Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 62
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Í sumar mun Úrval-Útsýn hér um
bil leggja Spán undir sig. Mallorca
er nýr áfangastaður en einnig
verða hinir sívinsælu staðir Ten-
erife, Almeria, Albír og Costa
Brava áfram í boði
Jónína Birna Björnsdóttir segir
Mallorca komið aftur í ferða-
framboðið vegna mikillar eft-
irspurnar en ferðir þangað höfðu
legið niðri hjá ÚÚ frá árinu 2012.
Börnin una sér vel á Mallorca
Jónína er markaðsstjóri Úrvals-
Útsýnar og segir hún Mallorca
upplagðan áfangastað fyrir barna-
fjölskyldur. „Á þessari fallegu og
sólbökuðu eyju er margt að gera
og sjá. Á flestum hótelunum eru
starfræktir barnaklúbbar þar sem
foreldrarnir geta skilið börnin eftir
áhyggjulausir. Dýragarðar og
vatnsrennibrautagarðar bjóða upp
á afþreyingu fyrir unga sem aldna
og í borginni Palma má upplifa al-
vöruborgarstemningu og þræða
verslanir vinsælustu fatakeðjanna.
Svo eru flugtímarnir mjög hent-
ugir: á þeim tíma dags að ekki
þarf að vekja börnin um miðja
nótt til að komast á flugvöllinn í
tíma.“
Að sögn Jónínu snúast ferðir til
Mallorca ekki síst um að slaka
rækilega á og njóta lífsins lysti-
semda, verma kroppinn í sólinni
og eiga dæmigerða sæludvöl á
hvítri strönd.
Þeir sem vilja ögn menningar-
legri áherslur ættu að skoða Alm-
eria á suðausturhluta Spánar.
„Bærinn hefur á sér annað yfir-
bragð en dæmigerðu sumarleyf-
isstaðirnir. Almeria er bærinn þar
sem Spánverjarnir sjálfir taka sín
sumarfrí. Fallegur kastali gnæfir
yfir byggðinni og staðurinn er
þekktur fyrir hagstætt verðlag.“
Stórborg og strandslökun
Costa Brava er síðan kjörinn
áfangastaður fyrir þá sem vilja
blanda saman borgarferð og sól-
strandasælu. „Costa Brava er stutt
frá Barcelona og við erum með
gististaði okkar á þremur stöðum;
Lloret de Mar, Tossa de Mar og
Santa Susanna. Þarna geta t.d. pör
átt mjög notalega vist og skellt sér
til Barcelona til að skoða söfnin,
kirkjurnar og verslunargöturnar.“
Tenerife er hornsteinninn í
áfangastöðum ÚÚ en þangað er
farið allan ársins hring. „Í sumar
verðum við eins og fyrr með viku-
legt flug til Tenerife, eyjunnar
sem allir elska. Tenerife býður
upp á mikið úrval hótela og hver
strönd hefur sínar áherslur. Þetta
er eyja sem höfðar jafnt til ungs
fólks í leit að miklu fjöri og til
þeirra sem eldri eru og vilja hafa
það náðugt í sólinni.“
Á öllum áfangastöðunum eru svo
Íslenskir fararstjórar gestum til
halds og trausts. „Þeir þekkja
svæðið þar sem gist er og ná-
grenni eins og lófann á sér og
leysa úr hvers kyns vandamálum
sem upp geta komið. Þetta skapar
mikið öryggi fyrir farþega okkar.“
Jónína á von á góðri aðsókn í
sólarstrandaferðirnar í ár. „Sólin
er það sem Íslendingar vilja fyrst
og fremst í sumarfríinu, sérstak-
lega núna eftir slæm rigningar-
sumur.“
Bestu bitar Ítalíu
í einni atrennu
Til viðbótar við reglulegar ferðir
til sólarstranda skipuleggur Úrval-
Útsýn sérferðir á spennandi
áfangastaði. Er þá jafnvel aðeins
ein ferð á hvern stað á árinu, dag-
skráin skipulögð í þaula og oft
ferðast yfir nokkuð stórt svæði. Í
sumar má m.a. velja á milli sér-
ferða til Ítalíu, Slóveníu og á slóðir
Vestur-Íslendinga í Bandaríkj-
unum og Kanada.
„Þrjár sérferðir til Ítalíu eru í
boði: Ítalía heillar, Ítalía – Garda-
vatnið og ítalska rívíeran. Ferð-
irnar eru um vikulangar og komið
víða við. Sjá ferðalangarnir allt
það besta sem landið hefur upp á
að bjóða, kynnast sögunni, upplifa
glæsibrag fallegra borga og njóta
matar- og vínmenningar svæð-
isins,“ útskýrir Jónína.
Taka má ferðina um ítölsku riv-
íeruna sem dæmi en þar er flogið
á hátískuborgina Mílanó, svo hald-
ið áfram til Genúa, San Remo, svo
Mónakó, Portofino og Flórens áð-
ur en stefnan er tekin á Pisa og
Parma. „Er ferð af þessu tagi til-
valin fyrir þá sem vilja upplifa
töfra Ítalíu á áhyggjulausan og
þægilegan hátt, í góðum félags-
skap.“
Íslenski hluti Bandaríkjanna
Egill Helgason sjónvarpsmaður
leiðir hóp sem fer vestur um haf á
slóðir Íslendinga. „Þar heimsækj-
um við marga þá sömu staði og
Egill fjallaði um í vinsælum sjón-
varpsþáttum sínum um Vestur-
Íslendinga. Viðbrögðin sýna, svo
ekki verður um villst, að margir
hafa mikinn áhuga á þessari
merkilegu sögu og um leið upplifa
þessi sjarmerandi héruð og borgir
Norður-Ameríku.“
Flogið er til Minneapolis, haldið
þaðan til Grand Forks og svo til
Winnipeg þar sem íslensku hverfin
eru heimsótt. Vitaskuld koma
ferðalangarnir við í Nýja Íslandi,
skoða Íslenska menningarsafnið og
byggðasafnið í Árborg. Flogið er
áfram til Vancouver og endað með
Dragonboat-hátíðinni á Viktor-
íueyju.
Morgunblaðið/Þórður
Þægindi Jónína Birna Björnsdottir segir Mallorca mjög barnavænan áfangastað. „Svo eru flugtímarnir mjög hent-
ugir: á þeim tíma dags að ekki þarf að vekja börnin um miðja nótt til að komast á flugvöllinn í tíma.“
Skapti Hallgrímsson
Stórvirki Sumir áfangastaðirnir blanda saman strandlífi og borgarsjarma.
Ekki er amalegt að skjótast t.d. til Barcelona og skoða Sagrada Familia.
Íslendingar vilja glampandi sól og hita í sumarfríinu,
hvað þá eftir tvö köld og blaut sumur heima Fjölbreyttir
áfangastaðir bíða eftir sólþyrstum t.d. á Spáni og Ítalíu.
Hvítar strendur og
sólbakaðar borgir
við Miðjarðarhafið
62
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
www.danco.is
Heildsöludreifing
Eingöngu selt til fyrirtækja
Ljúffengt...
Danco hefur allt til að auðvelda veitingarnar hvort sem er í veisluna,
mötuneytið, kokteilboðið, skólaeldhúsið, alls staðar.
Forréttir, pizzur, smáréttir, forskornar tertur og fleira.
...hagkvæmt og fljótlegt
Veilsuþjónustur
Veitingahús - Mötuneyti
Fjölbreytt úrval af matvöru og veisluréttum
SUMARIÐ 2015