Þar mun hafa verið um verulegar fjárhæðir að ræða, m.a. vegna kaupa á hinum miklu vopnabirgðum sem þeir bjuggu yfir og fluttar voru inn til Frakklands. Talsmaður lögreglu segir umfang þessa alls og kunnáttu við útfærslu árásarinnar á Charlie Hebdo gefa til kynna að þar að baki búi skipuleg hryðjuverkakeðja. „Þeir voru ekki bara þrír í þessari sellu, í alvöru talað. Þeir áttu sam- verkamenn, vegna vopnanna, vegna flutnings þeirra og tilkostnaðar. Þetta voru þungavopn og þegar um ræðir sprengjuvörpu þá kaupa menn þær ekki nema til árása á val- in skotmörk.“ nýja framtíð Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Strigar, ótal stærðir frá kr.295 Olíu/Acrýl/Vatnslitasett 12/18/24x12 ml frá kr.895 Acryllitir 75 ml 555 Þekjulitir/ Föndurlitir frá kr.845 Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 frá kr. Allt til listmálunar Strigar, penslar, olíulitir, acryllitir, trönur, pallettur, spaðar, svampar, lím, íblöndunarefni, varnish, þekjulitir, teikniblokkir, pappír og arkir Mikið úrval af listavörum Trönur á gólf frá kr. 7.995 Límbyssur frá kr.595 Olíulitir í miklu úrvali Frábært úrval af Kolibri hágæða- penslum Heftibyssur frá kr.595
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.