Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 55

Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 55
UMRÆÐAN 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Er varnarkerfið þitt virkt? brokkoli.is Fæst í apótekum, heilsubúðum, Fjarðarkaup, Hagkaup og Melabúðinni Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily Inniheldur mikið magn af sulforaphane, en dagskammturinn jafngildir meira en 1,5 kg af lífrænt ræktuðum brokkolí spírum. Að auki er viðbætt túrmeric og selenium. Styrkir samskipti fruma Hrindir af stað aukinni fram- leiðslu eigin andoxunarefna í líkamanum Hjálpar líkamanum að losa út eiturefni - detox áhrif Styrkir hæfileika líkamans til myndunar bólgueyðandi efna Krö ftug ar a f sulf ora pha ne! sulforaphane Ensímið sulforaphane í brokkolí býr yfir magnaðri sérvirkni sem einn öflugasti „kveikjuþráður“ á varnarkerfi líkamans. Sulforaphane hjálpar líkamanum að auka framleiðslu mikilvægra varnarefna sem hamla hrörnum fruma, í heilanum, húðinni og öllum líkamanum. Verndar og styrkir frumurnar | Margvísleg heilsubætandi áhrif | Hægir á öldrun Blóðið hefur pH- gildi 7,35-7,45 og gerir líkaminn allt sem hann getur til að halda því stöðugu. Frávik frá þessu gerir okkur veik. Nútímamataræði myndar meira sýru en basa (lúta) í lík- amanum sem getur hlaðist upp sem eitur. Þetta er nokkuð sem annars er eytt með bíkarbónati, hraðri útöndun um lungun, með sýrum og hjálp steinefna um þvag frá nýrum og súrum húðsvita. Með- an menn erfiðuðu mikið gekk vel að losna við umframsýru. Vegna ofeld- is, óheppilegs mataræðis og hreyf- ingarleysis getur fæðið raskað sýrugildi blóðsins og steinefna- búskapnum. Vegna þess að pH- sýrustig (hlutfall milli plúsjóna og neikvæðra jóna í jafnvægi) hærra en 7,0 er basískt eða lútað hafa margir túlkað það sem svo að mat- arræðið eigi að vera alfarið basískt eins og blóðið og öfgarnar endað í mataræðinu. Í líkamanum eru það steinefnin og prótínin auk lífrænna og ólífrænna sýra frá starfsemi í frumunum sem eru á jónaformi, þ.e.a.s. rafhlaðin og mynda þessar sýrur og basa. Að 7,4 eigi við allan líkamann er rangt. Normalt hefur húðin sýrustig 5,5, munnvatnið 6,5- 6,8, magasafinn 1,2-3, garnirnar 7,0, ristillinn 4,0-7,0, þvagið 6,0- 6,5 á morgnana en 6,5-7,0 á kvöldin (má auðveldlega mæla þvag og munn- vatn með sérstökum litarstrimlum) og svo frumurnar 7,0. Þetta heldur ýmsum örverum í skefjum, en þær þrífast best í lútuðu umhverfi. Það eru steinefnin sem klofna í plús- hlaðna jóna og gera líkamsvessana lútaða. Það er eins hér og með margt annað að öllu má ofgera. Vanti steinefnin í mat eins og hvítt hveiti og sykur eða flest unnin mat- væli þá raskast jafnvægi líkamans varðandi sýrustigið yfir lengri tíma. Það má sveiflast frá 6,0 til 7,5 í vefjum en verður lífshættulegt fari það út fyrir þau mörk. Næring- arfræðingar hafa lagt til að fæðan sé að staðaldri 40% sýrumyndandi í líkamanum en 60% basamyndandi því þá sé blandað mataræði í sýru- stigsjafnvægi og ekki gengið á steinefnin. Til að setja saman slíka fæðu þarf helst sýru-basa mat- artöflur um rafhleðsluna (PRAL- gildi í meq/100g) eftir niðurbrot í líkamanum. Við virðumst þó hafa erft að geta borðað mikið í einu mat sem myndar frekar sýrur eftir meltinguna og geta komið sýrunum í lóg án þess að blóðið breyti sýru- stigi nema í stuttan tíma eftir mál- tíðir. Sé kalkið (Ca) skoðað sér- staklega sést að það er líka í blóðinu og rúmur helmingur þess bundinn prótíni en restin sem basa- jón. Verði líkamsvessarnir lútaðir geta Ca-jónirnar fallið út. Þannig kalka líf- færi, slagæðar (bláæð- ar eru minna lútaðar og sleppa) og svo líka vöðvar og taugar og valda oft gigt og krampa. Frásogist ekki nægt kalk úr fæð- unni til að laga sýru- stigið kemur Ca frá beinunum og getur valdið beingisnun. Of mikið prótín í blóðinu þykkir það og eykur blóðþrýstinginn en ediksýruinntaka þynnir það og getur líka leyst upp útfellt kalk. Það er nú einu sinni svo að steinefnin koma aðallega úr jarðar- og sjávargróðri. Vanti stein- efni verða frumur og vefir súrir. Tvöfalt meira magn af kartöflum þarf til að jafna sýruáhrif kjöts svo dæmi sé tekið. En það er fleira sem veldur breytingu á sýrustigi í okk- ur. Erfiðisvinna, stress, hiti og kuldi hafa sýruáhrif. Þá hefur því verið haldið fram að sýrustig lík- amans sé miklu mikilvægara en nokkurt eitt annað til að losna við að verða veikur og besta forvarn- arleiðin til heilbrigðis og góð heilsa sé háð því að viðhalda réttu sýru- stigi. Heilbrigðinu má síðan við- halda með rétt völdum mat og rétt samansettum. Helstu sýrumynd- andi matvörur eru kjöt, fiskur, fuglakjöt, egg, mjólkurvörur, korn- vörur og baunir. Flest annað er basamyndandi, líka lítillega flest það sem við drekkum (vatn, kaffi, te, ávaxtasafar, gosdrykkir, bjór og vín). Það eina sem er alveg hlut- laust er hvíti sykurinn! Coca-cola er vægt súrmyndandi og ljós bjór. Gagnlegt er að skoða www.Ba- sica.de/saeure-basen ausgleich á netinu sem er með töflur og gagn- virkan töflureikni fyrir matvæli sem sýnir sýru- eða basamyndun í PRAL á samsetningu þess sem við veljum að borða. Mikilvægi sýrustigs í líkamanum fyrir heilsuna Eftir Pálma Stefánsson » Löng ofneysla sýru- myndandi matar getur valdið skorti í steinefnabúskap lík- amans og breytt sýru- stigi líkamans með al- varlegum afleiðingum fyrir heilsuna. Pálmi Stefánsson Höfundur er efnaverkfræðingur. WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.