Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 48

Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bjarni Bene-diktssonfjár- málaráðherra setti í fyrradag fram hugmyndir um það hvert framhaldið yrði í stefnu stjórnvalda í skatta- málum. Sagði hann þar meðal annars að brautin fyrir betra og einfaldara skattkerfi hefði nú verið rudd að hluta og að við blasti að halda áfram á sömu braut út kjörtímabilið. Lýsti hann jafnframt yfir vilja sínum til þess að lækka tekju- skatt einstaklinga og að skoða samspil bótakerfisins og þriggja þrepa skattkerfisins með það í huga að draga úr jaðarsköttum. Fyrstu verk vinstri stjórn- arinnar á liðnu kjörtímabili voru að kollvarpa hér einföldu og skilvirku skattkerfi og taka að auki upp um eitt hundrað mismunandi skattahækkanir og nýja skatta hvers konar. Skipti þá engu máli, þó að margir þessara skatta hittu verst fyrir alþýðu landsins, þá sem vinstri flokkarnir kenndu sig einu sinni við, en hafa nú úthýst úr nöfnum sínum. Til þess að bæta gráu ofan á svart hafði hin gríð- armikla skatt- heimta lamandi áhrif á efnahags- lífið, og hjálpaði því til við að drepa allt í Dróma. Öllu þessu hafa vinstri flokkarnir fagnað, og jafnvel litið á sem stórfelldan „árangur“. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við, eftir einn stærsta kosningaósigur sem sitjandi ríkisstjórn hefur beðið á Vest- urlöndum, voru því vonir margra landsmanna bundnar við að snúið yrði snarlega af fyrri braut. Biðin eftir því hef- ur orðið lengri en æskilegt hefði verið. Sá tími sem mönnum er skammtaður í ríkisstjórn er fljótur að líða og kjörtímabilið er að verða hálfnað. Það er því ekki seinna vænna að rík- isstjórnin fari að framkvæma – ekki aðeins að skoða – hug- myndir um það hvernig eigi að lækka tekjuskatta á ein- staklinga til þess að draga úr því tjóni sem „stærsti hug- myndafræðilegi sigur“ vinstri stjórnarinnar hefur nú þegar unnið á kjörum og kaupmætti almennings. Vonandi verður vilji fjármálaráðherra að veruleika sem fyrst} Löngu tímabært Vafstrið í kring-um rafræn skilríki hefur reynst mörgum flókið og tíma- frekt. Ef það hef- ur farið fram hjá einhverjum þarf svokölluð rafræn skilríki til þess að staðfesta skulda- leiðréttingu á fasteignalán- um. Í Morgunblaðinu í fyrra- dag var greint frá því að fólk, sem ekki á heimangengt, til dæmis vegna elli eða hrum- leika, getur ekki orðið sér úti um rafræn skilríki. Það sama á við um fólk, sem býr í út- löndum. Ekki er hægt að veita öðrum umboð til að ná í rafræn skilríki, heldur verður viðkomandi að mæta í eigin persónu. Eina leiðin er að sækja um undanþágu á vef ríkisskattstjóra. Það hefur aldrei verið fylli- lega útskýrt hvers vegna þessi ofuráhersla hefur verið lögð á rafræn skilríki í sam- bandi við leiðréttinguna. Slík skilríki hafa ekki þótt nauð- synleg hingað til og þó hefur almenningur getað afgreitt fjármál sín stórslysalaust á netinu. Ekki þurfti rafræn skilríki til að sækja um leið- réttinguna, aðeins til að stað- festa hana. Umsóknin er þó stærra skref og líklegt að sá sem sækir um muni hafa hug á að staðfesta. Ekki blasir við að leiðréttingin gefi mikla mögu- leika á misferli eða auðgunar- brotum með því að villa á sér heimildir. Þeir sem sækja um leiðréttingu fá ekki peninga í hendurnar, þeir fara inn á lánið og síðan lækka afborg- anir. Hver gæti hagnast á því að minnka lánabyrði einhvers annars? Því er ekki annað að sjá en ákveðið hafi verið að nota tækifærið til að skikka stóran hluta þjóðarinnar til að fá sér rafræn skilríki. Þessi ákvörðun hefur kost- að almenning talsverða fyrir- höfn. Fólk hefur þurft að bíða hjá símafyrirtækjum og í bönkum. Að ekki sé minnst á fýluferðir aðstandenda þeirra, sem ekki komast að heiman eða búa erlendis og sagt var frá í blaðinu í fyrra- dag. Ef reiknaður yrði út samanlagður sá tími, sem al- menningur hefur eytt í þetta tilefnislausa umstang vegna rafrænna skilríkja, yrðu það örugglega mörg ár. Einfald- ara hefði verið að fólk gæti gengið frá leiðréttingunni með sömu öryggistækni og skattframtölum sínum. Með rafrænum skil- ríkjum er einfalt mál gert flókið að óþörfu} Rafræn tímasóun Í flugvél Icelandair í fyrradag kipptu ekki margir sér upp við tilkynningu flugstjóra þess efnis að 40 mínútna seinkun yrði á flugtaki. Ég leit í kringum mig og tók eftir því að þess- ir fáu sem bölvuðu eða lýstu á einhvern hátt yfir ónægju sinni gagnvart hlutskipti sínu þarna í farþegarýminu áttu það sameiginlegt að vera ekki með snjallsíma. Þeim leiddist, ekki okkur hinum, sem brostum stjörf til skjásins í lófa okkar og litum ekki upp. Leið- indi eru á hröðu undanhaldi í nútíma- samfélagi. Tannlæknabiðstofur, umferðar- teppur, flugseinkanir – leiðindi þessara aðstæðna bíta ekki á hinn tæknivædda nú- tímamann enda gengur hann með litla tölvu í vasanum sem birtir honum sérsniðinn og ómótstæðilegan afþreyingarheim hvenær sem honum hentar og frelsar hann þannig undan oki leiðinda og eirðarleysis. Ekki aðeins búum við svo vel á 21. öldinni að geta snúið baki við leiðindum heldur eru leiðindi smám sam- an að verða bannorð í samfélaginu, tákn um eitthvað hallærislegt og úrelt. Beinum athygli okkar stuttlega að því hvernig fyrirtæki og stofnanir í kringum okkur kjósa að höfða til okkar. Wow Air er dæmi um lífs- glaðan lögaðila – skemmtilegt flugfélag þar sem meira að segja símsvarinn segir brandara. Björt framtíð er stjórnmálaafl sem reynir að lokka til sín kjósendur und- ir því yfirskini að pólitík eigi af einhverjum sökum að vera létt, skemmtileg og átakalaus. Strætó er allt í einu orðinn „skemmtilegri ferða- máti“ en aðrir. Símfyrirtækið Nova titlar sig sjálft „stærsta skemmtistað í heimi“. Svona mætti lengi áfram telja. Að leiðast er erfitt en getur um leið reynst hverjum manni dýpkandi og jafnvel skapandi reynsla. Barn sem hefur ekkert til að dreifa athygli sinni er fært um að skapa heilan heim innra með sér. Að læra að tak- ast á við leiðindi og að hafa ekkert sérstakt fyrir stafni annað en að hugsa um forsendur eigin hugsana er áríðandi þáttur í allri sjálfsþekkingu. Helber leiðindi eru jafn- eðlilegur og -sjálfsagður hluti af tilverunni og konungleg skemmtun og sá sem þekkir þau ekki á eigin skinni, sá sem flýr tafar- laust allar aðstæður sem kalla fram í honum leiða, brosir ekki af sömu dýpt og sá sem býr yfir styrk til þess að snúa sér ekki undan þegar lífið er leiðinlegt eða erfitt. Ég þykist enginn jógi, eða sérfræðingur í leiðindum. En ég skora á þig að flýja ekki smá leiðindi næst þegar þau herja á þig. Vertu með þeim um stund. Burstaðu tennurnar án þess að hugsa um eitthvað annað en það sem þú ert að gera, sittu af þér umferðarteppu án þess að kveikja á útvarpinu, borðaðu kvöldmat án þess að horfa á sjónvarp/lesa blað á meðan. Oftar en ekki er það sem við þekkjum sem leiðindi í kjarna sínum það að hafa ekki undankomuleið frá sjálfum sér. Halldór Armand Pistill Lífsglaðir lögaðilar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Europol metur það svo aðhryðjuverkaógn í Evrópuhafi aldrei verið meiri fráþví 11. september 2001, þegar flogið var á turna World Trade Center í New York. Danska rík- isútvarpið greindi frá þessu í fyrra- dag og vitnaði í Rob Weinwright, æðsta yfirmann Europol. AFP, franska fréttaveitan, greindi frá fundi öryggismála- og innanríkisráðherra fjölmargra ESB- landa, sem haldinn var í París á sunnudag, þar sem m.a. kom fram að margir ráðherranna kölluðu eftir auknu eftirliti, til þess að berjast gegn hryðjuverkaógninni. Innanríkisráðherra Spánar, Jorge Fernandez Diaz, sagðist m.a. vilja sjá aukið eftirlit á landamærum Schengen-svæðisins, ekki bara með þeim sem væru að koma inn á Schen- gen-svæðið, heldur einnig með þeim sem væru að ferðast innan svæðisins. Ákveðnir ráðherrar kváðust vilja að öll Evrópusambandslöndin kæmu sér upp sameiginlegum gagnagrunni um farþega sem ferð- uðust yfir landamæri ESB-landanna og að eftirlit með farþegum á Int- ernetinu væri jafnframt aukið og hert. Evrópuþingið andvígt Ekki er talið líklegt að eftirlit og vald í þessum efnum verði flutt til Brussel, því Evrópuþingið hefur ver- ið andvígt slíku, með það að leið- arljósi að standa vörð um réttindi borgaranna. Þá hafa hinir stóru, þ.e. Þýskaland, Frakkland og Bretland, ætíð lagst gegn slíku valdaafsali til Brussel. Hér á landi hefur umræða um þessi mál ekki alltaf rist djúpt. Helst að fjöldinn hafi brugðist ókvæða við umdeildri Fésbókarfærslu Ásmund- ar Friðrikssonar alþingismanns um það hvort nauðsyn væri á hertu eft- irliti á hér á landi, vegna hugs- anlegrar hryðjuverkaógnar. Hjá embætti Ríkislög- reglustjóra munu starfsmenn vera langþreyttir á því í hvaða farvegi um- ræða um þessi mál hefur verið og telja að í mörgum tilvikum snúist hún um aukaatriði og smámuni, en ekki það sem skipti grundvallarmáli, þ.e. hvernig lögreglunni verði gert kleift að tryggja öryggi borgaranna eins og best verður á kosið. Fram kom í skýrslu um mat Ríkislögreglustjóra á hættu á hryðjuverkum hér á landi árið 2013, að lögreglan hér á landi hefur ekki samskonar lagaheimildir og úrræði og lögreglan á hinum löndunum á Norðurlöndum hefur, til þess að geta fengið upplýsingar um stöðu mála, varað við og brugðist við. Þannig tel- ur embætti Ríkislögreglustjóra að lögreglan hér á landi hafi ekki sömu möguleika til þess að fyrirbyggja möguleg hryðjuverk og kollegar hennar á hinum löndunum á Norð- urlöndum. Til þess að breyta þessu og heimila aukið eftirlit innan Schen- gen-svæðisins, þar sem fullkomið ferðafrelsi ríkir, þyrfti að breyta lög- um um rannsóknarheimildir lögregl- unnar og koma á því fyrirkomulagi sem oft er nefnt forvirkar rannsókn- arheimildir. Ólafur Helgi Kjartansson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, sem segja má að sé útvörður Schengen- eftirlitsins hér á landi, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar hann var spurður hvort hann teldi þörf á auknu og hertu eftirliti: „Það eina sem ég get sagt um þetta mál er að eftirliti á landamær- unum hér á Íslandi er sinnt í sam- ræmi við þær skyldur sem á okkur hvíla.“ Er þörf á að breyta lögum um Schengen? Morgunblaðið/Sigurgeir S. Keflavíkurflugvöllur Hið virka Schengen-eftirlit hér á landi fer að mestu fram í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Lögreglan hefur árum saman vakið máls á öryggismálum og hvað hún telji að megi betur fara. Lögreglumenn virðast langþreyttir á því hversu lítið stjórnvöld hafa hlustað á þeirra málflutning og því sem þeir telja vera réttmætar viðvaranir þeirra. Viðkvæðið sé einatt á þann veg að þau voðaverk sem eigi sér stað úti í heimi geti ekki gerst á Íslandi. Því telja lögreglumenn að eðlilegt sé að tekið verði mið af þeirri umræðu sem á sér nú stað í Evrópu í kjölfar voðaverk- anna í París um öryggismál og varnir gegn hugsanlegum hryðjuverkum. Lögreglumenn hér á landi kalla meðal annars eftir um- ræðu um það hver beri ábyrgð- ina ef illa fer og lögreglan hafi ekki fengið þau lagalegu úrræði sem hún telur nauðsynlegt að fá til að verja borgarana og gæta öryggis þeirra. Hvar liggur ábyrgðin? UMRÆÐAN UM ÖRYGGIS- MÁL Á VILLIGÖTUM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.