Morgunblaðið - 15.01.2015, Page 54

Morgunblaðið - 15.01.2015, Page 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Hið hrörlega ástand og aðbúnaður Landspítalans er okk- ur öllum til skammar og skaða. Íslendingar hafa löngum stært sig af því að geta brugð- ist skjótt við og leyst flókin vandamál á lygilega skömmum tíma. Hvar er rögg- semin núna? Af hverju grípum við ekki til lausna þessa vandamáls með einbeittum ráðum sem duga? Við getum það og viljum það flest. Íslendingar hvorki vilja né skilja þetta ráðleysi og uppgjöfina sem hefur einkennt valdhafa hverju sinni, samanber fjárlagakök- una sem skipta þarf árlega. Nú skulum við brugga ráð og baka köku sem er ekki höfð til skiptanna heldur ætlað að leysa fjár- hagsvanda Landspít- alans til frambúðar: undirbyggja sjálf- bæran rekstrar- og uppbygging- arsjóð, sem engum öðrum yrði gef- inn kostur á að seilast í. Við gætum stofnað Landspítalalottó og látið ágóðann fjármagna rannsókna- og lækningatækin langþráðu, og jafn- vel viðhald og endurnýjun bygg- inga spítalans; leyst þessa kreppu sem öll þjóðin býr við og mun sækja að okkur aftur og aftur, nema fundin sé varanleg lausn á þessu langtímavandamáli. Eftir Kristínu Þorkelsdóttur Kristín Þorkelsdóttir » Leysum fjárhags- vanda Landspít- alans til frambúðar: undirbyggjum sjálf- bæran rekstrar- og upp- byggingarsjóð sem fjár- magnar lækningatækin langþráðu. Höfundur er grafískur hönnuður og myndlistarmaður. Landspítalalottó - Nú þurfum við að taka til okkar ráða! Allt talið um gróð- urhúsaáhrif og þar með loftslagsbreyt- ingar af mannavöld- um byggist á kenni- setningu nokkurri, sem soðin var saman á ráðstefnu í útlönd- um, gott ef ekki á vegum loftslags- nefndar SÞ. Kenni- setning þessi hljóðar svo í nafni Páls Bergþórssonar veðurfræðings, sem var meðal þeirra fyrstu, sem kynntu þessa kenningu á Íslandi: „Talið er að snefilefni í and- rúmslofti geti hugsanlega hindrað hitaútgeislun jarðarinnar, sem myndi þá orsaka uppsöfnun hita = hlýnandi veðurfar.“ Þetta er auðsjáanlega ekki nein vísindaleg niðurstaða þó að þeir, sem halda þessu fram í nafni vísindanna séu titlaðir vísindamenn. Það er auð- séð af orðalagi þessarar kenningar að menn vita ekki hvort þetta er rétt heldur eru menn að geta sér til „talið hugsanlegt“. Enda hafa ekki fundist neinar sannanir þrátt fyrir áratuga „rannsóknir“. Þegar bent er á þetta er svarið oftast að það séu svo sterkar vísbendingar um að kenningin sé rétt að það þurfi varla að sanna málið frekar. En vísbendingar eru túlkunar- atriði. Menn geta tekið hvaða fyr- irbæri sem vera skal og túlkað það sem vísbendingu um að það gerist sem viðkomandi óttast eða vill forðast. Túlkun er alltaf per- sónuleg og ekki eru það vísindaleg vinnubrögð að blanda persónu- legum skoðunum saman við vís- indalegt starf enda verður starfið þá óvís- indalegt. En það er einmitt megin hlut- verk vísindanna að sanna, sanna hvað er rétt og hvað er for- dómar eða hindurvitni eða einfaldlega tilbún- ingur! Vísindalegar stað- reyndir eru hinsvegar að jörðin kælist ekki með útgeislun hita. Kaldir hlutir eins og jörðin geta auðsjáan- lega ekki sent frá sér hitageisla enda hefur geislun ekki áhrif á loftið yfirleitt. Sólargeislarnir hita ekki loftið sjálft, ef svo væri væri gufuhvolfið heitt en ekki ískalt eins og það er. Jafnvel geimurinn væri þá heitur! Sólin hitar fast efni og fljótandi, loftið hlýnar svo af snertingu við fast efni og fljót- andi og þegar það hlýnar þenst það og léttist og kemst þannig á hreyfingu mest upp á við. Upp- streymi er hin eiginlega aðferð náttúrunnar til að halda jafnvægi í hitafarinu. Hlýja loftið stígur upp og kólnar eftir því sem hærra dregur því uppi yfir er fimb- ulkuldi. Og það gildir fyrir allar lofttegundir enda er andrúmsloftið blanda lofttegunda, köfnunarefni um 80% og súrefni um 20%, snef- ilefnin eru samtals minna en 0,1% af heildarloftmassanum. Þegar hlýja loftið streymir upp þá hlýtur eitthvað að koma í stað- inn, þá kemur kalda loftið niður úr háloftunum á þeim svæðum jarð- arinnar þar sem ekkert upp- streymi er, þar sem jörðin er þak- in ís eða snjó. Þetta er hin eilífa hringrás loftsins, sem felur í sér hringrás vatnsins, sem alkunn er. Hér hefur verið sýnt fram á að kenningin um gróðurhúsaáhrif er algjör tilbúningur og því eru allir samningar um þessi efni og ímyndaðar afleiðingar þeirra ógildir enda gerðir á fölskum for- sendum. Athyglisvert væri að leggja ágreining um framkvæmd slíkra samninga fyrir dómstólana, þá yrði að sanna forsendur þeirra. Sama er um lög sem sett hafa verið á grundvelli umræddrar kenningar, þau hafa að sjálfsögðu engan grundvöll heldur og eru því gildislaus. Vilji yfirvöld setja lög á vísindalegum forsendum yfirleitt hlýtur það að vera fyrsta skilyrðið að þær forsendur séu þá sannaðar svo óyggjandi sé, annars má búast við að þær verði afsannaðar ein- hvern daginn. Og hvernig ætti þá að bæta það óhagræði og tjón sem slík löggjöf hefur valdið að óþörfu? Ef hlýnandi veðurfar stafar af umframmagni af CO2 í loftinu þá hlýtur það gagnstæða að gilda þegar veðurfar er kólnandi. Eitt mesta harðindatímabil sem komið hefur á Íslandi var á síðari helm- ingi nítjándu aldar. Árið 1863, í byrjun þessa harðindatímabils, var byrjað að mæla hitastig kerf- isbundið í Stykkishólmi og er sam- anburður við þá mælingu notaður til að sýna þróun veðurfarsins á Íslandi síðan þá. (Það hlýtur að hafa vantað CO2 í andrúmsloftið.) Svo hafa „vísindamenn “ þungar áhyggjur af að harðindunum linni um sinn. Þó vita allir að veðurfar á jörðinni hefur sveiflast allt frá upphafi vega. Sveiflurnar hafa verið misjafnlega djúpar og mis- jafnlega langar og enga reglu hægt að finna í þeim efnum og svo verður áfram hvað sem menn „álíta“ eða telja. Sama þótt „vís- indamenn“ reyni að telja saklaus- um almenningi trú um einhverja fjarstæðu. Það er varla mikið að marka rannsókn þegar rannsakandinn er búinn að ákveða niðurstöðuna fyr- irfram samkvæmt sinni persónu- legu trú. Það væri álíka eins og að glæpamaðurinn ætti að rannsaka glæpinn og jafnvel fella dóm um hann líka. Loftslagsbreytingar Eftir Pétur Guðvarðsson » Það er varla mikið að marka rannsókn þegar rannsakandinn hefur ákveðið niðurstöð- una fyrirfram sam- kvæmt sinni persónu- legu trú. Pétur Guðvarðsson Höfundur er fv. bóndi og rökhyggjumaður. Fyrir hálfri öld ráku tveir rafmagns- verkfræðingar mikinn áróður fyrir því að rafbílavæða Ísland. Nú hafa rafmagns- verkfræðingar og fleiri tekið upp þennan mál- stað og vilja aukin fríðindi til þeirra sem kaupa rafbíla, að hætti Norðmanna. Samkvæmt grein í Mogganum 2.9. sl. voru um 32.000 rafbílar í Noregi (um 1,3% fólks- bíla) og fjölgaði ört. Til þess að ná þessu hafa skattaafslættir numið sem svarar um 76 milljörðum ís- lenskra króna auk ýmissa annarra fríðinda. Ef við ætluðum að ná sama fjölda af rafbílum á næstu árum mætti búast við að það kostaði okk- ur svipaða upphæð, en þetta eru um 15% af skráðum fólksbílum á Íslandi. Mér virðist ólíkt skyn- samlegra að nota fjármunina í að byggja nýtt sjúkrahús og auka við- hald á vegum. Eftir einn til tvo áratugi væri svo hægt að fjölga rafbílum, þróun- in er nokkuð ör og vonandi verða rafbílar þá orðnir samkeppnisfærir við aðra bíla þannig að ekki þyrfti að kosta miklu til. En því ekki að taka Norðmenn sér til fyrirmyndar? Því er til að svara að Norðmenn eiga digra sjóði, en við erum stórskuldug, auk þess er þjóðarframleiðsla þeirra um tvöfalt meiri á íbúa. Ekki er ólíklegt að þeir líti á þessa rafbíla- væðingu sem eins konar friðþæg- ingu fyrir þá mengun sem olían veldur. Því er skynsamlegra fyrir okkur að líta í aðra átt um fyr- irmyndir í þessum málum. Vissulega myndi rafbílavæðing draga úr CO2-mengun en ekki má gleyma því að öll raforkufram- leiðsla Íslendinga dregur úr CO2- mengun á heimsvísu eins og er, þannig að einhver hluti þess kæmi til frádráttar því sem sparaðist við raf- bílavæðinguna. Nú má ekki skilja þetta svo að ég sé á móti því að keyptir séu rafbílar, ég er til dæmis hlynntur því að komið sé upp hleðslu- stöðum fyrir rafbíla með fyrirgreiðslu frá hinu opinbera til að greiða fyrir þeim sem vilja kaupa slíka bíla, þótt ekki sé það hagkvæmt. Ég er hins vegar and- vígur því að ýtt sé undir rafbíla- kaup með stórfelldum nið- urgreiðslum, við höfum ekki efni á því. Ef raunverulegur áhugi er fyr- ir því að draga úr CO2-mengun bendi ég á að 2009 kom út skýrsla hjá umhverfisráðuneytinu um hvernig draga mætti úr CO2- mengun og skoðaðir 38 möguleikar. Rafbílavæðing var sú þriðja kostn- aðarsamasta á eftir vetnisbílum og léttlestakerfi. Það sýnir ef til vill hugsunarhátt okkar Íslendinga að þessar þrjár dýrustu aðgerðir (kostnaður á CO2-tonn) hafa vakið mestan áhuga pólitíkusa, blaða- manna og náttúruverndarsinna. Hví ekki að endurskoða þessa skýrslu miðað við núverandi for- sendur og taka síðan ákvarðanir um aðgerðir? Rafbílar eða sjúkrahús Eftir Harald Sveinbjörnsson Haraldur Sveinbjörnsson »Mér virðist ólíkt skynsamlegra að nota fjármunina í að byggja nýtt sjúkrahús og auka viðhald á veg- um. Höfundur er verkfræðingur. - með morgunkaffinu Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.